Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Ólafar Nordal

Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins gleymir stundum að pakka niður því nauðsynlegasta þegar hún fer til útlanda en man þó alltaf eftir að taka með sér bækur. Hér rifjar hún upp ferðalög sín til útlanda.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:
Ég er alin upp í stórum systkina hóp þar sem ekki gafst oft tilefni til að vera ein með pabba og mömmu. Þess vegna er mér mjög minnistæð ferðin sem ég fór með þeim til London rétt efir fermingu – ég fékk nefnilega að fara alein með þeim.  Það var mjög skemmtileg ferð. London er í miklu uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni, ekki síst foreldrum mínum, af því að þau bjuggu þar á námsárum sínum – og þekkja borgina því mjög vel.  Síðan hef ég farið ótal sinnum þangað, á tímabili bjó systir mín þar og ég heimsótti hana marg oft sem og móðursystur mína en hún hefur búið í Énglandi áratugum saman. London er fjölbreytt og skemmtileg borg sem alltaf er gaman að heimsækja. Það er ekki síst skemmtilegt fyrir krakka að fara til stórborga heldur en að fara í hefðbundnar sólarferðir.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Ég hef farið í margar skemmtilegar ferðir til útlanda. Bæði í leik og starfi.  Það er auðvitað þannig, að skemmtilegustu ferðirnar eru þær sem maður fer með sínum nánustu – fjölskyldu og vinum. Við Tómas höfum í tvígang farið í afar skemmtilegar ferðir í tilefni stórafmæla í fjölskyldunni. Í fyrra sinnið þegar tengdafaðir minn varð sextugur og hið síðara í tilefni áttræðisafmælis pabba míns.  Þær ferðir voru báðar tvær frábærar og mjög eftirmninnanlegar. Önnur ferðin var til Ítalíu og bjuggum við á mjög skemmtilegum stað rétt fyrir utan Feneyjar.  Það er ótrúlegt að vera í Feneyjum, ferðast um á bátum og njóta fegurðinnar þar. Magnaðar byggingar, söfn og listaverk út um allt.  Fyrir utan hvað það er skemmtilegt að sjá lögreglubát og sjúkrabát en ekki bíla! Vonandi tekst Ítölum að varðveita þessa borg en það er fjarri því að vera einfalt mál að halda við byggingum við þær aðstæður sem þar eru.

Verst heppnaða utanlandsferðin:
Ég get varla sagt að ég hafi farið í leiðinlega utanlandsferð. Alltaf verið mjög skemmtilegt og mér finnst óskaplega gaman að ferðast og skoða heiminn. Alltaf einhver njálgur í mér og í huganum er ég stanslaust að hugsa um ferðir til útlanda þótt ekki verði nú alltaf úr öllum þeim áformum! Ég man þó eftir einni ferð sem ég fór þegar ég var í lagadeildinni til Póllands. Ég fór til að hitta pólska laganema og heimsækja háskólann þar. Ferðin sjálf var mjög góð, ég kynntist skemmtilegum krökkum og félagsskapurinn var fínn. En ég gleymi aldrei flugferðinni þangað. Ég flaug frá London með flugfélagi sem hét Lotair, og ég hefði kannski átt að lesa betur í nafnið áður en ég lagði af stað! Flugvélin var hundgömul fyrrverandi airoflot vél, varla hægt að tala um að almennileg sæti hafi verið í vélinni, frekar svona klappstólar og eina sem boðið var upp á að drekka var djús og vodka! Og kannski var það ekki að ástæðulausu því vélin var nánast að hrynja. Ég kom náföl út úr þessari flugferð og fann í fyrsta skipti fyrir flughræðslu sem hefur aðeins elt mig síðan.

Tek alltaf með í fríið:
Bækur. Ég gleymi oft því nauðsynlegasta en ég man alltaf eftir því að taka með mér eitthvað að lesa. Manninum mínum finnst ég yfirleitt alveg vanbúin þegar við leggjum af stað, hjá okkur er það þannig að hann pakkar öllu sem pakka þarf og gleymir aldrei neinu.  Ég á það hins vegar til að mæta út á flugvöll nánast með handtösku og þarf svo að fara beint í búð að kaupa hitt og þetta sem gleymdist heima.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:
Það var reyndar ekki í fríi heldur þegar við bjuggum í Ameríku á námsárunum. Við vorum auðvitað skítblönk eins og gerist og gengur og áttum algjöran bílskrjóð sem við ferðuðumst á um allt – framan af. Svo gerðist það eina nóttina, þegar við vorum á leið frá Iþöku þar sem við bjuggum í helgarfrí til Kanada – að bíllinn dó. Og á versta stað. Við sátum sem sagt föst á brú um miðja nótt rétt fyrir utan Buffalo með bílinn fullan af börnum og allt í pati. Það var heilmikið vesen að komast út úr þessari vitleysu. Við ákváðum hins vegar í kjölfarið að hætta að keyra bílinn nema innanbæjar og tókum síðan bílaleigubíl þegar flökkueðlið kallaði.

Besta maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Þessu er eiginlega ekki hægt að svara – maður er bara alltaf að borða góðan mat. Ég segi frekar að besti maturinn sé í hádeginu á virkum degi – þegar vinnandi fólk í útlöndum er að fara aftur í vinnunna en við, sem erum í fríi sitjum áfram og njótum lífsins. Þá panta ég iðulega creme brule sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ég get þó sagt að ég fékk ótrúlega góðan mat á indverskum stað sem heitir Amma í New York í haust – magnaður matur á látlausum stað – nánast eins og að sitja í stofu heima hjá fólki. Það vakti athygli okkar að það voru mest Indverjar sem sátu þarna og ætli megi ekki segja að það séu meðmæli með staðnum.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:
New York. Hún er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Við reynum að fara þangað mjög reglulega og mér finnst það eiginlega lífsnauðsynlegt. Við kynntumst henni meðan við bjuggum úti og við njótum hennar alveg í botn.

Draumafríið:
Draumafríið mitt er bara næsta frí. Að komast aðeins í burtu úr amstrinu heima með mínu liði er bara draumur í dós. Einhvern tímann læt ég verða að því að fara í safarí ferð til Afríku, nokkuð sem mig hefur alltaf dreymt um að gera. Ég er spennt fyrir framandi stöðum og langar mikið að ferðast um fjarlægar álfur. Hvort sem er til að kynnast öðrum menningarheimum, aldinni menningu eða náttúrunni sem mig langar að sjá í svona safarí ferð. Það hafa ekki verið tækifæri til að heimsækja alla þessa framandi staði enn sem komið er en við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér!

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …