Samfélagsmiðlar

Dýrustu og ódýrustu borgirnar í dimmu

Það kostar þrefalt meira að fara út að borða og gista á hóteli í London en í Hanoi. Hér eru þær 10 borgir þar sem dýrast er að borða kvöldmat, fá sér kokteil, taka leigubíl og leggja sig á hóteli.

Par sem gistir eina nótt á fjögra stjörnu hóteli í London, fær sér kokteil, tveggja rétta kvöldmáltíð með víni og tekur leigubíl tilbaka á hótelið má reikna með að pakkinn kosti um sextíu og fimm þúsund krónur. Sambærileg gisting og kvöldskemmtun kostar tæpar átján þúsund í Hanoi í Víetnam. Sú borg er sú ódýrasta af þeim stöðum sem ferðasíðan Tripadvisor hefur vegið og metið kostnaðinn við að dvelja í eftir að sólin sest. London er hins vegar dýrust og höfuðborgir Skandinavíu raða sér einnig allar á lista þeirra tíu dýrustu.

Þrjár evrópskar borgir eru meðal þeirra ódýrustu, Sofía, Varsjá og Búdapest. Í síðastnefndu borginni kostar gisting, matur, drykkir og leigubíll um tuttugu og fjögur þúsund krónur.

Þeir sem vilja gera vel við í mat og drykk ættu því kannski að íhuga að kaupa sér örlítið dýrari flugmiða en þá sem bjóðast til London og Kaupmannahafnar. Því prísarnir á þeim tveim stöðum eru háir eins og sést á þessum listum Tripadvisor, tölurnar sýna verðið á veitingahúsaferð og hótelgistingu í hverji borg fyrir sig.

10 ódýrustu borgirnar

 1. Hanoi: 17.800 kr.
 2. Peking: 20.000 kr.
 3. Bangkok: 20.400 kr.
 4. Búdapest: 24.300 kr.
 5. Kuala Lúmpúr: 24.500 kr.
 6. Varsjá: 25.100 kr.
 7. Taipai: 25.700 kr.
 8. Sófía: 26.100 kr.
 9. Jakarta: 26.900 kr.
 10. Túnis: 27.300 kr.

10 dýrustu borgirnar

 1. London: 65.300 kr.
 2. Osló: 63.300 kr.
 3. Zurich: 61.300 kr.
 4. París: 60500 kr.
 5. Stokkhólmur: 59.700 kr
 6. New York: 57.600 kr.
 7. Moskva: 54.200 kr.
 8. Kaupmannahöfn: 53.800 kr.
 9. Sydney: 49.500 kr.
 10. Singapúr: 47.100 kr.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Vanmetnustu borgirnar
NÝJAR GREINAR: Borg í góðum tengslum við náttúrunaFarið lækkar þegar nær dregur brottför

Mynd: Visit London

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …