Samfélagsmiðlar

5 ástæður til heimsækja Berlín í vetur

Í Berlín eru stórviðburðir á listasviðinu næstum daglegt brauð og jólamarkaðir setja þar sterkan svip á á aðventuna. Það er líka leit að vestrænni stórborg þar sem verðlagið er jafn lágt og raunin er í höfuðstað Þýskalands. Það er því ærið tilefni til að gera sér ferð til Berlínar á næstunni og hér er það sem ber einna hæst.

Klassíkin

Berlín er besta óperuborg í heimi að mati breska blaðsins The Guardian. Það eru þrjú óperuhús í borginni og meðal stykkja á dagskrá vetrarins hjá Deutcshe Oper Berlin eru Töfraflautan, Carmen og Turandot. Aida verður frumsýnd í febrúar hjá Staatsoper en á fjölunum um þessar mundir eru La Traviata og Tosca. Klassískara verður það varla og ódýrustu miðarnir kosta 28 evrur (um 4500 krónur).

Berlínarfílharmonían spilar í Hörpu í nóvember en þeir sem vilja sjá þessa heimsþekktu hljómsveit á heimavelli hafa úr miklu að moða og er miðaverðið frá 30 evrum (4800 kr.) á tónleika sveitarinnar.

Jólamarkaðir

Í Þýskalandi finnst varla byggt ból þar sem ekki er jólamarkaður í desember. Höfuðborgin er þar engin undantekning og úrvalið af mörkuðum er töluvert á aðventunni. Hvíta tjaldbúðin við hið fallega Gendarmenmarkt torg hýsir einn vinsælasta markað borgarinnar og þar má kaupa alls kyns jóladót og veitingar.

Á Lúsíumarkaðnum í Prenzlauer Berg svífur skandínavískur andi yfir vötnum, við Charlottenburg slottið er að finna gott úrval af mat og skemmtun og rétt fyrir utan borgina, í bænum Spandau, er einn stærsti jólamarkaður Þýskalands (20 mín með U-bahn). Rétt við Alexanderplatz er skautasvell, parísarhjól og sölubásar og við breiðgötuna Unter den Linden er sömuleiðis að finna jólamarkað.

Vetrartískan í Mitte

Þeir sem kjósa heldur að rölta á milli sérverslana en eyða deginum í stórri verslunarmiðstöð verða ekki sviknir af úrvalinu við Neue og Alte Schönhauser Strasse og Oranienburger Strasse í Mitte, skammt frá Alexanderplatz. Þarna er urmull af verslunum sem selja heimsþekkt vörumerki í bland við búðir sem fókusa á þýska framleiðslu. Ekki gleyma að þræða hliðargötunnar (t.d. Mulackstrasse og Auguststrasse) og á Torstrasse (kaflinn milli Alte Schönhauser Str. og Rosenthaler Platz) er að finna nokkrar góðar búðir fyrir þá sem ganga í Comme des Carcons, Wood Wood, Adam Kimmel og Clarks.

Söfnin

Það getur orðið kalt í veðri í Berlín og því gott að sækja yl og innblástur á hinum fjölmörgu söfnum borgarinnar. Á Safnaeyjunni eru nokkur af þekktustu söfnunum og svo er nútímalistinni vel sinnt á Neue Nationalgalerie og Hamburger Bahnhof.

Vegna þess hve ódýrt er að lifa í Berlín, alla vega á mælikvarða vestrænna stórborga, þá hefur borgin reynst góð ræktunarstöð fyrir listamenn og úrval verka þeirra má skoða á galleríum út um allan bæ. Í dag munu þau bestu vera í kringum Welding og Auguststrasse í Mitte og Checkpoint Charlie safnið.

Festivöl

Í febrúar verða teknar til sýninga 402 myndir í bíóum Berlínar. Tilefnið er Berlinale kvikmyndahátíð sem er meðal þeirra stærstu í heimi. Hátíðinni er skipt í þrennt og eru það flokkarnir Panorama og Forum sem heilla bíónördana mest því myndirnar þar rata sjaldan í almennar sýningar út í heimi. Berlinale fer fram 7. til 17. febrúar á næsta ári.

Fyrstu fjóru dagana í nóvemer í ár er komið að hinu árlega Jazzfestivali Berlínarbúa og 15. til 24. mars er það nýklassíkin sem ræður ríkjum. Tískubransinn fjölmennir til borgarinnar í janúar og þá verður vafalítið fjör á börunum.

WOW air flýgur til Berlínar í allan vetur.

TENGDAR GREINAR: Vegvísir BerlínMiklu fleiri Íslendingar til Berlínar

Myndir: Visit Berlin og Deutsche Oper Berlin

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …