Samfélagsmiðlar

Lestarferðalag aftur í tímann

El Expreso de la Robla er ný lest í gömlum búningi sem keyrir á sögufrægu spori milli Bilbao og Leon í norðurhluta Spánar.

Lestir eru framandi ferðamáti fyrir okkur flest hér á landi. Og sennilega eru þeir ekki ýkja margir Íslendingarnir sem lagst hafa í löng lestarferðalög.  Á Spáni njóta þess háttar reisur vinsælda og El Expreso de la Robla er góður kostur fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt án þess þó að kosta of miklu til. Túristi gerði sér far með lestinni nýverið.

Fyrir unnendur Spánar

Þeir sem fá far með El Expreso de la Robla hafa um leið skráð sig í fjögurra daga skoðunarferð um héruð sem áður voru ein helstu námuvinnslusvæði Spánar. Ferðalagið byrjar og endar í Bilbao en þaðan er keyrt í vestur til borgarinnar Leon og svo tilbaka. Á leiðinni er stoppað á litlum lestarstöðvum þaðan sem farið er í stutta túra út í sveitirnar. Farþegarnir snúa svo tilbaka til lestarinnar margs fróðari um námuvinnslu, uppstoppuð dýr, Rolls Royce bíla, dropahella og gerð baskahúfa. Fjölbreytnin er því töluverð en rauði þráðurinn enginn. Óhætt er að segja að þetta sé ferðalag fyrir þá sem hafa margsinnis ferðast um Spán en eiga eftir að kynna sér þennan hluta landsins eða vilja krydda ferðalagið til Bilbao.

TENGT EFNI: Smáréttasvall að hætti Baska

Þægilega gamaldags

Farþegavagnar El Expreso de la Robla eru innréttaðir í anda millistríðsáranna og um borð er reynt að endurvekja þá stemmningu sem ríkti í fínni farþegalestum á blómatíma þeirra á fyrri hluta síðustu aldar. Fínt klæddir þjónar bera fram drykki á silfurbökkum til farþegana sem sitja við dúkalögð borð eða  í leðursófum og njóta útsýnisins út um gluggann. Daðrið við fortíðina nær þó ekki mikið lengra því í svefnvögnunum eru allir klefarnir útbúnir ágætustu baðherbergjum og skoðunarferðirnar eru farnar í nýmóðins rútum. Og að sjálfsögðu er hægt að komast á internetið hvenær sem er.  

Ekkert léttmeti

Spánverjar eru mikil matarþjóð og farþegar El Expreso de la Robla fá góða sýn á matarkúltúr svæðisins. Máltíðirnar samanstanda nefnilega eingöngu af réttum sem eiga sér ríka hefð í norðrinu. Þar hefur fólk lengi vanist því að vinna við erfið skilyrði og kulda og því eru réttirnir ekkert megrunarfæði heldur kraftmiklir pottréttir og spikaðar súpur. Það snýr því enginn svangur úr ferðinni, svo mikið er

Ferðalag með El Expreso de la Robla kostar frá 595 evrum sem samsvarar um nítíu og fimm þúsund íslenskum krónum. Innifalið eru þrjár máltíðir á dag, skoðunarferðir og að sjálfsögðu gistingin um borð í lestinni. Á heimasíðu lestarfyrirtækisins FEVE má fá nánari upplýsingar um ferðina.

NÝJAR GREINAR: Aukin ferðagleði í kjölfar taps á HM


Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …