Samfélagsmiðlar

Einföld gisting í flottum umbúðum – New York

Margir gera lítið úr vægi góðra hótela í stuttri borgarferð. Segjast hvort eð er verja tímanum annars staðar. Oftar en ekki er þetta bara réttlæting fyrir því að bóka herbergi á ódýru og lúnu hóteli.

Sem betur fer fjölgar þeim hratt gististöðunum þar sem nostrað hefur verið við útlitið en verðinu engu að síður stillt í hóf. Það er því ekki lengur sparnaðarráð að bóka sér gistingu á úr sér gengnum hótelum.

Hér eru þrjú hótel í New York sem bjóða upp á einfalda en útpælda aðstöðu.

The Jane

Hótelbyggingin er gamalt sjómannaheimili í vesturhluta Greenwich Village. Herbergin eru lítil og innréttuð eins og svefnvagnar í gamaldags lest að viðbættu sjónvarpstæki og tengi fyrir ipod. Það eru tvö hundruð „klefar“ á hótelinu og ódýrasta tveggja manna herbergið kostar 99 dollara. Gestirnir deila salernunum en þó er nokkur fínni herbergi (Captain´s cabin) með eigin baðherbergi. Aðbúnaðurinn og staðsetningin hentar því fullkomlega ungu fólki sem vill skemmta sér í nokkra daga í New York. Í hverfinu er ógrynni af börum, skemmtistöðum og verslunum þar sem verðlagið hentar þeim vel sem hafa aðeins minna milli handanna. Á hótelinu sjálfu er líka flottur bar og kaffihús þar sem hægt er að ná sér í orku eftir átök gærdagsins.

The Jane, 113 Jane Street, New York (sjá á korti).

The Pod

Líkt og á The Jane eru þarfir yngra fólks hafðar í fyrirrúmi á The Pod. Þar gengur allt út á að gera hlutina ódýra en vel útlítandi og ekki laust við að andi Ikea svífi yfir vötnum.  Ódýrustu herbergin eru innréttuð með kojum og kosta því lítið, 89 dollara. Þeir sem nenna hins vegar ekki að standa í röð með handklæðið og snyrtitöskuna geta fengið sitt eigið baðherbergi fyrir 139 dollara. Reyndar eru líkurnar á að röð myndist í sturtuna ekki miklar því það er um það bil ein sturta á hver tvö herbergi. Staðsetningin er ágæt, á miðri Manhattan ekki langt frá Rockefeller Center og Bloomingdales.

The Pod, 230 East 51st Street, New York (sjá á korti)

The Ace

NOMAD kallast svæðið norðan við Madison Square Garden. Þetta hefur ekki verið vinsælasti hluti Manhattan hingað til en með tilkomu hótels eins og The Ace er vonast til að svæðið í kringum Empire State bygginguna rétti úr kútnum. Fyrsta Ace hótelið var opnað í Seattle og núna í byrjun árs opnaði útibúið í New York. Ódýrustu herbergin eru með kojum en dýrustu herbergin eru svokallaðar „loft“ íbúðir þar sem pláss er fyrir fleiri gesti. Nokkrar aðrar týpur af herbergjum eru á hótelinu en lægsta verðið er 169 dollarar. Þetta er því ekki ódýrasta gistingin í bænum en hún kostar samt ekki meira en herbergi á týpísku keðjuhóteli. Dvölin á The Ace verður hins vegar vafalaust eftirminnilegri. Auðvitað er stutt í tilgerðina en þeir sem koma til að taka þátt í leiknum skemmta sér vel.

The Ace, 20W 29th Street, New York (sjá á korti)

Myndir: The Ace hotel, The Jane og The Pod

SMELLTU HÉR TIL FINNA BESTU VERÐIN Á HÓTELUM Í NEW YORK

TENGT EFNI:

Ódýr hótel í Bretlandi

Ódýr hótel í Kaupmannahöfn

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …