Samfélagsmiðlar

Dýrustu hótelherbergi í heimi

Þeir ferðamenn sem gera kröfur um einkapíanista, þyrlupall og sinn eigin kokteilbar eru sennilega ekki í lesendahópi Túrista. En fljótt skipast veður í lofti. Hér er því listi yfir tíu dýrustu hótelherbergi í heimi. Upptalningin gæti gagnast einhverjum þegar fram líða stundir.

10. Imperial svítan á Park Hyatt Vendôme í París

Borðstofan í svítunni er tvö hundruð fermetrar og svalirnar sextíu. Það er einnig bar, sauna og nuddbekkir á herberginu. Nóttin kostar um tæpar tvær milljónir íslenskra króna.

9. Konunglega svítan, Four Seasons George V, París

Rókokkó mublurnar eru allt í öllu á dýrasta herberginu á þessu lúxus hóteli í París. Anddyrið er úr hreinum marmara.

8. Royal Armleder svítan á Le Richemond hótelinu í Genf

Af risastórum svölunum er útsýni yfir borgina og Alpana. Það eru mósaík flísar á veggjum, fínustu tréfjalir á gólfum og í gluggunum eru skotheld gler. Sólarhringsdvöl kostar rúmar tvær milljónir króna.

7. Konunglega svítan, Burj Al Arab, Dubaí

Þeir sem leigja þessa svítu geta ráðið hvort þeir eru sóttir út á flugvöll í Rolls Royce eða þyrlu. Þegar inn er komið er svo nægt pláss því fermetranir eru tæplega átta hundruð og þar er meðal annars að finna lítinn bíósal. Á baðherberginum er allt merkt lúxus vörumerkinu Hermés.

6. Svítan á Ritz-Carlton hótelinu í Moskvu

Af nýríkum Rússum er nóg og því skal ekki undra að í höfuðborginni sé nægt úrval af glæsilegum hótelum. Svítan á Ritz ber þar af. Gestirnir þurfa ekki annað en að smella fingri ef þeir vilja snæða fimm rétta máltíð á meðan þeir virða fyrir sér útsýnið yfir Rauða torgið.

5. Brúarsvítan á Atlantis resort á Bahamas

Þessi tíu herbergja svíta hefur hýst marga fræga. Þar á meðal konung poppsins, Michael Jackson og nafna hans Jordan. Nóttin kostar sem samsvarar þremur milljónum íslenskra króna.

4. Konunglega penthouse svítan á President Wilson Hotel í Genf

Það eru sex baðherbergi en bara fjögur svefnherbergi á þessari svítu. Líkt og á svítunni á Le Richmond hótelinu í sömu borg þá eru einnig skotheldar rúður hér. Fjórar milljónir króna kostar ein nótt í þessu híbýlum sem hafa að geyma kokteilbar sem rúmar fjörtíu manns.

3. Ty Warner penthouse, Four seasons hótelið í New York

Sjónvarpssjúklingar fá eitthvað fyrir sinn snúð hér því loftnetið nær öllum sjónvarpsstöðvum í heiminum. Þeir sem vilja hins vegar frekar horfa út um gluggann geta notið útsýnisins yfir borgina. Það er líka flygill á svæðinu og einkaþjónn.

2. Palms Casino resort, Hugh Hefner loftkastalinn, Las Vegas

Þetta er herbergið fyrir þá sem eru tilbúnir til að punga út tæpum fimm milljónum króna til að komast í einhvers konar Playboy stemmningu. Úr heitapottinum er útsýni yfir hina glitrandi spilaborg Las Vegas. Í svefnherberginu snýst risastór rúm undir speglalofti. Lummulegra verður það varla.

1. Konunglega villan, Grand Resort Lagonissi í Aþenu

Það er þjónustufólk á hverju strái í dýrasta hótelherbergi í heimi. Þar er meira að segja píanóleikari sem hefur aðeins það hlutverk að leika óskalög fyrir gestina. Nóttin kostar rúmlega sex milljónir íslenskra króna og þar er  upphituð sundlaug og einkaströnd. Þeir sem vilja komast í tæri við þennan gríska lúxus geta bókað sig inn á ódýrasta herbergið á Grand Resort. Það kostar tæplega fimmtíu þúsund íslenskar.

Þessu tengt: Heimsins bestu gistiheimiliGroddalegur íburður

Heimild: The Telegraph – Mynd: Grand Resort

 

Share |

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …