Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Margrét í Kaupmannahöfn

Margrét Jensdóttir, læknir, flutti nýverið frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms eftir að hafa búið í danska höfuðstaðnum í sjö ár. Hér eru þeir hlutir sem henni þykir bera hæst á gömlu heimaslóðunum.

„Hverfið mitt, Norðurbrú, hefur upp á ótal margt að bjóða og þarf varla að leita út fyrir það til að stytta sér stundir. Þar eru tvær bestu götur bæjarins Ravnsborggade og Elmegade. Í Ravnsborggade er krökt af antikverslunum sem óhætt er að þræða eingöngu sér til skemmtunar. Þar er hins vegar líka hægt að kaupa ógrynni af glingri og inn á milli finna gersemar. Nokkrum sinnum á ári er haldinn flóamarkaður í götunni þar sem allar verslanir stilla upp básum úti á götu, útigrilli og veitingasölu. Í götunni eru líka nokkur kaffihús og veitingastaðir og má þar helst mæla með Gavlen. Þar er notaleg stemmning og ágætis úrval af samlokum, súpu og salötum.

Elmegade er nauðsynlegt að skoða. Hér eru tískubúðir, fornbókaverslun og antikverslun í bland við kaffihús, vínbari og veitingastaði. Ber hæst að nefna The Laundromat Cafe, originalinn. Þar gengur maður alltaf að góðum kaffibolla vísum.

Hér er líka lítill sushistaður, Selfish, þar sem hægt er að fá dásamlegt sushi og frábæran lax: Bara chirashi. En borðin eru aðeins tvö og svo nokkur sæti við afgreiðsluborðið.

Þótt það sé urmull góðra og huggulegra kaffihúsa í hverfinu hefur vantað aðeins upp á hefðbundna veitingastaði. Það rættist þó heldur betur úr þegar tælenski veitingastaðurinn Kiin Kiin opnaði steinsnar frá Sankt Hans Torv. Sá staður hefur afrekað að verða sér út um Michelin stjörnu og verðlagið er eftir því. Sem betur fer eru sömu eigendur með lítið bistro við hliðina, en að hluta til sama eldhús, þar sem hægt er að fá sér ljúffengan tælenskan mat án þess að fara á hausinn.

Søerne eru hjarta borgarinnar fyrir mér. Tjarnirnar tengja saman flestalla borgarhlutana. Á góðum degi mætti ganga kringum þær allar (tæpir 6,5 km) eða láta sér nægja að ganga kringum eina eða tvær eftir því hvort maður á erindi á Vesterbro, Fredriksberg, Nørrebro eða Østerbro. Hér fara borgarbúar í göngutúr til að viðra börn sín og hunda, út að skokka, eða bara til að setjast niður á bekk með kaffibolla og blað. Það eru víða kaffihús til að hvíla lúin bein á leiðinni.

Assistens kirkjugarðurinn er stærsta græna svæði Nørrebro. Kirkjugarðurinn tengist gullöld Kaupmannahafnar enda flest stórmenni Danmerkur grafin hér, svo sem HC Andersen og Søren Kierkegaard. Samkvæmt almannarómi hvílir Jónas Hallgrímsson þar enn.“

Margrét mun deila innherjaupplýsingum um Stokkhólm með lesendum Túrista þegar hún hefur náð áttum í borginni.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Á heimavelli: Kristín í París
NÝJAR GREINAR: Á nýjar slóðir með ódýru tengiflugi

 

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …