Samfélagsmiðlar

5 bestu Spánarstrendurnar

Skríbentar ferðablaðsins The Sunday Times Travel birtu nýlega lista sinn yfir þær fimm strendurnar á Spáni sem þeim þykir skara framúr.

Hér á landi er áratugahefð fyrir sólarlandarferðum til Spánar og því fjöldi Íslendinga sem hefur marga fjöruna sopið í þessu vinsæla ferðamannalandi. Það eru því líklegt að einhverjir sakna sinna uppáhalds baðstranda á þessum lista The Times yfir bestu Spánarstrendurnar. En hvað með það, hér er listinn:

Cala Mondrago, Mallorca

Þeir sem leið eiga framhjá þessari strönd í suðausturhluta sólareyjunnar víðfrægu geta ólíklega staðist freistinguna að stinga fæti niður í hvítan sandinn og kæla sig í tærum sjónum. Fyrri ströndin kallast Fonts de n´Alis og hún nýtur mestra vinsælda. Þeir sem kjósa heldur fámennið geta gengið í átt að S´Amarador ströndinni þar sem fáir eru á ferð, jafnvel í ágúst þegar Mallorca er stútfull af túristum.

La Barrossa, Cadiz

Landsins bestu strandverðir passa upp á að gestirnir fari sér ekki á voða í ölduganginum við þessa fjölskylduvænu fjöru á hinni vindasömu suðurströnd Pýreneaskaga. Það er nóg pláss fyrir þá sem vilja liggja og lesa í sólinni og líka hina sem komnir eru til að hlusta á teknó um miðjan dag því La Barrossa er átta kílómetrar að lengd. Ólíkir hópar þurfa því ekki að taka tillit til hvors annars.

 

Barceloneta, Barcelona

Barceloneta hverfið er í um það bil korters göngufjarlægð frá miðbæ Barcelona. Þar er að finna baðstrendur sem blaðamenn The Times telja óhikað vera meðal þeirra betri jafnvel þó það séu híbýli milljóna manna hinum megin við pálmatréin. Úrval góðra veitingastaða er auðvitað framúrskarandi á þessum slóðum enda eru veitingamenn í Barcelona þekktir fyrir að standa fyllilega undir kröfum sælkera.

TENGDAR GREINAR: Barcelona bragðast beturVegvísir fyrir Barcelona

 

La Concha, San Sebastian

Glysgjarnir Spánverjar spássera um strandgötuna í San Sebastian í baðfötum sem eru vel merkt heimsþekktum tískuvöruframleiðendum. Einu sinni á ári fyllist svo bærinn og La Concha ströndin af Hollywood stjörnum þegar hin árlega kvikmyndahátíð borgarinnar er haldin. Reyndar ættu sólböð að mæta afgangi hjá ferðafólki í San Sebastian enda er hún eitt höfuðvígi pintxosins, basknesku útgáfunnar af tapas. 

TENGDAR GREINAR: Smáréttasvall að hætti Baska

 

Cala D’Aiguafreda, Katalóníu

Strandarsandur getur verið pirrandi fyrirbæri sérstaklega ef engin sturta er við strandlengjuna. Við Cala D´Aiguafreda er hins vegar óþarfi að leita að sturtu því þar flatmagar fólk á klöppunum sem við liggja við sjóinn. Skógurinn allt í kring veitir gott skjól fyrir vindum sem er ekki endilega kostur því þá getur hitinn orðið ansi mikill. En svalur sjórinn er þá innan seilingar og samkvæmt The Times er hann tær eins og Bombay Saphire gin.

NÝJAR GREINAR: Hótel frá náttúrunnar hendi

 

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …