Samfélagsmiðlar

Vanmetnustu borgirnar

Glasgow og Bergen eru meðal borga sem ferðamenn ættu að veita meiri athygli samkvæmt úttekt CNN.

Höfuðborgir hafa alla jafna upp á meira að bjóða en þær minni og þangað halda því flestir túristar. Menningin og mannlífið blómstrar þó víðar og ferðaskríbentar CNN hafa tekið saman lista yfir þær borgir sem þeir telja að of fáir ferðamenn heimsæki.

Á honum er meðal annars að finna staði sem flogið er beint til héðan.

Listi CNN yfr vanmetnustu ferðamannaborgirnar:

Bergen í Noregi

Rigning er eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar minnst er á þessa vinalegu borg við vesturströndina. Miðbærinn er frekar lítill en þar er þó gott úrval af kaffihúsum og veitingastöðum. Matarmarkaðurinn við höfnina er líka eitthvað sem borgaryfirvöld í Reykjavík ættu að reyna að herma eftir. Borgin er umkringd fjöllum sem henta vel til útivistar en einnig er hægt að komast á toppinn með lyftum og njóta útsýnisins.

Bergen er mikil tónlistarborg enda fæðingarstaður tónskáldsins Edvard Grieg og í seinni tíð hafa margir af þekktustu poppurum Norðmanna komið frá bænum þar úrkoma mælist 242 daga á ári.

Glasgow í Skotlandi

Þeir eru ófáir hér á landi sem hafa farið í verslunarleiðangur til þessarar skosku borgar. Það eru þó ekki bara búðirnar sem standa fyrir sínu því þar er auðvelt að gera sér glaðan dag enda gott úrval af klassískum knæpum og góðum tónleikastöðum. Og svo eru íbúarnir mjög vinalegir.

Queens í Bandaríkjunum

Það ríkir sérstaklega mikil fjölmenning í þessum hluta New York borgar. Þar búa rúmlega tvær milljónir manna sem eiga ættir að rekja til allra heimsins horna. Í Jackson Heights ríkir Bollywood stemming, í Flushing er næststærsti Kínamarkaðurinn og í Jamaica er það jazzinn sem dunar.

Hoi An í Víetnam

Í miðborg Hoi An eru saumastofur á jarðhæðum flestra húsa. Þar sitja klæðskerar og hamast við að sníða föt sem líkjast þeim sem kúnnarnir hafa beint á í Vogue og GQ. Ferðamenn geta notið þess að skoða þessa fallegu litlu borg á milli þess sem af þeim eru tekin mál og lokahönd er lögð á saumaskapinn.

Lissabon í Portúgal

Stærstu borgir Spánar njóta sennilega flestar, ef ekki allar, meiri vinsælda meðal ferðamanna en höfuðborg Portúgals gerir. Það er synd og skömm því enginn verður svikinn af heimsókn til bröttu borgarinnar. Fallegar byggingar raða sér þétt við stór torg, þröngar hliðargötur og upp eftir bröttum brekkum. Maturinn stendur líka örggulega undir væntingum sælkera.

Aðrar borgir á lista CNN eru Darwin í Ástralíu, San Juan í Púertó Ríkó, Isfahan í Íran, Calgary í Kanda og Durban í S-Afríku.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Á nýjar slóðir með ódýru tengiflugiÁ heimavelli: Margrét í Kaupmannahöfn

Mynd: Túristi

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …