Samfélagsmiðlar

Stærsta völundarhús heims og landsins bestu kartöflur

Lítil eyja fyrir ratvísa matgæðinga á ferðalagi um Jótland.

Það er fátítt að fólk villist á ferðalagi um litlar eyjur. Það getur hins vegar auðveldlega gerst á dönsku eyjunni Samsø því þeir sem hætta sér inn í sex hektara birkiskóg nyrst á eyjunni gætu verið í slæmum málum. Þessi skógur er nefnilega stærsta völundarhús í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness.

Þess skal þó getið að allir sem farið hafa í skógarferð á þessum slóðum hafa skilað sér heim. Því vel er passað upp á alla tuttugu þúsund göngugarpana sem láta reyna á ratvísi sína í völundarhúsinu á hverju sumri. Göngutúrinn í gegnum skóginn tekur hátt í klukkutíma og þarf að greiða 55 danskar krónur fyrir aðganginn.

Kartöflumatur

Það eru ekki bara ratleikir sem laða ferðafólk að þessari fallegu eyju úti fyrir ströndum Jótlands. Matarkúltúr eyjaskeggja er nefnilega rómaður um allt ríki Margrétar Þórhildar og þá sérstaklega kartöflurnar. Bændur á Samsø eru líka fyrstir til að taka upp á sumrin og seljast þá bílfarmar af þessum nýju dönskum kartöflum. Þeir sem eru á ferð um eyjuna ættu því að þefa uppi veitingahús sem selja klassíska rétti en láta skyndibitann bíða betri tíma. Samsø kartöflurnar eru líka virkilega góðar kaldar, þá þunnt sneiddar ofan á rúgbrauð með majónesi og graslauk. Réttur sem Danir kalla kartoffelmad.

Ferjur frá Sjálandi og Jótlandi

Almenningssamgöngur eru til fyrirmyndar í Danmörku og ferjusiglingar því tíðar út í Samsø bæði frá austurströnd Jótlands og Sjálandi. Það er því lítið mál að fara þangað í dagsferð eða gista í eina eða tvær nætur.

Jótland liggur vel við höggi hjá íslenskum ferðamönnum á sumrin því þrjú fyrirtæki fljúga beint til Billund flugvallar yfir háannatímann. Iceland Express, Icelandair og Heimsferðir í samstarfi við Primera Air.

Þessi grein er skrifuð í samvinnu við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Fallegasta þorpið í Danmörku
NÝJAR GREINAR:
Ferðaminningar Bryndísar BjörgvinsdótturVið höfum úr mestu að moða í Þýskalandi

Myndir: Samsø labyrint – Danmark Media Center

Nýtt efni

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …