Samfélagsmiðlar

Á nýjar slóðir með ódýru tengiflugi

Það er hægt að komast til höfuðborgar Króatíu fyrir rúmar fjörtíu þúsund krónur í sumar og ferðalagið til Aþenu þarf ekki að kosta svo mikið. Moskvuflugið er heldur ekki svo dýrt.

Þó úrvalið af beinu flugi héðan í sumar hafi sjaldan eða aldrei verið meira þá er ekki víst að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Verðið á farinu í sumar til S-Evrópu og vestur um haf er líka orðið ansi hátt.

Túristi fór því á stúfana og leitaði eftir ódýrum flugum til evrópskra borga næstu mánuði. Niðurstaðan var sú að næturflug frá Keflavík er góður kostur fyrir þá sem vilja halda lengra út í heim. Til dæmis er hægt að bóka miða á heimasíðu German Wings frá Keflavík til Zagreb fyrir 43.799 krónur og flugið til Moskvu kostar minna en margan grunar.

Verðin eru fundin á heimasíðum flugfélaganna þann 4. maí og miðað er við gengi krónunnar sama dag. Aðeins var leitað eftir ferðum þar sem biðtíminn á milli flugferða var innan við 5 tímar.

Moskva á 61.777 krónur

Þýska lággjaldaflugfélagið German Wings flýgur héðan til Kölnar stuttu eftir miðnætti þrjá daga í viku og því er lent árla dags í þýsku borginni. Þaðan er svo hægt að komast áfram eð German Wings til Moskvu síðar um morguninn og tilbaka nokkrum dögum siðar. Ferðalagið kostar 61.777 kr., dagana 9. til 15. júlí. Það kostar aukalega rúmar 1600 krónur að innrita eina tösku. Sjá nánar á Germanwings.com

Aþena á 65,135 krónur

Árla dags, þann 18. ágúst er flogið til Kaupmannahafnar með Iceland Express. Þaðan er flogið með norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian í átt til Aþenu og lent í ólympíuborginni klukkan níu um kvöld. Frá Grikklandi er lagt í hann þann 25. ágúst um eftirmiðdaginn og lent í Keflavík, eftir stutta viðkomu í Köben, rétt fyrir miðnætti. Verðið er 65,135 kr. Sjá nánar á Icelandexpress.is og Norwegian.com.

Zagreb á 43,799 krónur

Aftur er tekið á loft frá Keflavík rétt eftir miðnætti. Nú er ferðinni heitið til Stuttgart með German Wings. Í hinni gömlu heimaborg Ásgeirs og Eyjólfs er lent um sex leytið og vél með þýska lággjaldafélaingu áleiðis til Zagreb leggur í hann um tíu. Ferðalagið dagana 15. til 21. júní kostar 43,799 kr. að viðbættu töskugjaldi sem er rúmar 1600 kr. aðra leiðina. Sjá nánar á Germanwings.com

Róm á 69.368

Ferðin hefst með næturflugi Icelandair til Kaupmannahafnar rétt eftir miðnætti þann 23. ágúst. Lent á Kastrup um sex leytið og fjórum tímum síðar hefur vél Norwegian sig á loft í átt að Fiumicino flugvelli í Rómarborg. Flogið sömu leið tilbaka og fer vélin frá Ítalíu klukkan 13:40 mánudaginn 27. ágúst og vél Icelandair fer seinnipartinn frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur. Verð: 69.368. Borga þarf aukalega fyrir innritaðan farangur hjá Norwegian. Sjá nánar á Icelandair.is og Norwegian.com.

Napólí á 75.505 krónur

Vél Airberlin fer frá landinu rúmlega eitt eftir miðnætti þann 20.ágúst. Um morguninn er lent í Berlín og þaðan haldið áfram til Napólí um tíuleytið. Heimferðin er 1. september. Verðið er 75.505 krónur. Sjá nánar á Airberlin.com

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Óskars Axelssonar

Mynd: Sobrecroacia.com

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …