Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Ísold í New York

Ísold Uggadóttir, kvikmyndagerðarkona, hefur búið lengi í stóra eplinu. Hér eru nokkrir af uppáhaldsstöðunum hennar í heimsborginni og líka þeir sem ekkert kostar að kynna sér.

Í þau 10 ár sem ég hef verið í New York, fyrst sem námsmaður og svo starfandi kvikmyndagerðarkona, hef ég lengst af búið í East Village og á Lower East Side og ber því sterkastar taugar til þessara hverfa. Í East Village svífur ákveðin hippastemning yfir vötnum, en lista- og menningarlífið þar mun hafa verið upp á sitt besta á áttunda áratugnum.

Tompkins Square park er miðdepill þorpsins. Þar er að finna skemmtilega blöndu af gömlum hippum, námsmönnum, misfátækum listamönnum, heimilislausum auk fjölmargra hunda. En sérstakt svæði í garðinum er einkum ætlað hundaeigendum. Um helgar má þar kaupa ferskt grænmeti og ávexti auk annarra afurða frá nærliggjandi sveitabæjum. Mér finnst skemmtilegt að spóka mig í hverfinu og þá helst á Avenue A, B og C – eða Alphabet City eins og svæðið nefnist. Litlar óvæntar búðir skjóta upp kollinum hvarvetna sem litið er. Í því samhengi mætti nefna litlu búðirnar á 9th street milli 1st og Avenue A.

Rússneska baðhúsið á 10th street, milli 1st og Avenue A, er svo kjörið fyrir þá sem vilja skella sér í gufu, sauna og jafnvel óheflað rússneskt nudd.  Á góðum stundum má þar rekast á fjölmarga litríka karaktera. Þess má til gamans geta að eitt sinn deildi ég gufubaðinu með Colin Farrell, án þess að nokkur hafi gefið honum sérstakan gaum.

Nýja Soho

Aðeins sunnar á Manhattan er svo fyrrnefnt hverfi, Lower East Side, sem innflytjendur settu sterkan svip á snemma á síðustu öld. Fyrir þá sem vilja kynna sér sögu innflytjendanna mæli ég eindregið með heimsókn í The Tenement Museum á Orchard Street. Leikarar bregða sér í gervi innflytjenda og kynna fyrir gestum heimilin og heimilishaldið eins og það var þegar skortur var gríðarlegur og þrengslin óhugsandi.

Á þessum sögulegu slóðum eru að spretta upp gallerí og kaffihús á hverju horni, svo mjög að mörgum þykir nóg um. Með sanni má segja að Lower East Side sé orðið hið nýja Soho. Húsnæðisverðið hækkar eftir því. Sjarmi hverfisins er þó enn til staðar og mæli ég með göngu um Ludlow og Orchard stræti – frá Houston og alveg niður að Canal – en þar má svo staldra við á veitingastaðnum Fat Raddish og snæða brunch eða kvöldverð.  Hrátt og skemmtilegt húsnæðið minnir á “loft space” og ekki sakar hversu matargerðin er vönduð.

Ókeypis dægradvöl

Fyrir þá sem vilja spara við sig eyrinn, er hægt að gera fjölmargt án þess að kosta miklu til. Sjálfri finnst mér gaman að hjóla meðfram strandlengjunni – frá East River Park, alveg niður að Battery Park – framhjá túristunum sem gapa yfir Frelsisstyttunni í fjarska – og svo aftur upp meðfram Hudson River á vesturhliðinni, í gegnum Hudson River Park þar sem börn geta leikið sér í gosbrunnum og leiktækjum.  Það getur verið gott að hvíla sig í grasinu með nesti og skoða mannlífið og fjölbreytilega báta á Hudson ánni. Þaðan er svo hægt að leiða hjólið í gegnum West Village og jafnvel “window shoppa” og skoða hinar huggulegu boutique-verslanir vestast á Bleeker stræti, eða þar um kring. Þeir sem vilja frekar halda íþróttaiðkuninni áfram geta fengið lánaðan kayak (ókeypis) við Pier 40 (við Hudson River, vestan við Houston stræti) og brugðið sér í sjóferð. Það kostar ekki heldur neitt að sigla með Staten Island ferjunni og virða fyrir sér Ellis Island, frelsisstyttuna, Governer’s Island og suðurodda Manhattan úr fjarska og jafnvel ná nokkrum góðum ljósmyndum.

Svo má skella sér á ókeypis tónleika hjá sumar-tónleikaröðinni “Summer stage” í Central Park eða “River to River Festival” eða “Prospect Park” Bandshell í Brooklyn.

Bíó í borginni

Kvikmyndaáhugamenn geta farið í ókeypis útibíó í Bryant Park (þar er líka huggulegur útiveitingastaður sem gæti hentað eldri kynslóðinni, sem ekki kann við sig í grasinu).  Á völdum kvöldum eru sýndar myndar á borð við “Butch Cassidy and the Sundance Kid” og “The Wizard of Oz.” Þeir sem vilja sjá verk eftir minna þekkta höfunda ættu að athuga með þakbíó-ið, Rooftop Films á Lower East Side eða bar-bíóið NiteHawk Cinema í Brooklyn.  Svo láta sannir kvikmyndanördar ekki Film Forum, IFC, BAM framhjá sér fara.

Fastið liðir

Listinn yfir það sem hægt er að gera í New York er hreinlega ótæmandi og eftir heilan áratug í borginni er ég alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Fastir áfangastaðir hjá mér eru þó ávallt: Strand Bookstore fyrir sunnan Union Square (ódýrar bækur), Barnes and Noble, New York Public Library, Kim’s video (ein síðasta almennilega videóbúllan), útimarkaðir á 25th street milli 5th og 6th, Pink Pony og Brown Cafe á Ludlow, Cafe Habana í Soho (þá sjaldan maður nær sæti), Landmark Sunshine Theater, Angelica Theater, MoMA-safnið, galleríin í Chelsea, listalífið í Dumbo og Williamsburg, og til að upplifa hina skemmtilega stemningu sem þar er.

Síbreytileg borgin, með sínu iðandi mannlífi ætti ekki að valda nokkrum vonbrigðum – en mikilvægast er þó að skipuleggja tímann sinn vandlega – og taka með sér góða skó!

TENGDAR GREINAR: Kristín í ParísMargrét í Kaupmannahöfn
NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Arnars EggertsBorg í góðum tengslum við náttúruna

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …