Samfélagsmiðlar

Óttast að takmarkanir á Akureyrarflugvelli fæli útlendinga frá

Síðustu daga hafa þotur með breska ferðamenn tvívegis ekki náð að lenda fyrir norðan. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir viðræður við fleiri aðila um millilandaflug til Akureyrar standi og falli með því að aðflugsbúnaður sé fyrir hendi.

nordurljos markadsstofanordurlands

Sala á sérstökum norðurljósaferðum um Norðurland fór fram út væntingum forsvarsmanna bresku ferðaskrifstofunnar Super Break og seldust á þriðja þúsund sæti í fjórtán ferðir frá nokkrum breskum borgum nú í janúar og febrúar. Nú hafa verið farnar fjórar ferðir og í tveimur þeirra hefur Íslandsreisa Bretanna hafist á Keflavíkurflugvelli en ekki á Akureyri eins og lagt var upp með. Ástæðan er sú að flugmennirnir hafa ekki treyst sér í að lenda fyrir norðan vegna veðurs.

Skortur á aðflugsbúnaði mun vera megin ástæðan fyrir þessu og skora nú forsvarsmenn Markaðsstofu Norðurlands á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp þess háttar búnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli. „Jafnframt að gerð verði áætlun, og hún fjármögnuð, um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til framtíðar svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem varaflugvöllur og millilandaflugvöllur Norðurlands. Það felur m.a. í sér stækkun flugstöðvarinnar, stækkun flughlaðsins og að tryggja að flugvöllurinn sé sem best tækjum búinn,” segir í tilkynningu frá Markaðsstofunni.

Í svari við fyrirspurn Túrista segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar, að bent hafi verið á það í mörg ár koma þyrfti búnaðinum fyrir og það hafa verið skilningur hennar að búið væri að setja fjármagn í framkvæmdina og  verkið myndi klárast í ár. „Fjármagnið reyndist síðan ekki vera til staðar og Isavia gat ekki sett af stað vinnu við að koma búnaðinum fyrir.” Að mati Arnheiðar þá gæti þessi staða og sú staðreynd að nú hafi þotur tvívegis þurft að hætta við lendingu haft neikvæð áhrif á þær viðræður sem Markaðsstofa Norðurlands á nú í við erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög.

Það er gert ráð fyrir að það kosti um 100 milljónir að setja notaðan aðflugsbúnað frá Keflavíkurflugvelli upp við Akureyrarflugvöll en 150 milljónir ef ný tæki verða keypt. 

Þess ber að geta að forsvarsmenn Super Break voru meðvitaðir um takmarkanirnar á Akureyrarflugvelli áður en norðurljósaferðirnar voru kynntar. Og í tilkynningu sem breska ferðaskrifstofan sendi frá sér í gær segir að flugáætlunin verði með óbreyttu sniði næstu vikur og eins ætli ferðaskrifstofan að halda sínu striki og fjölga ferðunum norður í ár og næsta vetur eins og áður hafði verið kynnt.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …