Samfélagsmiðlar

Borg og baðströnd í einni ferð

Þegar utanlandsreisunum hefur fækkað er nauðsynlegt að nýta ferðina vel. Hér eru tíu áfangastaðir í Evrópu þar sem hægt er að komast í borgarferð og sólarstrandarferð á einum og sama staðnum.

 Það er mikill kostur að verja fríinu á stað þar sem hægt er að dýfa sér í volgan sjó eftir að hafa þrætt götur stórborgarinnar í glampandi sól. Og það er munaður að þurfa ekki að velja sér kvöldmat af myndamatseðli á metnaðarlausum strandbar og geta þess í stað sest niður á huggulegum veitingastað.

Hér er listi yfir borgirnar þar sem stutt er á ströndina.

Aþena
Ein elsta höfuðborg heims er sneisafull af stórmerkilegum sögufræðum stöðum, góðum grískum veitingastöðum og fjörugum næturklúbbum. Í rúmlega tuttugu kílómetra fjarlægð frá borgarmiðjunni er að finna ágætustu baðstrendur. Til dæmis Vouliagmeni. Það borgar sig að leggja á sig þriggja kortéra ferðalag þangað í stað þess að fara á strendurnar sem eru nær borginni. Þar er sjórinn nefnilega ekki nógu hreinn.

Þeir sem vilja frekar komast í kynni við gríska eyju geta fengið far með flugbáti frá hafnarbænum Piræus og út til Aegina. Siglingin tekur þrjátíu og fimm mínútur.  Það er auðvelt að komast frá Aþenu til Piræus með metró.

Barcelona
Önnur fjölmennasta borg Spánar er ljómandi fínn strandbær. Barceloneta hverfið liggur að Miðjarðarhafinu og þar kæla borgarbúa sig niður sjónum og njóta dagsins í ró og næði á ströndinni. Viljurðu komast aðeins lengra frá borginni getur þú tekið metró út til Villa Olímpica eða út til Marbella strandarinnar. Á milli strandarferða er kjörið að njóta þess að borða góðan mat í þessari fallegu borg. 

MEIRA: Vegvísir fyrir Barcelona

Berlín
Þær gerast vart meira spennandi borgirnar en Berlín því mikið hefur gengið þar á síðustu áratugi. Í dag geta ferðamenn notið þess að spóka sig um í þessari líflegu borg fyrir lítinn pening enda er verðlagið í Berlín mjög hagstætt. Því má reikna með því að maturinn á veitingahúsi kosti næstum því helmingi minna en sambærileg máltíð kostar í Skandinavíu eða Bretlandi. 

En þó Berlín liggji ekki við sjó er nóg af vötnum í nágrenninu þar sem aðstaða til sólbaða er góð, til dæmis Wannsee og Weisser See. Inn í miðri borg er líka að finna Badeschiff, 32 metra langa laug út í Spree ánni. Það eru einnig tuttugu og fimm strandbarir í Berlín.

Feneyjar
Gestir borgarinnar hafi það stundum á tilfinningunni að Feneyjar séu að drukkna í ferðamönnum. Þrátt fyrir ferðamannastrauminn er borgin heimsóknarinnar virði enda einstök á margan hátt. Frá miðborginni gengur vatnastrætó út til Lideo strandarinnar. Bátsferðin tekur um tíu mínútur.

FRAMHALD: Strendur í Kaupmannahöfn, Lissabon, Ljubljana, Nice, Split og Stokkhólmi

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …