Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar ferðamálastjóra

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, er víðförul kona sem lætur sig dreyma um frekari ferðalög til framandi landa. Hún segir hér frá ferðum sínum út fyrir landssteinana.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ég fluttist ásamt fjölskyldu minni til Bandaríkjanna þegar ég var fjögurra ára, þegar foreldrar mínir fóru í sérnám, hvort á sínu sviði. Ég man auðvitað ekkert eftir ferðinni sjálf, en hún er þeim mun minnisstæðari foreldrum mínum, vegna þess að þegar á Kennedyflugvöll kom og á meðan þau biðu eftir farangrinum, þá hvarf ég. Þegar þau voru búin að ræsa allt eftirlitskerfið á flugvellinum í leit að mér kom ég trítlandi; þau höfðu sem sé kennt mér að greina merki og enskt orð fyrir kvennasalerni – og ég brugðið mér afsíðis. Mér fannst þetta víst ekkert tiltökumál sjálfri, en þarna sýndi sig enn og aftur að örlítil þekking getur verið hættuleg í óvitahöndum.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Augsýnilega hlýtur best heppnaða utanlandsferðin að vera þegar ég fór til fundar við dóttur mína í Kína árið 2004 – í það minnsta hefur enginn ferðamaður borið jafn mikil verðmæti með sér heim og ég gerði þá.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Nú er af ýmsu að taka, en líklegast er það þegar mér var boðið að halda erindi á heimsþingi UNESCO um lífsiðfræði í Gíjón, fékk alvarlega magaflensu skömmu eftir komuna, lá veik megnið af tímanum og tókst svo að ata mig tjöru í andlitinu kvöldið áður en ég átti að halda erindið. Löng saga.

Tek alltaf með í fríið:

Höfuðljós (algerlega ómissandi þegar ferðast er til landa þar sem rökkrið líður á örskotsstundu); góð lesning; minnisbók; magatöflur og spritt (sjá hér að ofan).

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Tengist þótt ótrúlegt megi virðast ekki Gíjón, heldur Malawivatni og verður ekki rakin hér.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Hvernig er hægt að gera upp á milli steiktra lirfa í Victoria Falls, Dúrían ávaxtar hjá götusala í jaðarhverfi Singapúr eða kaldra franskra kartaflna gegnum rútuglugga við landamæri Malawi og Mósambík? Kannski ekki bestu máltíðirnar, en eftirminnilegar. Ætla samt að nefna morgunverð á sushistað í Tokyo, eftir að hafa vaknað kl. 4 að morgni til að skoða japanskan fiskmarkað. Ógleymanlegt.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Allir staðir veraldar sem ég á eftir að heimsækja. Og þeir eru margir.

Draumafríið:

Þau eru mörg!

Löng heimsókn til Kína með dóttur minni

Gönguferð um Nepal

Yfirreið um Indland

Ferð um Vestur-Afríku

Þvælingur um suðurhluta Afríku með viðkomu á Kilimanjaro og Zanzibar

Upplifunarferð til Suður-Ameríku

Sigling um eyjar Karibíska hafsins

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …