Samfélagsmiðlar

Fallegasta þorpið í Danmörku

Gömul verstöð á eyjunni Fanø í Norðursjó er fallegasti bærinn í Danmörku að mati landsmanna

Þeir byggðu sér reisuleg múrsteinshús, með háum stráþökum, skipstjórarnir í bænum Sønderho á blómatíma seglskipanna. Rúmlega sjötíu þeirra standa ennþá í dag og þorpsmyndin er því mjög heilleg í þessu litla kauptúni eyjunni Fanø, sem fékk nýverið flest atkvæði í valinu á fallegasta smábænum í Danmörku.

Líf og fjör á sumrin

Með tilkomu gufuskipanna var fótunum kippt undan byggðinni í Sønderho og í dag búa þar aðeins rúmlega þrjú hundruð manns. Á sumrin fjölgar þó íbúunum talsvert því mörg gömlu húsanna eru nýtt sem sumarbústaðir. Fanø er líka vinsæll fer

ðamannastaður og þeir sem þangað koma geta vart annað en gefið sér smátíma í að rölta um hlykkjóttar götur Sønderho og virt fyrir sér þessa fallegu mannabústaði. Útsýnistúrnum er tilvalið að slútta á krá bæjarins, Sønderho kro, sem er nærri þrjú hundruð ára gömul og ein sú elsta í Danmörku.

Á kránni er að finna gistiheimili með nokkrum mjög huggulegum herbergjum sem leigð eru á 1000 til 1800 danskar á nótt.

15 kílómetra löng baðströnd

Um leið og sjórinn er nógu heitur fyrir sjóböð fjölgar farþegunum í ferjunni frá Esbjerg. Baðstrendur eyjunnar eru nefnilega ekki síður vinsælar en bæirnir hjá ferðafólki. Vatnið er víða aðgrunnt og aðstaðan því mjög góð fyrir börn sem geta auðveldlega buslað í sjávarmálinu

Á vesturströndinni er fimmtán kílómetra löng sandströnd þar sem flugdrekar og skútur eru áberandi því það getur orðið vindasamt á þessum hluta eyjunnar sem snýr út að Norðursjó.

Það tekur aðeins 12 mínútur að sigla út í Fanø frá Esbjerg. Þangað er hægt að taka með sér bíl eða bara leigja hjól þegar út í eyju er komið. Það er því lítið mál að gera stopp í Fanø á ferðalagi um Jótland.

Þar er líka nóg af sumarhúsum til leigu (sjá hér) fyrir þá sem vilja njóta sælunnar í fallegasta plássinu í Danaveldi lengur en dagspart.

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:


 

TENGDAR GREINAR: Flug og hjól á Jótlandi
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Myndir: Danmark Media Center og Visit Fanø


Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …