Samfélagsmiðlar

Einföld gisting í flottum umbúðum – New York

Margir gera lítið úr vægi góðra hótela í stuttri borgarferð. Segjast hvort eð er verja tímanum annars staðar. Oftar en ekki er þetta bara réttlæting fyrir því að bóka herbergi á ódýru og lúnu hóteli.

Sem betur fer fjölgar þeim hratt gististöðunum þar sem nostrað hefur verið við útlitið en verðinu engu að síður stillt í hóf. Það er því ekki lengur sparnaðarráð að bóka sér gistingu á úr sér gengnum hótelum.

Hér eru þrjú hótel í New York sem bjóða upp á einfalda en útpælda aðstöðu.

The Jane

Hótelbyggingin er gamalt sjómannaheimili í vesturhluta Greenwich Village. Herbergin eru lítil og innréttuð eins og svefnvagnar í gamaldags lest að viðbættu sjónvarpstæki og tengi fyrir ipod. Það eru tvö hundruð „klefar“ á hótelinu og ódýrasta tveggja manna herbergið kostar 99 dollara. Gestirnir deila salernunum en þó er nokkur fínni herbergi (Captain´s cabin) með eigin baðherbergi. Aðbúnaðurinn og staðsetningin hentar því fullkomlega ungu fólki sem vill skemmta sér í nokkra daga í New York. Í hverfinu er ógrynni af börum, skemmtistöðum og verslunum þar sem verðlagið hentar þeim vel sem hafa aðeins minna milli handanna. Á hótelinu sjálfu er líka flottur bar og kaffihús þar sem hægt er að ná sér í orku eftir átök gærdagsins.

The Jane, 113 Jane Street, New York (sjá á korti).

The Pod

Líkt og á The Jane eru þarfir yngra fólks hafðar í fyrirrúmi á The Pod. Þar gengur allt út á að gera hlutina ódýra en vel útlítandi og ekki laust við að andi Ikea svífi yfir vötnum.  Ódýrustu herbergin eru innréttuð með kojum og kosta því lítið, 89 dollara. Þeir sem nenna hins vegar ekki að standa í röð með handklæðið og snyrtitöskuna geta fengið sitt eigið baðherbergi fyrir 139 dollara. Reyndar eru líkurnar á að röð myndist í sturtuna ekki miklar því það er um það bil ein sturta á hver tvö herbergi. Staðsetningin er ágæt, á miðri Manhattan ekki langt frá Rockefeller Center og Bloomingdales.

The Pod, 230 East 51st Street, New York (sjá á korti)

The Ace

NOMAD kallast svæðið norðan við Madison Square Garden. Þetta hefur ekki verið vinsælasti hluti Manhattan hingað til en með tilkomu hótels eins og The Ace er vonast til að svæðið í kringum Empire State bygginguna rétti úr kútnum. Fyrsta Ace hótelið var opnað í Seattle og núna í byrjun árs opnaði útibúið í New York. Ódýrustu herbergin eru með kojum en dýrustu herbergin eru svokallaðar „loft“ íbúðir þar sem pláss er fyrir fleiri gesti. Nokkrar aðrar týpur af herbergjum eru á hótelinu en lægsta verðið er 169 dollarar. Þetta er því ekki ódýrasta gistingin í bænum en hún kostar samt ekki meira en herbergi á týpísku keðjuhóteli. Dvölin á The Ace verður hins vegar vafalaust eftirminnilegri. Auðvitað er stutt í tilgerðina en þeir sem koma til að taka þátt í leiknum skemmta sér vel.

The Ace, 20W 29th Street, New York (sjá á korti)

Myndir: The Ace hotel, The Jane og The Pod

SMELLTU HÉR TIL FINNA BESTU VERÐIN Á HÓTELUM Í NEW YORK

TENGT EFNI:

Ódýr hótel í Bretlandi

Ódýr hótel í Kaupmannahöfn

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …