Samfélagsmiðlar

Ódýrara að fljúga í skíðaferð til Oslóar en Akureyrar

Næstu vikur eru flugmiðar til höfuðborgar Noregs ódýrari en bónussæti frá Reykjavík til höfuðsstaðs Norðurlands. Við borgarmörk Oslóar er stórt skíðasvæði þar sem lyftukortin kosta ögn minna en í Ölpunum en eru reyndar helmingi dýrari en í Hlíðarfjalli.

Fyrirheitna land óánægðra launþega lendir ósjaldan í einu af toppsætunum á listum yfir dýrustu áfangastaði ferðamanna. Það er því frekar dýrt að dvelja í Noregi en þegar flugið, báðar leiðir, með Primera Air til Oslóar kostar tæpar tuttugu þúsund krónur þá er hægt að fara þangað í frekar billega skíðaferð. Til samanburðar kostar skíðaflug WOW air til Salzburgar ekki minna en sextíu þúsund (ef þú tekur með þér farangur) og bónussætin með Flugfélagi Íslands úr Vatnsmýrinni yfir í Eyjarfjörð eru á rúmar ellefu þúsund. Vissulega kostar minna að vera aðkomumaður á Akureyri en í Osló en verðlagið á skíðasvæðum Alpanna er sennilega ekki mikið lægra en í norsku fjöllunum. Lyftukortin eru í það minnsta ódýrari á stærsta svæði höfuðborgarinnar, Oslo vinterpark, því þar kosta þrír dagar um 23 þúsund (995NOK) en um 25 þúsund (144 evrur) á Dolomiti svæðinu á Ítalíu. Í Hlíðarfjalli er þriggja daga kort á 7.800 krónur.

Lítið um íslenskt skíðafólk

Skíðasvæðin sem tilheyra Oslo vinterpark eru í kringum Holmenkollen og þar eru ellefu skíðalyftur. Í samtali við Túrista fullyrðir markaðsstjóri svæðisins, Hanne Norstrøm, að engin önnur höfuðborg geti státað af eins góðu skíðasvæði rétt fyrir utan miðbæinn. Hún segist vonast til að fleiri Íslendingar komi því þeir séu alltof sjaldséðir á svæðinu. Hanne mælir með að fólk finni sér hótel miðsvæðis í Osló og taki svo lestina (Lína 1 út að Frogneseteren) í átt að fjallinu. Þannig geti skíðafólkið notið alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða á kvöldin.

Oslo vinterpark er ekki eina skíðasvæðið í nágrenni við Osló. Varingskollen er stutt frá og þar er að finna mest krefjandi brekkur höfuðborgarsvæðisins en líka góða aðstöðu fyrir börn. Í Grefsenkleiva eru langar brautir og brettafólki er þar gert hátt undir höfði.

Þess ber að geta að Flugfélag Íslands selur líka nettilboð til Akureyrar um níu þúsund sem er aðeins lægra en 9.900 króna fargjöld Primera Air til Oslóar.

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum í Osló
NÝJAR GREINAR: Farið til London hefur hækkað um meira en helming

Mynd: Oslo vinterpark

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …