Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Guðrún í Orlandó

Það er frábært að búa í Orlandó. Veðrið er yndislegt yfir vetrarmánuðina en það er svolítið heitt og rakt á sumrin“, segir Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir sem hefur átt heima í Flórída í 19 ár. Hún hefur lengstum unnið í ferðaþjónustunni og því vön að gefa ferðalöngum sem þangað koma góð ráð. Hún deilir hér nokkrum með lesendum.

„Orlandó hefur upp á margt að bjóða, bæði fyrir þau yngri og þá sem eldri eru. Hinir heimsþekktu skemmtigarðar Disney Magic, Wet and wild og Universal Studios hitta alltaf í mark hjá þeim yngstu. Sea World er líka frábær garður fyrir alla aldurshópa sem og Fun Spot, Island of Adventure garðurinn og Blizzard Beach vatnsgarðurinn. Einnig er gaman að heimsækja Kennedy Space Center en þangað er um 50 mínútna akstur frá Orlandó norður af Cocoa beach.

Það er einnig fjöldi dýragarða á svæðinu. Central Florida Zoo er í Orlandó og hinn risastóri Bush Garden er í um tveggja tíma akstursfjarlægð og það tekur tæpan klukkutíma að keyra til Melbourne þar sem Brevard Zoo dýragarðurinn er.“

Strandbæir til allra átta

„Austur af Orlandó liggur Cocoa beach baðströndin. Þangað er styst að fara fyrir þá sem vilja busla í sjónum. Við vesturströnd Flórída eru það St.Petersburg, Bradenton og Sarasota sem mæla má með. Það tekur um tvo tíma að keyra þangað. Einnig er tilvalið að gera sér ferð syðst á skagann til bæjarins Naples sem er einstaklega fallegur og liggur við ströndina. Þaðan má keyra yfir Alligator Alley, í áttina til Miami og svo áfram til Key West sem er syðsti punktur Bandaríkjanna. Þar eru yndislegar strendur og flestir hafa heyrt af fjörinu á Miami Beach.

Fyrir norðan Orlandó er finna elstu borg Flórída, St.Augustine. Þar er margt að skoða, bæði gamalt og nýtt. Þaðan er ekki langt til Daytona sem er áhugafólki um kappakstur að góðu kunn. Á þessu svæði eru líka fínar strendur.“

Skemmtisiglingar frá Flórída

„Útgerð skemmtiferðaskipa er blómleg í Flórída. Frá Port Canaveral höfninni, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Orlandó, sigla skip félaganna Carnival, Royal Caribbean og Norwegian ásamt Disney. Það síðastnefnda býður upp á frábær skip og skemmtanir fyrir alla aldurshópa. Úrvalið er einnig gott frá Ft. Lauderdale-höfn og frá Miami er siglt út á Karabíska hafið og til Mexíkó. Þeir sem vilja heimsækja nágrannalandið geta líka lagt í hann frá Tampa.“

Perlur sem fáir þekkja til

„Bátsferð um hið fallega svæði við Winter Park er einstaklega skemmtileg upplifun. Gamli bærinn í Winter Park er líka heimsóknarinnar virði því þar er gaman að rölta um og setjast inn á kaffihús eða veitingahús.

Um helgar eru reglulega útimarkaðir við Lake Eola vatnið sem er nánast í miðborg Orlandó. Þangað fjölmenna íbúar svæðisins. Þar eru líka veitingastaðir og leikvöllur fyrir þau yngstu.“

Guðrún rekur ferðaþjónstu á Flórída. Kynna má sér úrvalið hér.

TENGDAR GREINAR: Greta Mjöll á heimavelli í BostonBjörgvin Ingi á heimavelli í Chicago

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …