Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Steinars Braga

Rithöfundurinn Steinar Bragi Guðmundsson hefur flakkað um framandi slóðir og lætur sig dreyma um að fara í siglingu með skipstjóra á tréfæti. Nýjasta bók Steinars Braga, Hálendið, kom út fyrir jólin og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:
Til Kaupmannahafnar með foreldrum mínum. Ég man eftir eldum sem brunnu úti í myrkrinu frá samkomum Hell´s Angels og tveimur gengjum sem slógust með vatnsbyssum fyrir framan stúdentagarðinn. Á sunnudögum skreið ég um samkomusal íslenskra stúdenta í leit að gylltum bikurum sem voru greyptir í kork á flöskum og gaf dúkkunni minni, öldruðum sjóræningja.

Best heppnaða utanlandsferðin:
Til Bago, skammt norðan við Yangon í Myanmar. Þar er mikið af nýmáluðum liggjandi búddum, kræklóttum hofum, og fjögur þúsund uppljómaðar mannverur, helmingi fleiri á fimmta stigi uppljómunar og þrefalt fleiri á sjötta. Yangon er líka spennandi, sem útlegging á stefnu stjórnvalda um að láta þjóð sína gossa og höfuðborgina grotna niður. Hershöfðingjar landsins hafa byggt nýtt samfélag til hliðar við hitt þar sem engir fátæklingar eru, engir gamlingjar, engar beljur eða hestvagnar á spánnýjum hraðbrautum, enginn í spánnýjum raðhúsunum eða kringlum nýju höfuðborgarinnar sem ég man ekki hvað heitir. Myanmar er vel spennandi. Algjörlega ómótstæðilegt fyrir þá sem nenna ekki að lesa 1984 e. Orwell heldur lifa hana.

Verst heppnaða utanlandsferðin:
Flug, lest, rúta, sigling, rúta og leigubíll – tuttugu klukkustunda ferðalag til að skjótast á finnlandssænska eyju til að sitja hálftíma spjall á bókmenntafestivali. Fara svo heim sömu leið daginn eftir, án þess að sjá nokkuð, yfirleitt sofandi.

Tek alltaf með í fríið:
Sem minnst.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Að missa stjórn á skapi sínu við einhvern sem reynist hafa verið að hjálpa. Þurfa að leita til hans aftur. Að stíga á bananahýði og hrasa, grípa um mjöðm ókunnugrar konu um leið og mávur skeit á hausinn á mér.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:
Súpa úr sogæðakerfi einhyrnings í Nepal, með fljótandi svölueggjum og lótusblöðum.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:
Sipadan-eyja, við strendur malæsísku Borneó. Góður staður til köfunar, heilmargar tegundir af kóral, margir litir, páfagaukafiskar í hjörðum, skjaldbökufjölskyldur, hákarlar og kátir smáfiskar. Skammt frá ströndinni brotnar landgrunnið þverhnípt niður á margra kílómetra dýpi. Ef sest er á brúnina og beðið sjást hvalir líða gegnum myrkrið.

Draumafríið:
Ég hef áráttukenndar hugsanir um skíðaferðalag í Ölpunum. Ég kann ekki á skíði en ímynda mér að það sé skemmtilegt að fara niður, niður og niður. Heilu dagana niður. Ég er líka spenntur fyrir skemmtiferðaskipum, þeim sem sigla allan hringinn, hring eftir hring eftir hring. Með buffet, tómum börum og skipstjóra á tréfæti.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar Ingunnar SnædalFerðaminningar Magnúsar Orra SchramFerðaminningar Guðrúnur Helgadóttur
NÝJAR GREINAR: Ekki svo einfalt með Easy Jet Við höfum úr mestu að moða í Þýskalandi

Mynd: Forlagið

 

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …