Samfélagsmiðlar

Hvað kostar að fylgja U-21 landsliðinu til Jótlands?

Hér eru þrjár hugmyndir að fótboltaferðum til Jótlands í sumar.

Í júní gefst sjaldgæft tækifæri til að fylgjast með íslensku karlalandsliði í úrslitakeppni stórmóts þegar U-21 landsliðið tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku.

Fyrsti leikur liðsins er í Árósum þann 11. júní og þriðji og síðasti leikurinn í riðlakeppninni er viku síðar í Álaborg. Úrslitaleikurinn sjálfur er þann tuttugasta og fimmta.

Hér eru þrjú dæmi um hvernig hægt er að komast í stúkuna og hvað það kostar.

Tveir leikir í riðlakeppninni – flug og miðar á 43 þúsund.

Ef flogið er með Icelandair til Billund 13. júní og heim viku síðar kostar flugið 40.280 (verð í dag, 28.apríl). Ódýrustu miðarnir á leikina kosta 70 danskar (um 1100 íslenskar) ef þeir eru keyptir á Billetnet.

Frá Billund flugvelli gengur rúta til Árósa nokkrum sinnum á dag. Fargjaldið er 180 danskar (tæpar 4000 íslenskar).

Allir leikirnir í riðlakeppninni – flug og miðar á 51 þúsund

Það hentar betur að fljúga með Icelandair til Billund fyrir þá sem vilja sjá alla þrjá leikina í riðlakeppninni en Iceland Express. Með Icelandair kostar flugið 11. til 20. júní 48.280 kr. (verðið í dag, 28.apríl). Síðan tekur við ferðalag frá Billund til Árósa eins og í dæminu á undan.

Einnig er hægt að fljúga til Kaupmannahafnar 11. júní og heim þann nítjánda. Með því að kaupa næturflug með Icelandair, aðfararnótt ellefta júní, kostar miðinn 41.390 eða tæpum sjö þúsund krónum minna en hjá Iceland Express sömu daga. Þeir sem fara þessa leið geta tekið lestina frá Kastrup og til Árósa sem tekur þrjá tíma og svo tilbaka frá Álaborg um miðnætti 18. júní, kvöldið fyrir flug. Þá má reyndar lítið út af bregða því lestin frá Álaborg rennir í hlað á Kastrup flugvelli tæpum tveimur tímum fyrir brottför flugvélarinnar. Ef lestarmiðar eru pantaðar á vef DSB með góðum fyrirvara kostar farið fram og tilbaka í kringum 800 danskar (18.000 íslenskar).

Allt mótið – Flug og miðar á 60 þúsund

Þeir sem trúa því að íslenska liðið fari langt í mótinu vilja síður þurfa að fara heim þegar riðlakeppnin er búin. Dagana 11. til 27. júní kostar flugið til Billund með Icelandair rúmar 55 þúsund. En ef farið er í gegnum Kaupmannahöfn (heimferð 26. júní) kostar farið með báðum félögum um fjörtíu og níu þúsund. Flug Iceland Express til Álaborgar nýtist ekki fótboltaáhugamönnum vel því aðeins er flogið á miðvikudögum frá 15. júní.

Ekki gleyma gistingunni

Hótelkostnaður vegur þungt á ferðalaginu en þeir sem vilja gista sem ódýrast geta pakkað niður tjaldi eða gist á farfuglaheimilum Danhostel. Gistihúsin á vef Bedandbreakfast.dk eru líka ódýr eða frá 300 dönskum fyrir tveggja manna herbergi. Af hótelunum þá eru fáir sem bjóða betur en Cabinn, Zleep í Álaborg og City Sleep-in í Árósum þar sem tveggja manna herbergi með baði kostar 750 danskar (16600 kr).

TENGDAR GREINAR: Þúsund íslenskir útlendingar sóttir heim og Íslendingar á heimavelli á Jótlandi
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Myndasafn KSÍ

 

 

 

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:


Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …