Samfélagsmiðlar

Dýrustu hótelherbergi í heimi

Þeir ferðamenn sem gera kröfur um einkapíanista, þyrlupall og sinn eigin kokteilbar eru sennilega ekki í lesendahópi Túrista. En fljótt skipast veður í lofti. Hér er því listi yfir tíu dýrustu hótelherbergi í heimi. Upptalningin gæti gagnast einhverjum þegar fram líða stundir.

10. Imperial svítan á Park Hyatt Vendôme í París

Borðstofan í svítunni er tvö hundruð fermetrar og svalirnar sextíu. Það er einnig bar, sauna og nuddbekkir á herberginu. Nóttin kostar um tæpar tvær milljónir íslenskra króna.

9. Konunglega svítan, Four Seasons George V, París

Rókokkó mublurnar eru allt í öllu á dýrasta herberginu á þessu lúxus hóteli í París. Anddyrið er úr hreinum marmara.

8. Royal Armleder svítan á Le Richemond hótelinu í Genf

Af risastórum svölunum er útsýni yfir borgina og Alpana. Það eru mósaík flísar á veggjum, fínustu tréfjalir á gólfum og í gluggunum eru skotheld gler. Sólarhringsdvöl kostar rúmar tvær milljónir króna.

7. Konunglega svítan, Burj Al Arab, Dubaí

Þeir sem leigja þessa svítu geta ráðið hvort þeir eru sóttir út á flugvöll í Rolls Royce eða þyrlu. Þegar inn er komið er svo nægt pláss því fermetranir eru tæplega átta hundruð og þar er meðal annars að finna lítinn bíósal. Á baðherberginum er allt merkt lúxus vörumerkinu Hermés.

6. Svítan á Ritz-Carlton hótelinu í Moskvu

Af nýríkum Rússum er nóg og því skal ekki undra að í höfuðborginni sé nægt úrval af glæsilegum hótelum. Svítan á Ritz ber þar af. Gestirnir þurfa ekki annað en að smella fingri ef þeir vilja snæða fimm rétta máltíð á meðan þeir virða fyrir sér útsýnið yfir Rauða torgið.

5. Brúarsvítan á Atlantis resort á Bahamas

Þessi tíu herbergja svíta hefur hýst marga fræga. Þar á meðal konung poppsins, Michael Jackson og nafna hans Jordan. Nóttin kostar sem samsvarar þremur milljónum íslenskra króna.

4. Konunglega penthouse svítan á President Wilson Hotel í Genf

Það eru sex baðherbergi en bara fjögur svefnherbergi á þessari svítu. Líkt og á svítunni á Le Richmond hótelinu í sömu borg þá eru einnig skotheldar rúður hér. Fjórar milljónir króna kostar ein nótt í þessu híbýlum sem hafa að geyma kokteilbar sem rúmar fjörtíu manns.

3. Ty Warner penthouse, Four seasons hótelið í New York

Sjónvarpssjúklingar fá eitthvað fyrir sinn snúð hér því loftnetið nær öllum sjónvarpsstöðvum í heiminum. Þeir sem vilja hins vegar frekar horfa út um gluggann geta notið útsýnisins yfir borgina. Það er líka flygill á svæðinu og einkaþjónn.

2. Palms Casino resort, Hugh Hefner loftkastalinn, Las Vegas

Þetta er herbergið fyrir þá sem eru tilbúnir til að punga út tæpum fimm milljónum króna til að komast í einhvers konar Playboy stemmningu. Úr heitapottinum er útsýni yfir hina glitrandi spilaborg Las Vegas. Í svefnherberginu snýst risastór rúm undir speglalofti. Lummulegra verður það varla.

1. Konunglega villan, Grand Resort Lagonissi í Aþenu

Það er þjónustufólk á hverju strái í dýrasta hótelherbergi í heimi. Þar er meira að segja píanóleikari sem hefur aðeins það hlutverk að leika óskalög fyrir gestina. Nóttin kostar rúmlega sex milljónir íslenskra króna og þar er  upphituð sundlaug og einkaströnd. Þeir sem vilja komast í tæri við þennan gríska lúxus geta bókað sig inn á ódýrasta herbergið á Grand Resort. Það kostar tæplega fimmtíu þúsund íslenskar.

Þessu tengt: Heimsins bestu gistiheimiliGroddalegur íburður

Heimild: The Telegraph – Mynd: Grand Resort

 

Share |

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …