Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Atla Fannars

Atli Fannar, framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, á góðar minningar frá heimsóknum til frændþjóðanna en átti erfitt með að ná sambandi við heimamenn í Slóvakíu. Atli Fannar deilir hér nokkrum ferðasögum með lesendum.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Fjögurra ára gamall fór ég til Spánar með foreldrum mínum og systur. Þetta var árið 1988 en amma mín og afi eiga hlut í húsi í Torrevieja. Ýmislegt úr ferðinni er minnisstætt. Ég sá í fyrsta skipti frosk og upplifði mikinn hrylling þegar ég ætlaði að skrúfa frá krana sem hann notaði sem hvíldarstað. Ég eignaðist líka fyrsta gæludýrið mitt. Það var snigill. Hann strauk í skjóli nætur. Þá var mér mikið strítt af þjónum veitingastaða sem létu eins og þeir hefðu aldrei séð ljóshærðan dreng áður og kipptu ítrekað í skottið mitt, en slík klipping þótti töff á þessum tíma. Er mér sagt.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Hróarskelda 2006 var algjör unaður. Okkur tókst að smala saman í hóp af miklum snillingum sem höfðu aldrei ferðast erlendis saman. Úr varð frábær ferð, sólin skein allan tímann, ótrúlegt magn af stórkostlegum hljómsveitum kom fram á hátíðinni og steikurnar á Jensen’s Bøfhus voru gómsætari en nokkru sinni fyrr, þó rækjukokkteillinn hafi haft leiðindar afleiðingar í för með sér.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Ég hef aldrei farið í misheppnaða utanlandsferð en viðhorf mitt til Slóvakíuferðar árið 2002 hefði mátt vera betra. Ég var 17 að verða 18 á miklu gelgjuskeiði og vann ferðina ásamt Völundi vini mínum í hönnunarsamkeppni Fjölbrautarskóla Suðurlands en við fórum út ásamt tveimur kennurum. Ég fann landinu allt til foráttu: Maturinn var ekki nógu góður, rúmin voru of hörð, sætu stelpurnar skildu mig ekki og ég ekki þær. Eftir á að hyggja var þetta samt frábær ferð. Ég fagnaði 18 afmælinu mínu úti með því að kaupa stærstu og rykugustu freyðivínssflösku sem ég hef séð. Innihaldið bragðaðist hræðilega en hvarf á dularfullan hátt eftir að ég fór að sofa.

Tek alltaf með í fríið:

Ég tek ekkert sérstakt með mér að heiman fyrir utan vegabréf og kreditkort. En ég er með ákveðna athöfn á flugvöllum sem má ekki klikka. Vegna mikillar flughræðslu mæti ég ávallt snemma í Leifsstöð og fæ mér nokkra bjóra til auðvelda mér svefn í fluginu. Ég geri það sama erlendis en kaupi alltaf tímarit þar sem spennan sem fylgir því að komast heim hjálpar ekki við svefninn, þrátt fyrir bjórsumblið.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Ég fékk stórkostlegt sushi í Færeyjum í fyrra en ekkert slær út 35 króna spagettíið á Hróarskeldu. Verst að miðað við gengið kostaði skálin 350 krónur þegar ég fór síðast en um 700 krónur í dag. Samt þess virði.

Uppáhaldsstaðurinn í útlöndum:

Ég á eflaust eftir að finna hann. Mér leið mjög vel í Svíþjóð. Væri til í að fara þangað oftar.

Draumafríið:
Asía. Ekki spurning.

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …