Samfélagsmiðlar

Bestu verslunarborgir Evrópu

Hvergi er betra að versla en í London samkvæmt sérfræðingunum.

Búðaráp er hluti af utanlandsferðum flestra og sumir fara jafnvel gagngert til útlanda til að versla. Þeir sem ætla í þess háttar ferð ættu að kaupa sér far til London því hún er sú borg sem fær hæstu einkunn hjá sérfræðingum tímaritsins Economist. Þeir hafa vegið og metið þrjátíu og þrjár evrópskar borgir með tillitil til þess hversu vel þær henta fyrir verslunarleiðangra. Reykjavík er ekki ein af þeim.

Borgunum voru gefnar einkunnir eftir því hversu verðlagið var gott og búðirnar fjölbreyttar. Standardinn á almenningsamgöngum, gististöðum og menningarlífinu skipti líka máli sem og loftslagið. Breski höfuðstaðurinn rétt marði spænsku borgirnar Madrid og Barcelona en þær tvær þóttu taka London fram hvað varðar þægilegheit en áttu ekkert í úrvalið í bresku búðunum.

Listinn yfir bestu verslunarborgirnar:

1. London  67,3 stig
2. Madríd 67,1 stig
2. Barcelona 67.1 stig
4. París  65,5 stig
5. Róm  62,3 stig
6. Berlín  62,3 stig
7. Lissabon  61,6 stig
8. Amsterdam  61,3 stig
9. Prag  59,7 stig
10. Búdapest  59,6 stig
11. Mílanó  59,3 stig
12. Vín  59,1 stig
13. Istanbúl  58,4 stig
14. Dublin  57,6 stig
15. Bruxelles 56,8 stig
16. Aþena  56,2 stig
17. Munchen  55,5 stig
18. Kaupmannahöfn  54,1 stig
19. Moskva 53,9 stig
20. Stokkhólmur  53,4 stig
20. Hamburg  53,4 stig
22. Lyon  53,3 stig
23. Bratislava  52,3 stig
24. Sofía  52,2 stig
24. Búkarest  52,2 stig
26. Kiev 51,4 stig
26. Edinborg  51,4 stig
28. Varsjá  50,9 stig
29. St. Pétursborg  49,1 stig
30. Helsinki  48,2 stig
31. Belgrad  43,6 stig
32. Ósló  43,1 stig
33. Genf 41,0 stig

NÝJAR GREINAR: Við höfum úr mestu að moða í Þýskalandi
TENGDAR GREINAR: 10 bestu evrópsku borgirnar fyrir matgæðinga

Heimild: The Economist Intelligence Unit Limited 2011
Mynd: visitlondonimages/ britainonview/ Pawel Libera

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …