Samfélagsmiðlar

Icelandair í 13.sæti í Kaupmannahöfn

Listinn yfir 20 umsvifamestu flugfélögin í stærstu flughöfn Norðurlanda hefur lítið breyst milli ára.

kaupmannahof farthegar

Farþegar á Kaupmannahafnarflugvelli.

Frá Keflavíkurflugvelli er flogið allt árið um kring til um sextíu erlendra flughafna og flestar eru ferðirnar til Kaupmannahafnarflugvallar. Reyndar er oftar flogið til London en þar í borg dreifast ferðirnar á fimm mismunandi flugvelli og því er danski flugvöllurinn sá sem tekur við flestum þotum frá Íslandi. Og til marks um hve umferðin er mikil héðan til Kaupmannahafnar þá má kemst Keflavíkurflugvöllur reglulega á lista yfir þá 10 áfangastaði sem flestir farþegar flugu til frá Kastrup. Það var til að mynda raunin í nýliðnum desember og líka síðastliðið sumar.

Umsvif Icelandair á Kaupmannahafnarflugvelli er svo annað dæmi um hvað Íslandsflug vegur þungt á þessum fjölfarnasta flugvelli Norðurlanda. Icelandair hefur nefnilega lengi verið eitt af 20 stærstu flugfélögunum á Kastrup og á því varð ekki breyting í fyrra. Þá stóð farþegafjöldinn á þessari flugleið nærri því í stað hjá Icelandair en félagið var engu að síður þrettánda umsvifamesta flugfélagið á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar litið er til fjölda farþega. Hástökkvarinn á listanum er svo Primera Air sem eru í eigu íslenskra aðila þó það sé skráð annars staðar.

Ekki fengust upplýsingar um farþegafjölda WOW air á Kaupmannahafnarflugvelli. Í svari talsmanns flugvallarins, við fyrirspurn Túrista, segir að aðeins séu veittar upplýsingar um farþegafjölda 20 stærstu flugfélaganna.

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …