Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Margrét í Kaupmannahöfn

Margrét Jensdóttir, læknir, flutti nýverið frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms eftir að hafa búið í danska höfuðstaðnum í sjö ár. Hér eru þeir hlutir sem henni þykir bera hæst á gömlu heimaslóðunum.

„Hverfið mitt, Norðurbrú, hefur upp á ótal margt að bjóða og þarf varla að leita út fyrir það til að stytta sér stundir. Þar eru tvær bestu götur bæjarins Ravnsborggade og Elmegade. Í Ravnsborggade er krökt af antikverslunum sem óhætt er að þræða eingöngu sér til skemmtunar. Þar er hins vegar líka hægt að kaupa ógrynni af glingri og inn á milli finna gersemar. Nokkrum sinnum á ári er haldinn flóamarkaður í götunni þar sem allar verslanir stilla upp básum úti á götu, útigrilli og veitingasölu. Í götunni eru líka nokkur kaffihús og veitingastaðir og má þar helst mæla með Gavlen. Þar er notaleg stemmning og ágætis úrval af samlokum, súpu og salötum.

Elmegade er nauðsynlegt að skoða. Hér eru tískubúðir, fornbókaverslun og antikverslun í bland við kaffihús, vínbari og veitingastaði. Ber hæst að nefna The Laundromat Cafe, originalinn. Þar gengur maður alltaf að góðum kaffibolla vísum.

Hér er líka lítill sushistaður, Selfish, þar sem hægt er að fá dásamlegt sushi og frábæran lax: Bara chirashi. En borðin eru aðeins tvö og svo nokkur sæti við afgreiðsluborðið.

Þótt það sé urmull góðra og huggulegra kaffihúsa í hverfinu hefur vantað aðeins upp á hefðbundna veitingastaði. Það rættist þó heldur betur úr þegar tælenski veitingastaðurinn Kiin Kiin opnaði steinsnar frá Sankt Hans Torv. Sá staður hefur afrekað að verða sér út um Michelin stjörnu og verðlagið er eftir því. Sem betur fer eru sömu eigendur með lítið bistro við hliðina, en að hluta til sama eldhús, þar sem hægt er að fá sér ljúffengan tælenskan mat án þess að fara á hausinn.

Søerne eru hjarta borgarinnar fyrir mér. Tjarnirnar tengja saman flestalla borgarhlutana. Á góðum degi mætti ganga kringum þær allar (tæpir 6,5 km) eða láta sér nægja að ganga kringum eina eða tvær eftir því hvort maður á erindi á Vesterbro, Fredriksberg, Nørrebro eða Østerbro. Hér fara borgarbúar í göngutúr til að viðra börn sín og hunda, út að skokka, eða bara til að setjast niður á bekk með kaffibolla og blað. Það eru víða kaffihús til að hvíla lúin bein á leiðinni.

Assistens kirkjugarðurinn er stærsta græna svæði Nørrebro. Kirkjugarðurinn tengist gullöld Kaupmannahafnar enda flest stórmenni Danmerkur grafin hér, svo sem HC Andersen og Søren Kierkegaard. Samkvæmt almannarómi hvílir Jónas Hallgrímsson þar enn.“

Margrét mun deila innherjaupplýsingum um Stokkhólm með lesendum Túrista þegar hún hefur náð áttum í borginni.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Á heimavelli: Kristín í París
NÝJAR GREINAR: Á nýjar slóðir með ódýru tengiflugi

 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …