Samfélagsmiðlar

Mun ekki sækja um stöðu ferðamálastjóra á ný

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, mun láta af störfum eftir áramót eftir 10 ára starf. Hún telur ekki að markmiðið eigi að vera að fá hingað betur borgandi ferðamenn heldur frekar að fá bestu ferðamennina til landsins.

Ólöf Ýrr Atladóttir ásamt Taleb Rifai, aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann flutti ávarp á Ferðamálaþingi í vikunni og fór m.a. í dagsferð um Suðurland.

Staða ferðamálastjóra verður auglýst á næstunni en Ólöf Ýrr Atladóttir, sem skipuð var í stöðuna í ársbyrjun 2008, verður ekki meðal umsækjenda. Þetta kom fram í ræðu hennar á Ferðamálaþingi sem fór fram í vikunni. Þar sagði Ólöf Ýrr meðal annars að ráðherrum væri heimilt að auglýsa stöður embættismanna á fimm ára fresti og að undanförnum árum hafi verið vaxandi vilji meðal stjórnvalda til að nýta þessi heimildarákvæði og ráðherra [ferðamála] hafi í júní síðast liðnum ákveðið að gera það. „Ég hef um þó nokkurt skeið leitt hugann að þessum tímamótum og tók fyrir allnokkru þá ákvörðun að ef úr yrði að ráðherra nýtti sér heimild til þess að auglýsa embættið laust til umsóknar, þá myndi ég ekki sækjast eftir því að nýju. Ákvörðun ráðherra liggur fyrir og ég mun því hverfa úr embætti núna um áramótin,“ bætti ferðamálastjóri við.

Aðspurð segir Ólöf Ýrr, í svari til Túrista, að þetta sé persónuleg ákvörðun hennar sem tekin hafi verið áður en hún vissi nokkuð um hvort staðan yrði auglýst. Hún segist vera sátt við þessa ákvörðun sína og alls ekki ósátt við að ráðherra hafi ákveðið að nýta sér heimildina til að auglýsa stöðu ferðamálastjóra til umsóknar.

Fjölmennasta Ferðamálaþingið

Yfirskrift erindis Ólafar á Ferðamálaþingi var „Akstur á undarlegum vegi“ og þar fór hún yfir þær gríðarlegu breytingar sem hafa orðið í ferðaþjónustunni á síðustu árum og horfði fram á veginn. „Við Íslendingar eigum ekki endilega að leita eftir því að fá betur borgandi ferðamenn sem við drögum í dilka eftir tekjum, heldur eigum við að leita eftir því að fá bestu ferðamennina, sem gangast glaðir undir þær reglur sem við setjum okkur og öðrum og eru tilbúnir að eyða sínum tekjum í að öðlast upplifun sem verður þeim minnisstæð vegna fagmennsku þeirra sem sinntu gestgjafahlutverkinu. Við eigum að geta tekið við gagnrýni frá þessum ferðamönnum og nýtt okkur hana til góðs,“ sagði Ólöf Ýrr. Benti hún jafnframt á að við Íslendingar værum líka á faraldsfæti. „Við lifum öld ferðalangsins og við sjálf ferðumst út um allan heim til að njóta upplifunar og afslöppunar í nýju umhverfi og leitumst eftir því að sú upplifun nái einhverjum skilgreiningum á því sem telst ekta – allir vilja ferðast, en enginn vill vera ferðamaður. Við leikum ólík hlutverk eftir því hvar við erum stödd í heiminum, og stundum, því miður, leiðumst við til þess að líta svo á að það að vera á óþekktum slóðum gefi okkur leyfi til að hegða okkur með áður óþekktum og þá óþekkum hætti.“

Ný afstaðið ferðamálaþing var hið fjölmennasta frá upphafi og ávarpaði Talib Rifai, aðalritari ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, gesti en hann má telja æðsta embættismann heims á sviði ferðamála.

Öll erindin sem flutt voru á þinginu er aðgengileg á heimasíðu Ferðamálastofu.

Nýtt efni

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …