Samfélagsmiðlar

Á nýjar slóðir með ódýru tengiflugi

Það er hægt að komast til höfuðborgar Króatíu fyrir rúmar fjörtíu þúsund krónur í sumar og ferðalagið til Aþenu þarf ekki að kosta svo mikið. Moskvuflugið er heldur ekki svo dýrt.

Þó úrvalið af beinu flugi héðan í sumar hafi sjaldan eða aldrei verið meira þá er ekki víst að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Verðið á farinu í sumar til S-Evrópu og vestur um haf er líka orðið ansi hátt.

Túristi fór því á stúfana og leitaði eftir ódýrum flugum til evrópskra borga næstu mánuði. Niðurstaðan var sú að næturflug frá Keflavík er góður kostur fyrir þá sem vilja halda lengra út í heim. Til dæmis er hægt að bóka miða á heimasíðu German Wings frá Keflavík til Zagreb fyrir 43.799 krónur og flugið til Moskvu kostar minna en margan grunar.

Verðin eru fundin á heimasíðum flugfélaganna þann 4. maí og miðað er við gengi krónunnar sama dag. Aðeins var leitað eftir ferðum þar sem biðtíminn á milli flugferða var innan við 5 tímar.

Moskva á 61.777 krónur

Þýska lággjaldaflugfélagið German Wings flýgur héðan til Kölnar stuttu eftir miðnætti þrjá daga í viku og því er lent árla dags í þýsku borginni. Þaðan er svo hægt að komast áfram eð German Wings til Moskvu síðar um morguninn og tilbaka nokkrum dögum siðar. Ferðalagið kostar 61.777 kr., dagana 9. til 15. júlí. Það kostar aukalega rúmar 1600 krónur að innrita eina tösku. Sjá nánar á Germanwings.com

Aþena á 65,135 krónur

Árla dags, þann 18. ágúst er flogið til Kaupmannahafnar með Iceland Express. Þaðan er flogið með norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian í átt til Aþenu og lent í ólympíuborginni klukkan níu um kvöld. Frá Grikklandi er lagt í hann þann 25. ágúst um eftirmiðdaginn og lent í Keflavík, eftir stutta viðkomu í Köben, rétt fyrir miðnætti. Verðið er 65,135 kr. Sjá nánar á Icelandexpress.is og Norwegian.com.

Zagreb á 43,799 krónur

Aftur er tekið á loft frá Keflavík rétt eftir miðnætti. Nú er ferðinni heitið til Stuttgart með German Wings. Í hinni gömlu heimaborg Ásgeirs og Eyjólfs er lent um sex leytið og vél með þýska lággjaldafélaingu áleiðis til Zagreb leggur í hann um tíu. Ferðalagið dagana 15. til 21. júní kostar 43,799 kr. að viðbættu töskugjaldi sem er rúmar 1600 kr. aðra leiðina. Sjá nánar á Germanwings.com

Róm á 69.368

Ferðin hefst með næturflugi Icelandair til Kaupmannahafnar rétt eftir miðnætti þann 23. ágúst. Lent á Kastrup um sex leytið og fjórum tímum síðar hefur vél Norwegian sig á loft í átt að Fiumicino flugvelli í Rómarborg. Flogið sömu leið tilbaka og fer vélin frá Ítalíu klukkan 13:40 mánudaginn 27. ágúst og vél Icelandair fer seinnipartinn frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur. Verð: 69.368. Borga þarf aukalega fyrir innritaðan farangur hjá Norwegian. Sjá nánar á Icelandair.is og Norwegian.com.

Napólí á 75.505 krónur

Vél Airberlin fer frá landinu rúmlega eitt eftir miðnætti þann 20.ágúst. Um morguninn er lent í Berlín og þaðan haldið áfram til Napólí um tíuleytið. Heimferðin er 1. september. Verðið er 75.505 krónur. Sjá nánar á Airberlin.com

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Óskars Axelssonar

Mynd: Sobrecroacia.com

Nýtt efni

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …

Megn óánægja er meðal starfsmanna skemmtigarðsins Disneyland í Kaliforníu í Bandaríkjunum og hóta þeir nú verkfalli í fyrsta skipti frá árinu 1984. Kjaraviðræður sem staðið hafa síðan í apríl hafa engum árangri skilað. Ef af verður munu 14 þúsund starfsmenn skemmtigarðsins leggja niður störf samkvæmt frétt CNN en 99 prósent þeirra hafa samþykkt verkfallsaðgerðir. Til …

Flugferðirnar yfir Atlantshafið eru tíðari í dag en þær voru í fyrra en eftirspurnin hefur ekki aukist í sama mæli. Af þeim sökum fá flugfélögin minna fyrir hvert sæti og nú í vor nam lækkunin á ódýrasta farrými allt að fimmtungi að jafnaði. Og nú þegar markaðurinn fyrir Íslandsferðir er ekki eins sterkur og í …