Samfélagsmiðlar

Bratta borgin

Íbúar Lissabon eru vanari að ganga í halla en á jafnsléttu. Það eru þó ekki bara brekkurnar sem hægja á göngu ferðamanna. Fjölbreytileg hús, forvitnilegar hliðargötur og vel varðveittar verslanir og kaffihús kalla á athygli aðkomumannsins. Ekki má heldur flýta sér um of í borg þar sem hitamælirinn sýnir alla jafna tölur sem eru langt yfir íslenskum hitametum.

Þeir standa spenntir ferðamennirnir við stoppistöðvar sporvagns númer 28 í Biarro Alto hverfinu í höfuðborg Portúgals. Ferðinni er heitið niður brattar brekkur eftir mjóum götum og upp í hæðirnar hinum megin í borginni. Þar sem Alfama hverfið er. Ferðalagið minnir soldið á barnarússibana í tívolí. Vagninn fer á fleygiferð niður brekkurnar en hægir svo snögglega á sér þegar fara á upp í mót. Í snörpustu beygjunum ískrar í öllu. Vinsældir þessarar leiðar meðal túrista eru þó ekki bara rússibanareiðinni að þakka. Sjarmi borgarinnar liggur nefnilega einna helst í hlíðum þessara tveggja hverfa sem vagninn keyrir á milli.

Gamla hverfið

Byggðin í Alfama hefur staðið af sér stóra skjálfta sem jafnað hafa aðra hluta borgarinnar við jörðu. Margar af elstu byggingum borgarinnar er því þar að finna, til dæmis kastala Sao Jorge en ofan úr honum er útsýnið yfir borgina óviðjafnanlegt. Í gömlu húsunum er svo ógrynni af huggulegum kaffihúsum og matsölustöðum þar sem hlaða má batteríin. Áhugafólk um kirkjur fær líka nóg fyrir sinn snúð í Alfama því þar er dómkirkja borgarbúa og fleiri sem eru heimsóknarinnar virði, t.d. Santa Engracia.

Það er líka nauðsynlegt að gefa sér tíma í að rölta í rólegheitum um hverfið, stoppa í þröngu götunum og virða fyrir sér þessi fallegu híbýli sem sum hver þurfa á handlögnum eigendum að halda.

Blús í borginni

Í Biarro Alto er stemningin svipuð nema þar eru færri sögufrægar byggingar en fleiri veitingastaðir, barir, kaffihús og verslanir. Heimamenn eru líka meira áberandi á götunum þar en í Alfama. Sérstaklega er líf og fjör á götum Biarro Alto eftir að sólin sest. Þá hljómar víða hin harmþrungna þjóðartónlist Portúgala, Fado. Enda er þessi blús sunginn undir borðum á mörgum veitingastöðum og söngvarar troða upp á krám og tónleikastöðum langt fram eftir nóttu.

Þó Lissabon sé ekki ýkja stór þá hefur hún upp á meira að bjóða en bara þessi tvo gömlu hverfi. Þeir sem ætla að heimsækja borgina ættu því að gefa sér nokkra daga.

Mynd: Túristi

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …