Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Steinars Braga

Rithöfundurinn Steinar Bragi Guðmundsson hefur flakkað um framandi slóðir og lætur sig dreyma um að fara í siglingu með skipstjóra á tréfæti. Nýjasta bók Steinars Braga, Hálendið, kom út fyrir jólin og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:
Til Kaupmannahafnar með foreldrum mínum. Ég man eftir eldum sem brunnu úti í myrkrinu frá samkomum Hell´s Angels og tveimur gengjum sem slógust með vatnsbyssum fyrir framan stúdentagarðinn. Á sunnudögum skreið ég um samkomusal íslenskra stúdenta í leit að gylltum bikurum sem voru greyptir í kork á flöskum og gaf dúkkunni minni, öldruðum sjóræningja.

Best heppnaða utanlandsferðin:
Til Bago, skammt norðan við Yangon í Myanmar. Þar er mikið af nýmáluðum liggjandi búddum, kræklóttum hofum, og fjögur þúsund uppljómaðar mannverur, helmingi fleiri á fimmta stigi uppljómunar og þrefalt fleiri á sjötta. Yangon er líka spennandi, sem útlegging á stefnu stjórnvalda um að láta þjóð sína gossa og höfuðborgina grotna niður. Hershöfðingjar landsins hafa byggt nýtt samfélag til hliðar við hitt þar sem engir fátæklingar eru, engir gamlingjar, engar beljur eða hestvagnar á spánnýjum hraðbrautum, enginn í spánnýjum raðhúsunum eða kringlum nýju höfuðborgarinnar sem ég man ekki hvað heitir. Myanmar er vel spennandi. Algjörlega ómótstæðilegt fyrir þá sem nenna ekki að lesa 1984 e. Orwell heldur lifa hana.

Verst heppnaða utanlandsferðin:
Flug, lest, rúta, sigling, rúta og leigubíll – tuttugu klukkustunda ferðalag til að skjótast á finnlandssænska eyju til að sitja hálftíma spjall á bókmenntafestivali. Fara svo heim sömu leið daginn eftir, án þess að sjá nokkuð, yfirleitt sofandi.

Tek alltaf með í fríið:
Sem minnst.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Að missa stjórn á skapi sínu við einhvern sem reynist hafa verið að hjálpa. Þurfa að leita til hans aftur. Að stíga á bananahýði og hrasa, grípa um mjöðm ókunnugrar konu um leið og mávur skeit á hausinn á mér.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:
Súpa úr sogæðakerfi einhyrnings í Nepal, með fljótandi svölueggjum og lótusblöðum.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:
Sipadan-eyja, við strendur malæsísku Borneó. Góður staður til köfunar, heilmargar tegundir af kóral, margir litir, páfagaukafiskar í hjörðum, skjaldbökufjölskyldur, hákarlar og kátir smáfiskar. Skammt frá ströndinni brotnar landgrunnið þverhnípt niður á margra kílómetra dýpi. Ef sest er á brúnina og beðið sjást hvalir líða gegnum myrkrið.

Draumafríið:
Ég hef áráttukenndar hugsanir um skíðaferðalag í Ölpunum. Ég kann ekki á skíði en ímynda mér að það sé skemmtilegt að fara niður, niður og niður. Heilu dagana niður. Ég er líka spenntur fyrir skemmtiferðaskipum, þeim sem sigla allan hringinn, hring eftir hring eftir hring. Með buffet, tómum börum og skipstjóra á tréfæti.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar Ingunnar SnædalFerðaminningar Magnúsar Orra SchramFerðaminningar Guðrúnur Helgadóttur
NÝJAR GREINAR: Ekki svo einfalt með Easy Jet Við höfum úr mestu að moða í Þýskalandi

Mynd: Forlagið

 

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …