Samfélagsmiðlar

Vegvísir fyrir Vancouver

Það eru litlar líkur á að þjóðin eigi eftir að fjölmenna til Vancouver á ólympíuleika líkt og hún gerði til Vínarborgar þegar handboltalandsliðið var á sigurbraut. Við skulum þó ekki útiloka neitt og Túristi hefur tekið saman lista yfir það sem hæst ber í þessari kanadísku borg þegar ólympíusirkusinn er ekki í bænum.

Vancouver er af mörgum talin mest heillandi stórborgin í Kanada. Bæjarstæðið er fagurt milli fjallanna og sjávarsíðunnar og íbúarnir hafa það orð á sér að vera mikið útivistar- og íþróttafólk. Aðstaðan til að stunda heilsurækt er líka góð og veðurfarið ákjósanlegt fyrir þá sem vilja verja tímanum utandyra. Efnahagur fólks er líka almennt góður því menntunarstigið er hátt og mörg öflug fyrirtæki eru þar með starfssemi. Einnig blómstrar kvikmyndaiðnaðurinn í borginni og hún því stundum nefnd Hollywood norðursins.

Það sem er hægt að sjá og gera

Stanley garðurinn þekur næstum því helmingin af því svæði sem tilheyrir miðbænum. Hann er vel nýttur af íbúunum allan ársins hring. Í garðinum er líka sjávardýragarður og þar synda meðal annars margir sjaldséðir hvalir. The Fish house er vinsæll veitingastaður í garðinum þar sem hægt er að fá sér hádegismat eða samlokur. 

Þeir sem vilja frekar komast í evrópska stemmningu eru vel í sveit settir í hverfi sem kallast Commercial Drive og er heimavöllur elstu innflytjendanna sem rekja ættir sínar til Evrópu. Það er svolítill bóhem stimpill á hverfinu og þar er líklegast að besta kaffið sé að finna enda stöku ítalskir espressobarir á þessum slóðum.

Það er ókeypis aðgangur að listasöfnum Vancouver á meðan leikunum stendur. Vancoucer Art Gallery er eitt þeirra og opnaði nýverið sýningu tileinkaða Leonardo da Vinci.

Það er ekki ólíklegt að áhorfendur fái óstjórnlega löngun til að renna sér á skíðum eða skautum þegar þeir fylgjast með afreksfólkinu í þessum íþróttum. Fyrir þá sem ráða ekki við sig þá er skautasvell við Robson Square og skíðabrekka í Grouse Mountain

Granville eyjan lokkar til sín næstum því alla túrista sem til Vancouver koma. Í tilefni af leikunum verður mikið lagt upp úr alls kyns skemmtun á þessari litlu eyju sem er meðal annars rómuð fyrir mjög girnilegan matarmarkað sem kallast Public Market.

Verslunarleiðangur er fastur liður í utanlandsferðum langflestra. Robson Street er ágætis verslunargata og sérstaklega fyrir þá yngri á meðan þeir sem leggja meira upp úr gæðum halda til Yaletown þar sem sérverslanir og kaffihús hafa hreiðrað um sig í gömlum iðnaðarbyggingum.

Matur og drykkur

Vij´s (1480 West 11th) er mjög vinsæll indverskur veitingastaður sem meðal annars Jamie Oliver lofar í hástert. Það er ekki hægt að panta borð og það verður væntanlega þétt skipaður bekkurinn þarna í febrúar.

Chambar (562 Beatty Street) býður uppá skemmtilega blöndu af réttum mjög gjörólíka bakgrunn. Lífrænt hráefni er í hávegum haft og kokteilarnir eru víst framúrskarandi.

C Restaurant (1600 Howe Street) sérhæfir sig í að elda sjávarfang sem ekki telst vera í útrýmingarhættu. Hafa skal í huga að Greenpeace samtökin voru stofnuð í Vancouver.

Honjin (138 Davie Street) er sushi staður sem kemst víða á blað í ferðablöðum. Það er þó alls ekki víst að hægt sé að fá túnfisk sushi þar því sú tegund er víst illa leikinn eftir að sushi æðið skall á Vesturlöndum. 

Frekari upplýsingar um borgina má finna á heimasíðu ferðamálaráðs Vancouver og einnig er vegvísir CN Traveller fyrir borgina ágætur.

MEIRA: Eiffelturninn er þekktasta kennileiti í heimiHótel í eigu fræga fólksins

Bookmark and Share

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …