Samfélagsmiðlar

5 ástæður til heimsækja Berlín í vetur

Í Berlín eru stórviðburðir á listasviðinu næstum daglegt brauð og jólamarkaðir setja þar sterkan svip á á aðventuna. Það er líka leit að vestrænni stórborg þar sem verðlagið er jafn lágt og raunin er í höfuðstað Þýskalands. Það er því ærið tilefni til að gera sér ferð til Berlínar á næstunni og hér er það sem ber einna hæst.

Klassíkin

Berlín er besta óperuborg í heimi að mati breska blaðsins The Guardian. Það eru þrjú óperuhús í borginni og meðal stykkja á dagskrá vetrarins hjá Deutcshe Oper Berlin eru Töfraflautan, Carmen og Turandot. Aida verður frumsýnd í febrúar hjá Staatsoper en á fjölunum um þessar mundir eru La Traviata og Tosca. Klassískara verður það varla og ódýrustu miðarnir kosta 28 evrur (um 4500 krónur).

Berlínarfílharmonían spilar í Hörpu í nóvember en þeir sem vilja sjá þessa heimsþekktu hljómsveit á heimavelli hafa úr miklu að moða og er miðaverðið frá 30 evrum (4800 kr.) á tónleika sveitarinnar.

Jólamarkaðir

Í Þýskalandi finnst varla byggt ból þar sem ekki er jólamarkaður í desember. Höfuðborgin er þar engin undantekning og úrvalið af mörkuðum er töluvert á aðventunni. Hvíta tjaldbúðin við hið fallega Gendarmenmarkt torg hýsir einn vinsælasta markað borgarinnar og þar má kaupa alls kyns jóladót og veitingar.

Á Lúsíumarkaðnum í Prenzlauer Berg svífur skandínavískur andi yfir vötnum, við Charlottenburg slottið er að finna gott úrval af mat og skemmtun og rétt fyrir utan borgina, í bænum Spandau, er einn stærsti jólamarkaður Þýskalands (20 mín með U-bahn). Rétt við Alexanderplatz er skautasvell, parísarhjól og sölubásar og við breiðgötuna Unter den Linden er sömuleiðis að finna jólamarkað.

Vetrartískan í Mitte

Þeir sem kjósa heldur að rölta á milli sérverslana en eyða deginum í stórri verslunarmiðstöð verða ekki sviknir af úrvalinu við Neue og Alte Schönhauser Strasse og Oranienburger Strasse í Mitte, skammt frá Alexanderplatz. Þarna er urmull af verslunum sem selja heimsþekkt vörumerki í bland við búðir sem fókusa á þýska framleiðslu. Ekki gleyma að þræða hliðargötunnar (t.d. Mulackstrasse og Auguststrasse) og á Torstrasse (kaflinn milli Alte Schönhauser Str. og Rosenthaler Platz) er að finna nokkrar góðar búðir fyrir þá sem ganga í Comme des Carcons, Wood Wood, Adam Kimmel og Clarks.

Söfnin

Það getur orðið kalt í veðri í Berlín og því gott að sækja yl og innblástur á hinum fjölmörgu söfnum borgarinnar. Á Safnaeyjunni eru nokkur af þekktustu söfnunum og svo er nútímalistinni vel sinnt á Neue Nationalgalerie og Hamburger Bahnhof.

Vegna þess hve ódýrt er að lifa í Berlín, alla vega á mælikvarða vestrænna stórborga, þá hefur borgin reynst góð ræktunarstöð fyrir listamenn og úrval verka þeirra má skoða á galleríum út um allan bæ. Í dag munu þau bestu vera í kringum Welding og Auguststrasse í Mitte og Checkpoint Charlie safnið.

Festivöl

Í febrúar verða teknar til sýninga 402 myndir í bíóum Berlínar. Tilefnið er Berlinale kvikmyndahátíð sem er meðal þeirra stærstu í heimi. Hátíðinni er skipt í þrennt og eru það flokkarnir Panorama og Forum sem heilla bíónördana mest því myndirnar þar rata sjaldan í almennar sýningar út í heimi. Berlinale fer fram 7. til 17. febrúar á næsta ári.

Fyrstu fjóru dagana í nóvemer í ár er komið að hinu árlega Jazzfestivali Berlínarbúa og 15. til 24. mars er það nýklassíkin sem ræður ríkjum. Tískubransinn fjölmennir til borgarinnar í janúar og þá verður vafalítið fjör á börunum.

WOW air flýgur til Berlínar í allan vetur.

TENGDAR GREINAR: Vegvísir BerlínMiklu fleiri Íslendingar til Berlínar

Myndir: Visit Berlin og Deutsche Oper Berlin

Nýtt efni

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …