Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Einars Scheving

einar sch

Jazzband á leið í tónleikaferð án vegabréfa, góð máltíð í Róm, fótleggur í gifsi á sundlaugarbakka og bragðið af spænskri kókómjólk er meðal þess sem Einar Scheving tónlistarmaður minnist úr utanlandsferðum sínum. Einar fékk nýverið sérstaka viðurkenningu á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir plötuna Land míns föður.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Það var líklega sólarlandaferð til annað hvort Costa Del Sol eða Mallorca. Þetta eru mjög óljósar minningar enda var ég mjög ungur þegar fjölskyldan fór að fara nokkuð reglulega til Spánar. Mér þykir því alltaf vænt um Spán. Einhverra hluta vegna er mér einna minnistæðast bragðið af kókómjólkinni þeirra sem maður drakk í tíma og ótíma

Best heppnaða utanlandsferðin:

Það var ekki amalegt þegar við frúin fengum pössum fyrir börnin fjögur og flúðum í nokkra daga til Rómar. Í stuttu máli sagt varð ég gjörsamlega heillaður af borginni.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Tólf ára gamall í sólarlandaferð með foreldrum mínum í gifsi sem náði frá ökkla upp í nára. Það var vægast sagt kvalræði að horfa á alla krakkana í vatnsrennibrautum og fleira án þess að geta tekið þátt. Svo þegar gipsið var tekið þá var fótleggurinn auðvitað skjannahvítur og visinn.

Tek alltaf með í fríið:

Í það minnsta passa og peninga.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Man ekki eftir neinu sérstöku í útlöndum. Hins vegar man ég eftir einu spaugilegu atviki í Leifsstöð þegar ég var á leiðinni á tónleikaferðalag með jazzbandi nokkru fyrir ca. tuttugu árum síðan. Þegar við vorum að innrita okkur fattaði ég að ég hafði gleymt passanum mínum heima. Þar sem ég var langyngstur í bandinu var ég húðskammaður af félögum mínum fyrir kæruleysið, sérstaklega af einum sem fattaði skömmu síðar að hann var sjálfur með útrunninn passa. Nú voru góð ráð dýr þar sem helmingur bandsins var passalaus. Til að bæta gráu ofan á svart þá var sunnudagur og lokað bæði hjá sýslumanninum í Keflavík og á ljósmyndastofu bæjarins. En með því að hringja í einhverja vel tengda aðila þá tókst okkur að ræsa út fólk á báðum stöðum, fengum nýja passa og rétt náðum vélinni.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Osso Bucco-ið á Di Rienzo við Piazza della Rotonda í Róm. Þótt torgið sé krökt af túristum, þá var ansi magnað að sitja við hliðina á Pantheon með fullt tungl í augsýn.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Róm

Draumafríið:

Ég á svo margt eftir, t.d. gæti ég vel hugsað mér að fara til Miðausturlanda, sér í lagi Egyptalands. Ég færi heldur ekkert í fýlu ef mér byðist að sigla um Miðjarðarhafið. Annars er hvaða frí með fjölskyldunni draumafrí.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …