Samfélagsmiðlar

Hvar þykir íbúunum brönsinn bestur?

Nýjasta kaffihús Friðriks Weisshappel í Kaupmannahöfn er tilnefnt til verðlauna fyrir besta morgunmatinn í borginni.

Bekkurinn er þétt skipaður á matsölustöðum Kaupmannahafnar á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Borgarbúar eru sólgnir í góðan bröns og það er ekki óalgengt að biðraðir myndist fyrir framan vinsælustu staðina rétt fyrir opnun. Það er alla vega raunin á Laundromat Cafe, kaffihúsunum sem Friðrík Weisshappel á og rekur á þremur stöðum í borginni.

Sá nýjasti, við Gammel Kongevej á Frederiksberg, er tilnefndur til lesendaverðlauna Berlingske í ár og etur þar kappi við fjögur önnur veitingahús. Það er feikigóð viðurkenning enda skipta þeir sennilega hundruðum matsölustaðirnir í Kaupmannahöfn sem hafa bröns á matseðlinum.

Þeir sem eru á leið um Kaupmannahöfn og vilja fá sér almennilegan morgunmat, bæði á virkum degi og um helgi, ættu að leita uppi þessa fimm staði sem tilnefndir eru til verðlauna fyrir besta brönsinn í Köben.

The Laundromat Cafe, Gammel Kongevej 96.

Í desember sl. opnaði þriðja Laundromat Cafe Kaupmannahafnar við helstu verslunargötuna í Frederiksberg. Það er kjörið að taka sér pásu frá búðunum á Strikinu, halda út á Gammel Kongevej og blanda þar geði við góðborgarana sem rölta þar á milli sérverslana og kaffihúsa. Það er leikaðstaða á kaffihúsinu sem er mikill kostur fyrir barnafjölskyldur.
Verð: 138 danskar um helgar en 88 danskar á virkum morgnum.

Pixie, Løgstørgade 2.

Út á Austurbrú er barnavagnar algengari sjón en bílar. Þar tekur fólkið því daginn snemma og tryggir sér bestu sætin á kaffihúsunum um leið og opnað er. Kaffihúsið Pixie stendur við huggulegt lítið torg sem nefnist Boba Plads. Það verður enginn svikinn af því að eyða morgunstund í sólinni.
Verð: 119 danskar

Nimb Bar, Bernstorffsgade 5.

Á fínasta hóteli borgarinnar, Nimb í Tívolí, er aðeins serveraður bröns fyrir fullorðna. Foreldrar í langþráðu fríi frá heimilinu geta kannski réttlætt fyrir sér verðið á morgunverðarhlaðborðinu.
Verð: 325 danskar.

Paustian, Kalkbrænderiløbskaj 2.

Þessi staður við Norðurhöfnina státaði eitt sinn af Michelin stjörnu. Nýir eigendur héldu þessari viðurkenningu ekki en þykja engu að síður vera toppklassa matreiðslumenn og bjóða upp á metnaðarfullan árbít. Hér þarf að panta borð í tíma.
Verð: 205 danskar

Salon 39, Vodroffsvej 39

Vinsælir kokteilbarir eru alla jafna ekki ofarlega á óskalista þeirra sem vilja byrja daginn á góðum mat. Vertunum á þessum sjarmerandi stað rétt utan við miðborgina tekst þó með stæl að sameina þessa tvo ólíku hluti. Brönsinn er aðeins í boði á sunnudögum.
Verð: Einstakir réttir á 79 danskar

NÝJAR GREINAR: Denver opnar dyr fyrir skíðafólk

Mynd: The Laundromat Cafe

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …