Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Guðrún í Orlandó

Það er frábært að búa í Orlandó. Veðrið er yndislegt yfir vetrarmánuðina en það er svolítið heitt og rakt á sumrin“, segir Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir sem hefur átt heima í Flórída í 19 ár. Hún hefur lengstum unnið í ferðaþjónustunni og því vön að gefa ferðalöngum sem þangað koma góð ráð. Hún deilir hér nokkrum með lesendum.

„Orlandó hefur upp á margt að bjóða, bæði fyrir þau yngri og þá sem eldri eru. Hinir heimsþekktu skemmtigarðar Disney Magic, Wet and wild og Universal Studios hitta alltaf í mark hjá þeim yngstu. Sea World er líka frábær garður fyrir alla aldurshópa sem og Fun Spot, Island of Adventure garðurinn og Blizzard Beach vatnsgarðurinn. Einnig er gaman að heimsækja Kennedy Space Center en þangað er um 50 mínútna akstur frá Orlandó norður af Cocoa beach.

Það er einnig fjöldi dýragarða á svæðinu. Central Florida Zoo er í Orlandó og hinn risastóri Bush Garden er í um tveggja tíma akstursfjarlægð og það tekur tæpan klukkutíma að keyra til Melbourne þar sem Brevard Zoo dýragarðurinn er.“

Strandbæir til allra átta

„Austur af Orlandó liggur Cocoa beach baðströndin. Þangað er styst að fara fyrir þá sem vilja busla í sjónum. Við vesturströnd Flórída eru það St.Petersburg, Bradenton og Sarasota sem mæla má með. Það tekur um tvo tíma að keyra þangað. Einnig er tilvalið að gera sér ferð syðst á skagann til bæjarins Naples sem er einstaklega fallegur og liggur við ströndina. Þaðan má keyra yfir Alligator Alley, í áttina til Miami og svo áfram til Key West sem er syðsti punktur Bandaríkjanna. Þar eru yndislegar strendur og flestir hafa heyrt af fjörinu á Miami Beach.

Fyrir norðan Orlandó er finna elstu borg Flórída, St.Augustine. Þar er margt að skoða, bæði gamalt og nýtt. Þaðan er ekki langt til Daytona sem er áhugafólki um kappakstur að góðu kunn. Á þessu svæði eru líka fínar strendur.“

Skemmtisiglingar frá Flórída

„Útgerð skemmtiferðaskipa er blómleg í Flórída. Frá Port Canaveral höfninni, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Orlandó, sigla skip félaganna Carnival, Royal Caribbean og Norwegian ásamt Disney. Það síðastnefnda býður upp á frábær skip og skemmtanir fyrir alla aldurshópa. Úrvalið er einnig gott frá Ft. Lauderdale-höfn og frá Miami er siglt út á Karabíska hafið og til Mexíkó. Þeir sem vilja heimsækja nágrannalandið geta líka lagt í hann frá Tampa.“

Perlur sem fáir þekkja til

„Bátsferð um hið fallega svæði við Winter Park er einstaklega skemmtileg upplifun. Gamli bærinn í Winter Park er líka heimsóknarinnar virði því þar er gaman að rölta um og setjast inn á kaffihús eða veitingahús.

Um helgar eru reglulega útimarkaðir við Lake Eola vatnið sem er nánast í miðborg Orlandó. Þangað fjölmenna íbúar svæðisins. Þar eru líka veitingastaðir og leikvöllur fyrir þau yngstu.“

Guðrún rekur ferðaþjónstu á Flórída. Kynna má sér úrvalið hér.

TENGDAR GREINAR: Greta Mjöll á heimavelli í BostonBjörgvin Ingi á heimavelli í Chicago

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …