Samfélagsmiðlar

Stærsta völundarhús heims og landsins bestu kartöflur

Lítil eyja fyrir ratvísa matgæðinga á ferðalagi um Jótland.

Það er fátítt að fólk villist á ferðalagi um litlar eyjur. Það getur hins vegar auðveldlega gerst á dönsku eyjunni Samsø því þeir sem hætta sér inn í sex hektara birkiskóg nyrst á eyjunni gætu verið í slæmum málum. Þessi skógur er nefnilega stærsta völundarhús í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness.

Þess skal þó getið að allir sem farið hafa í skógarferð á þessum slóðum hafa skilað sér heim. Því vel er passað upp á alla tuttugu þúsund göngugarpana sem láta reyna á ratvísi sína í völundarhúsinu á hverju sumri. Göngutúrinn í gegnum skóginn tekur hátt í klukkutíma og þarf að greiða 55 danskar krónur fyrir aðganginn.

Kartöflumatur

Það eru ekki bara ratleikir sem laða ferðafólk að þessari fallegu eyju úti fyrir ströndum Jótlands. Matarkúltúr eyjaskeggja er nefnilega rómaður um allt ríki Margrétar Þórhildar og þá sérstaklega kartöflurnar. Bændur á Samsø eru líka fyrstir til að taka upp á sumrin og seljast þá bílfarmar af þessum nýju dönskum kartöflum. Þeir sem eru á ferð um eyjuna ættu því að þefa uppi veitingahús sem selja klassíska rétti en láta skyndibitann bíða betri tíma. Samsø kartöflurnar eru líka virkilega góðar kaldar, þá þunnt sneiddar ofan á rúgbrauð með majónesi og graslauk. Réttur sem Danir kalla kartoffelmad.

Ferjur frá Sjálandi og Jótlandi

Almenningssamgöngur eru til fyrirmyndar í Danmörku og ferjusiglingar því tíðar út í Samsø bæði frá austurströnd Jótlands og Sjálandi. Það er því lítið mál að fara þangað í dagsferð eða gista í eina eða tvær nætur.

Jótland liggur vel við höggi hjá íslenskum ferðamönnum á sumrin því þrjú fyrirtæki fljúga beint til Billund flugvallar yfir háannatímann. Iceland Express, Icelandair og Heimsferðir í samstarfi við Primera Air.

Þessi grein er skrifuð í samvinnu við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Fallegasta þorpið í Danmörku
NÝJAR GREINAR:
Ferðaminningar Bryndísar BjörgvinsdótturVið höfum úr mestu að moða í Þýskalandi

Myndir: Samsø labyrint – Danmark Media Center

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …