Samfélagsmiðlar

Svona pirra ferðamenn Lundúnabúa

Aðkomufólk sem kann ekki að standa í biðröð og er sífellt að taka myndir reynir á þolinmæði borgarbúa í London.

Blaðamenn breska blaðsins Telegraph láta túrista stundum fara í taugarnar á sér. En taka rendar fram að þeim þyki vænt um að fólk heimsæki borgina.

Þetta eru þau atriði sem pirra íbúa bresku höfuðborgarinnar mest í fari ferðamanna samkvæmt Telegraph:

Stórir bakpokar á troðfullum lestarstöðvum
Sá sem ber tuttugu kílóa bakpoka á öxlunum áttar sig sjaldnast á að hann tekur meira pláss en venjulega. Saklausir borgarar fá hitabrúsa í andlitið og tjalddýnu í hnakkann í hvert skipti sem bakpokafólkið snýr sér við á lestarstöðvunum.

Standa kyrr í rúllustiga
Vinstri hluti stigans er bara fyrir þá sem vilja labba. Hinir standa hægra megin. Einfalt, en samt klikka svo margir ferðamenn á þessu.

Ferðatöskur með hjólum í mannfjölda

Líkt og bakpokaferðalangarnir þá fattar fólkið með hjólatöskurnar ekki að það er þrisvar sinnum breiðara með tösku en án hennar. Það er því ekki óalgent að fólk stoppi alla gangandi umferð á stóru svæði í kringum sig þegar það dregur farangurinn á eftir sér.

Reyna að skanna pappírsmiða

Þeir sem nota almenningssamgöngur í London dagsdaglega nota svokölluð Oysters kort sem þeir skanna til að komst í gegnum hliðin á lestarstöðvunum. Því miður þá reyna alltof margir ferðamenn, árangurslaust, að skanna pappírsmiðana sína og gefast ekki upp fyrr en eftir nokkrar tilraunir, Á meðan myndast biðröð við hliðin.

Láta mynda síg á Abbey Road gangbrautinni
Blaðamenn Telegraph skilja ekki hvernig bílstjórar í nágrenni við Bítlastúdíóið halda sönsum með alla þessa ferðamenn í stellingum á miðri götunni.

Snarstoppa í fólksmergð
Í verslunarmiðstöðvum og lestarstöðvum lendir fólk í árekstri þegar ferðamaður stoppar skyndilega.

Rölta um og virða borgina fyrir sér
Eina ástæðan fyrir því að þetta fer í taugarnar á íbúunum er að þeir hafa ekki tíma til þess.

Biðja vegfarendur að taka myndir af sér
Heimamenn eru venjulega allir á hraðferð og hafa ekki tíma en verða engu að síður við beiðninni.

Fara á Portobello markaðinn þegar hann er lokaður
Lundúnabúar hafa komist yfir vonbrigðin með opnunartíma markaðarins en ferðamenn eru hissa á að básarnir eru lokaðir klukkan átta á mánudagsmorgnum.

Taka myndir af öllu rauðu símaklefunum

Íbúarnir sjá ekki sjarmann í þessum illa lyktandi klefum með öllu klúrnu auglýsingunum.

Reyna að trufla lífverði drottningarinnar
Leyfið aumingjans mönnunum bara að vinna vinnuna sína í friði eru skilaboð heimamanna til túrista.

Stíga um borð í lest áður en allir eru farnir út

Þeir sem ætla inn eiga að standa í biðröð þangað til að allir eru komnir út úr lestinni.

Hópar af skólahópum sem taka alla gangstéttina

Krakkarnir víkja of seint fyrir öðrum vegfarendum.

Endalausar myndatökur við þekktustu ferðamannastaðina
Heimamenn komast ekki leiðar sinnar vegna ljósmyndadellunnar.

NÝJAR GREINAR: Hvar þykir heimamönnum brönsinn bestur?

Mynd: Visit London

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …