Samfélagsmiðlar

Stundvísitölur: Sjö af tíu ferðum WOW á tíma

klukka

Það reyndi meira á þolinmæði farþega á Keflavíkurflugvelli á fyrri hluta mánaðarins en það hefur gert í vor.

Þriðju hverji ferð WOW air frá landinu seinkaði á fyrri hluta mánaðarins. Komutímar stóðust hins vegar oftar og í heildina mælist stundvísi fyrirtækisins 69 prósent á tímabilinu. Fyrsta flug WOW air fór í loftið um mánaðarmótin.

Iceland Express er áfram stundvísast af íslenskum félögunum þremur á Keflavíkurflugvelli. Hélt það áætlun í rúmlega níu af hverjum tíu skiptum. Frammistaða Icelandair var slakari nú en oft áður. Þrjár af hverjum fjórum ferðum félagsins héldu áætlun.

Í heildina var stundvísi á Keflavíkurflugvelli því lakari sl. hálfan mánuð en hún hefur verið að jafnaði frá því í febrúar.

Icelandair með langmestu umsvifin

Nú þegar aðal ferðamannatímabilið er hafið þá eykst umferðin um Keflavíkurflugvöll mikið. Icelandair fór t.a.m. tæpar 800 ferðir til og frá landinu á fyrstu fimmtán dögum mánaðarins. Það er tvöfalt meira en á fyrri hluta febrúarmánaðar. Icelandair er langstærsta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og flaug fimm sinnum oftar en Iceland Express og WOW air samanlangt á fyrri hluta júnímánaðar.

Þess ber að geta að fyrsta ferð WOW air, sem farin var 31. maí, er tekin með í útreikninga Túrista núna.

Stundvísitölur Túrista, 1. til 15. júní (í sviga eru niðurstöður seinni hluta maí).

1. – 15. júní.

Hlutfall brottfara á tímaMeðalseinkun brottfaraHlutfall koma á tíma
Meðalseinkun komaHlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair79% (91%)8 mín (2 mín)74% (71%)8 mín (5 mín)76% (81%)8 mín (4 mín)
Iceland Express95% (100%)1 mín (0 mín)91% (97%)1 mín (1 mín)93% (99%)

1 mín (0,5 mín)

WOW air64%11 mín74%13 mín69%12 mín

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Borg í góðum tengslum við náttúrunaÁ heimavelli: Ísold í New York
TENGDAR GREINAR: Iceland Express í góðum gír

Mynd: Gilderic/Creative Commons

Nýtt efni
helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …