Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Einars Scheving

einar sch

Jazzband á leið í tónleikaferð án vegabréfa, góð máltíð í Róm, fótleggur í gifsi á sundlaugarbakka og bragðið af spænskri kókómjólk er meðal þess sem Einar Scheving tónlistarmaður minnist úr utanlandsferðum sínum. Einar fékk nýverið sérstaka viðurkenningu á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir plötuna Land míns föður.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Það var líklega sólarlandaferð til annað hvort Costa Del Sol eða Mallorca. Þetta eru mjög óljósar minningar enda var ég mjög ungur þegar fjölskyldan fór að fara nokkuð reglulega til Spánar. Mér þykir því alltaf vænt um Spán. Einhverra hluta vegna er mér einna minnistæðast bragðið af kókómjólkinni þeirra sem maður drakk í tíma og ótíma

Best heppnaða utanlandsferðin:

Það var ekki amalegt þegar við frúin fengum pössum fyrir börnin fjögur og flúðum í nokkra daga til Rómar. Í stuttu máli sagt varð ég gjörsamlega heillaður af borginni.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Tólf ára gamall í sólarlandaferð með foreldrum mínum í gifsi sem náði frá ökkla upp í nára. Það var vægast sagt kvalræði að horfa á alla krakkana í vatnsrennibrautum og fleira án þess að geta tekið þátt. Svo þegar gipsið var tekið þá var fótleggurinn auðvitað skjannahvítur og visinn.

Tek alltaf með í fríið:

Í það minnsta passa og peninga.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Man ekki eftir neinu sérstöku í útlöndum. Hins vegar man ég eftir einu spaugilegu atviki í Leifsstöð þegar ég var á leiðinni á tónleikaferðalag með jazzbandi nokkru fyrir ca. tuttugu árum síðan. Þegar við vorum að innrita okkur fattaði ég að ég hafði gleymt passanum mínum heima. Þar sem ég var langyngstur í bandinu var ég húðskammaður af félögum mínum fyrir kæruleysið, sérstaklega af einum sem fattaði skömmu síðar að hann var sjálfur með útrunninn passa. Nú voru góð ráð dýr þar sem helmingur bandsins var passalaus. Til að bæta gráu ofan á svart þá var sunnudagur og lokað bæði hjá sýslumanninum í Keflavík og á ljósmyndastofu bæjarins. En með því að hringja í einhverja vel tengda aðila þá tókst okkur að ræsa út fólk á báðum stöðum, fengum nýja passa og rétt náðum vélinni.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Osso Bucco-ið á Di Rienzo við Piazza della Rotonda í Róm. Þótt torgið sé krökt af túristum, þá var ansi magnað að sitja við hliðina á Pantheon með fullt tungl í augsýn.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Róm

Draumafríið:

Ég á svo margt eftir, t.d. gæti ég vel hugsað mér að fara til Miðausturlanda, sér í lagi Egyptalands. Ég færi heldur ekkert í fýlu ef mér byðist að sigla um Miðjarðarhafið. Annars er hvaða frí með fjölskyldunni draumafrí.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …