Samfélagsmiðlar

Gistiheimilin með ánægðustu gestina

Líkt og undanfarin ár þykja gistihúsin í Lissabon skara fram úr. Hér eru þau þrjú bestu í heimi og einnig þau sem best í borgunum sem við Íslendingar sækjum oft heim.

Góð gistiheimili eru í flestum tilfellum betri kostur fyrir túrista en úr sér gengin hótel í ódýrari kantinum. Þjónustan er alla jafna persónuleg, staðsetningin góð og heimilislegur blær yfir aðstöðunni en þó verða allir að vera tilbúnir til að deila baðherbergi með hinum.

Á heimasíðunni Hostelworld er hægt að bóka ódýra gistingu í flestum löndum og um leið lesa dóma og einkunnir frá fólki sem hefur dvalið hefur á viðkomandi stöðum. Árlega verðlauna aðstandendur síðunnar bestu gistiheimilin og í ár, líkt og í fyrra, eru þau þrjú bestu í höfuðstað Portúgals. Listinn er byggður á meira en einni milljón umsagna ferðamanna.

Þessi þrjú þykja þau bestu í heiminum og þau eru öll í Lissabon:

  1. Traveller´s House. Þriðja árið í röð er Traveller´s House í Baixa hverfinu, hjarta borgarinnar, valið það besta í heimi. Ódýrustu herbergin eru á 25 evrur en svefnplássin frá 15 evrum með morgunmat.

  2. Lisbon Lounge house. Er líka í Baixa hverfinu, sem er þó ekki skemmtilegasti hluti borgarinnar en ákaflega hentugur fyrir á sem eru í Lissabon í fyrsta skipti. Beddinn kostar 18 evrur en tveggja manna herbergi fimmtíu. Morgunmaturinn fylgir.

  3. Living Lounge. Smekklegt gistiheimili rétt við Baixa-Chiado metróstöðina og í stuttu göngufæri frá hinu líflega Biarro Alto hverfi. 

Hér eru svo þeir gististaðir sem fá mesta lofið í nokkrum af þeim borgum sem við getum flogið beint til frá Keflavík:

Amsterdam: Flying Pig Downtown –  Það er víst alltaf glatt á hjalla á þessu vinsæla gistihúsi við aðallestarstöðin í Amsterdam þar sem gistingin kostar a.m.k. 15 evrur.

Barcelona: Sant Jordi Arago – Þar deila gestirnir herbergjum og kostar beddinn um 27 evrur á sumrin.

Berlín: Raise a Smile Hostel –  Gisthús í Friedrichshain sem rekið er af mannúðarsamtökum frá Zambíu. Ódýrustu tveggja manna herbergin á rúmar fimmtíu evrur en rúm í stærri herbergjunum kostar frá 9 evrum.

Kaupmannahöfn: Zleep in heaven – Aðeins þeir sem eru á aldrinum 16 til 35 ára mega gista á þessu vinsæla gistihúsi á Norðurbrú.

London: YHA London Central – Sjá grein Túrista um þetta farfuglaheimili í nágrenni við Oxford stræti.

Stokkhólmur: City Backpackers – Frítt pasta og sauna á hverju kvöldi.

TENGDAR GREINAR: Bestu hótelinGist ódýrt en með stæl í New York
NÝJAR GREINAR: Ódýrustu borgarferðirnar um páskana
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á hótelíbúðum í Berlín

Mynd: Traveller´s House

Bookmark and Share

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …