Fjárfestar hafa trú á flugrekstri á Norðurlöndunum og hækkaði verðmæti þeirra fimm flugfélaga, sem skráð eru norrænar kauphallir, um rúma 85 milljarða króna á síðasta ári. Eitt félaganna hækkaði þó langmest.
Þeir sem keyptu hlutabréf í Icelandair og norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian í byrjun síðasta ár hafa ávaxtað krónurnar sínar vel. Virði íslenska félagsins hækkaði um 63 prósent á árinu og Norwegian um 160 prósent. Það norska er þar með orðið langverðmætasta flugfélagið á Norðurlöndunum samkvæmt samantekt dönsku síðunnar Checkin.dk. Er virði Norwegian nú meira en SAS og Finnair samanlagt en hlutabréf þessara tveggja hækkuðu aðeins um nokkur prósent á síðasta ári. Hið færeyska Atlantic Airways er minnst fyrirtækjanna fimm en hlutur í félaginu hækkaði um fimmtung á árinu.
Samkvæmt frétt Checkin var samanlagt verðmæti norrænu flugfélaganna um 245 milljarðar í lok síðasta árs og hafði það hækkað um 54 prósent frá því í ársbyrjun 2012.
TENGDAR GREINAR: Mesta aukning hjá Icelandair
HÓTEL: Finndu ódýrasta hótelið í Kaupmannahöfn
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í London
Mynd: Norwegian