Samfélagsmiðlar

Leiðin frá Hvíta húsinu að hamborgarabúllu forsetafrúarinnar

Þegar gengið er frá heimili Obama og fjölskyldu að skyndibitastaðnum sem forsetafrúin hefur tekið ástfóstri við þá verða á vegi manns þekktustu kennileiti Washington.

Hvíta húsið er skyldustopp hjá ferðamönnum í Washington. Forsetafjölskyldan kippir sér því ekki upp við það þó fólk standi við heimili þeirra frá morgni til kvölds. Og sennilega er óhætt að fullyrða að margir þeirra sem gera sér ferð til höfuðborgar heimalands hamborgarans ætli sér líka að gæða sér á nautahakki í mjúkri brauðbollu að minnsta kosti einu sinni á meðan dvöl þeirra stendur. Svo heppilega vill til að á leiðinni frá þekktasta húsi Bandaríkjanna að uppáhalds skyndibitastað Michelle Obama liggja mörg af kunnustu kennileitum borgarinnar. Það er því hægt að slá margar flugur í einu höggi í þessum tveggja tíma göngutúr sem Túristi fór í nýverið.

Hjarta þjóðarinnar

Skrifstofa og heimili Bandaríkjaforseta er í norðurhluta National Mall þar sem finna má minnisvarða látinna hermanna, forseta og þjóðhetja ásamt þinghúsinu og Smithsonian söfnunum. Á miðju National Mall stendur hin 169 metra háa súla sem kennd er fyrsta forsetann, George Washington, lengst til vesturs er stytta af Abraham Lincoln og í suðurendanum eru þeir Roosevelt og Jefferson. Þar á milli má finna minnisvarða um þá sem fallið hafa í stríðsátökum og Martin Lúther King hefur líka fengið sinn sess í garðinum, ekki langt frá tröppum minnismerkis Lincoln, þar sem hann hélt sína þekktustu ræðu. Allt þetta er í göngufæri við Hvíta húsið.

Næst frægasta húsið

Ef hús forsetans er það þekktasta í Bandaríkjunum þá fylgir þinghúsið á Capitol hill sennilega fast á eftir. Þessi mikla bygging er austast í National Mall, um fimm kílómetrum frá Abraham Lincoln í hinum endanum. Á stígunum sem liggja milli þessara kennileita eru alla jafna margir á ferðinni því þar eru einnig nokkur af stærstu söfnum Smithsonian stofnunarinnar. Þeir sem vilja ekki láta sér nægja að skoða þinghúsið utan frá geta fengið leiðsögn um sali þess en þá þarf að gera boð á undan sér og panta tíma á heimasíðu þingsins (sjá nánar hér).

Reiðhjól má leigja á nokkrum stöðum í National Mall (sjá kort) og þeir sem vilja fara hraðar yfir ættu að nýta sér þann möguleika. Bílaumferð er nefnilega takmörkuð á svæðinu og því einfalt að hjóla þar um.

Loks matartími

Gangan frá Hvíta húsinu, niður að Washington súlunni, þaðan til vesturs, svo í suður og loks í átt að þinghúsinu tekur um tvo tíma. Það er því sennilega farið að heyrast garnagaul í göngumönnum þegar komið er að Capitol Hill. Blessunarlega er hamborgarabúllan Good stuff eatery þá skammt undan en hún mun vera í miklum metum hjá Michelle forsetafrú. Hún er þó ekki ein um að þykja þjóðarskyndibitanum gerð góð skil á þessum stað því þar er bekkurinn ávallt þéttskipaður. Afgreiðslan er hins vegar hröð og fólk þarf því ekki að bíða lengi eftir þessum einstaklega gómsætu hamborgurum og kalkúnasamlokum sem sennilega enginn utan Bandaríkjanna getur apað fullkomlega eftir. Sumir hlutir njóta sín einfaldlega best á heimaslóðum.

Þegar allir eru orðnir vel mettir er kannski tími til að halda tilbaka að Smithsonian söfnunum og gera þessum „botnlausu fróðleiksbrunnum“ góð skil eða kíkja í verslanir (sjá verslað í Washington).

Icelandair flýgur til Washington allt árið um kring.

Myndir: Whitehouse.org – CapitolregionUSA – Good stuff eatery

 

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …