Samfélagsmiðlar

Svona pirra ferðamenn Lundúnabúa

Aðkomufólk sem kann ekki að standa í biðröð og er sífellt að taka myndir reynir á þolinmæði borgarbúa í London.

Blaðamenn breska blaðsins Telegraph láta túrista stundum fara í taugarnar á sér. En taka rendar fram að þeim þyki vænt um að fólk heimsæki borgina.

Þetta eru þau atriði sem pirra íbúa bresku höfuðborgarinnar mest í fari ferðamanna samkvæmt Telegraph:

Stórir bakpokar á troðfullum lestarstöðvum
Sá sem ber tuttugu kílóa bakpoka á öxlunum áttar sig sjaldnast á að hann tekur meira pláss en venjulega. Saklausir borgarar fá hitabrúsa í andlitið og tjalddýnu í hnakkann í hvert skipti sem bakpokafólkið snýr sér við á lestarstöðvunum.

Standa kyrr í rúllustiga
Vinstri hluti stigans er bara fyrir þá sem vilja labba. Hinir standa hægra megin. Einfalt, en samt klikka svo margir ferðamenn á þessu.

Ferðatöskur með hjólum í mannfjölda

Líkt og bakpokaferðalangarnir þá fattar fólkið með hjólatöskurnar ekki að það er þrisvar sinnum breiðara með tösku en án hennar. Það er því ekki óalgent að fólk stoppi alla gangandi umferð á stóru svæði í kringum sig þegar það dregur farangurinn á eftir sér.

Reyna að skanna pappírsmiða

Þeir sem nota almenningssamgöngur í London dagsdaglega nota svokölluð Oysters kort sem þeir skanna til að komst í gegnum hliðin á lestarstöðvunum. Því miður þá reyna alltof margir ferðamenn, árangurslaust, að skanna pappírsmiðana sína og gefast ekki upp fyrr en eftir nokkrar tilraunir, Á meðan myndast biðröð við hliðin.

Láta mynda síg á Abbey Road gangbrautinni
Blaðamenn Telegraph skilja ekki hvernig bílstjórar í nágrenni við Bítlastúdíóið halda sönsum með alla þessa ferðamenn í stellingum á miðri götunni.

Snarstoppa í fólksmergð
Í verslunarmiðstöðvum og lestarstöðvum lendir fólk í árekstri þegar ferðamaður stoppar skyndilega.

Rölta um og virða borgina fyrir sér
Eina ástæðan fyrir því að þetta fer í taugarnar á íbúunum er að þeir hafa ekki tíma til þess.

Biðja vegfarendur að taka myndir af sér
Heimamenn eru venjulega allir á hraðferð og hafa ekki tíma en verða engu að síður við beiðninni.

Fara á Portobello markaðinn þegar hann er lokaður
Lundúnabúar hafa komist yfir vonbrigðin með opnunartíma markaðarins en ferðamenn eru hissa á að básarnir eru lokaðir klukkan átta á mánudagsmorgnum.

Taka myndir af öllu rauðu símaklefunum

Íbúarnir sjá ekki sjarmann í þessum illa lyktandi klefum með öllu klúrnu auglýsingunum.

Reyna að trufla lífverði drottningarinnar
Leyfið aumingjans mönnunum bara að vinna vinnuna sína í friði eru skilaboð heimamanna til túrista.

Stíga um borð í lest áður en allir eru farnir út

Þeir sem ætla inn eiga að standa í biðröð þangað til að allir eru komnir út úr lestinni.

Hópar af skólahópum sem taka alla gangstéttina

Krakkarnir víkja of seint fyrir öðrum vegfarendum.

Endalausar myndatökur við þekktustu ferðamannastaðina
Heimamenn komast ekki leiðar sinnar vegna ljósmyndadellunnar.

NÝJAR GREINAR: Hvar þykir heimamönnum brönsinn bestur?

Mynd: Visit London

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …