Samfélagsmiðlar

10 ferðamannastaðir í útrýmingarhættu

New York er einn þeirra tíu staða sem eiga á hættu að missa sérkenni sín.

Árlega tekur tímaritið Wanderlust saman lista yfir þá tíu ferðamannastaði sem taldir eru á góðri siglingu með að heyra sögunni til, alla vega í núverandi mynd.

Svona lítur listinn út:

1. Riga, Lettlandi.

Breskir ferðamenn í partígír leggja undir sig hina fallegu miðborg Riga um helgar. Ódýrt áfengi, strípiklúbbar og tækifæri til að láta vaða af kalasjnikov rifli heilla Tjallana en um leið eiga aðrir erfitt með að fóta sig í miðbænum.

2. Topparnir þrír í Bretlandi.

Að ná upp á topp hæstu fjalla Skotlands, Wales og Englands á einum sólarhring er vinsæl iðja í Bretlandi. Því miður fylgir þessum fólksfjölda rusl, hávaði og skemmdir á nátturunni.

3. Borough markaðurinn í London.

Það eru ekki bara járnbrautaframkvæmdir sem ógna þessum uppáhalds matarmarkaði Jamie Oliver heldur líka allir þessir ferðamenn sem markaðinn sækja. Þeir eru nefnilega flestir komnir til að skoða og taka myndir en ekki til að kaupa inn. Viðskiptin blómstra því ekki sem áður.

4. Wadi Rum í Jórdan.

Komst í sumar inn á heimsmynjalista Unesco og ekki var það til að draga úr vinsældunum. En því miður gerir eyðimörkin heimamönnum erfitt fyrir að koma upp almennilegri aðstöðu fyrir ferðafólkið.

5. Virunga þjóðgarðurinn í Lýðveldinu Kongó.

Hermenn, pólitíkusar og olíufurstar ógna tilveru þessa elsta þjóðgarðar í Afríku sem jafnframt er heimkynni stórs hluta af þeim fjallagórillum sem eftir eru.

6. New York.

Fleiri ferðamenn láta taka myndir sér fyrir framan Apple búðina á fimmtu breiðgötu en við Frelsisstyttuna og nú er verið að skipta út gömlu, gulu leigubílunum fyrir praktíska Nissan bíla. Þetta tvennt kemur heimsborginni á þennan vafasama lista Wanderlust.

7. Coruh áin í Tyrklandi.

Straumþung áin rennur niður eftir djúpum og þröngum gilum og þangað fjölmenna áhugamenn um rafting. En stjórnvöld vilja beisla vatnsorkuna á svæðinu og hafa nú þegar reist tvær stíflur og aðrar ellefu eru á teikniborðinu.

8. Gömlu hverfin í Peking.

Í elstu borgarhlutum Peking standa aldargömul hús við þröngar götur og stíga. Þessar fornu byggðir eru enn og aftur í hættu enda vilja ráðamenn í Kína ólmir reisa á lóðunum skýjakljúfa.

9. Lamu, Kenýa.

Á þessari eyju, rétt við strönd Kenýa, er margt frumstætt og asnar sjá að mestu um fólks- og vöruflutninga. Þrátt fyrir það nýtur Lamu vinsælda meðal kóngafólksins og þeirra frægu. En eyjan mun missa töluvert af sjarma sínum ef eitthvað verður af byggingu risastórrar olíuskipahafnar við eyjuna.

10. Madagaskar.

Hin óviðjafnanlega gróðursæld á Madagaskar er í hættu vegna óróa, spillingar og ofnýtingar.

TENGDAR GREINAR: 10 vinsælustu ferðamannalöndin
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Shark Attacks/Creative Commons

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …