Samfélagsmiðlar

Hóteltékk: Ackselhaus og Blue home í Berlín

Hótel með persónulegum stíl við fallega íbúðagötu í einum skemmtilegasta hluta Berlínar. Gisting fyrir þá sem taka hverfisstemmningu fram yfir hringiðjuna.

Þó Prenzlauer Berg sé eitt vinsælasta hverfi höfuðborgar Þýskalands þá eru ekki mörg hótel þar að finna. Við hljóðláta götu, á besta stað í hverfinu, er samt sem áður að finna tvo gististaði, Ackselhaus og Blue home, sem eru í eigu sama aðila.

Það er greinilegt að hér hefur persónulegur stíll verið látinn ráða för þegar húsin voru innréttuð. Öll sextán herbergi Ackselhause eru hvert með sínum brag, eitt er eins og bandarískt strandhús, Feneyjar eru fyrirmynd annars og svo fram eftir götunum. Á Blue home er blái liturinn í aðalhlutverki og þar eru nítján misstór herbergi. Allt frá eins manns kytrum og upp í sextíu fermetra íbúð.

Herbergin

Það er ákveðið krydd í tilveru ferðamannsins að gista á hóteli þar sem hlutirnir eru útpældir og persónulegir. Þó maður myndi kannski ekki sjálfur innrétta þá hefur eigendum Ackselhouse og Blue Home tekist að búa til hlýlega gistingu og munað að leggja metnað í góð rúm og þægileg baðherbergi.

Staðsetning

Prenzlauer Berg var lengi vel það hverfi sem naut mestra vinsælda hjá íbúum Berlínar. Leigan var þá lág en nú er unga fólkið orðið ráðsett og komið með börn og ögn rólegri stemmning á götunum en áður.

Hótelin tvö standa við Belforter Strasse sem er gróin og falleg íbúðagata á fínum stað í hverfinu, aðeins tekur um 5 mínútur að ganga að næstu metró stöð (U-bahn: Senefelderplatz) og fjöldi kaffihúsa og veitingastaða er að finna í Knaackstrasse, bak við hótelið, og fleiri götum sem eru í stuttu göngufæri.

Verðið

Það kostar að lágmarki 110 evrur að búa á þessum hótelum og aðeins hægt að panta með því að senda fyrirspurn á hótelin. Herbergin eru mjög misjöfn og því gott að skoða heimasíðuna áður til að sjá hvaða herbergi eru manni mest að skapi. Íbúðirnar eru á 150 til 170 evrur. Það er lítið mál að finna ódýrari gistingu í Berlín en Túristi mælir óhikað með Ackselhaus og Blue Home sem vilja búa í persónulegu umhverfi og njóta stemmningarinnar í Prenzlauer Berg.

Þeir sem panta og nefna „Turisti.is“ fá fría freyðivínflösku þegar þeir koma á hótelið (sjá nánar hér).

NÝJAR GREINAR: Hótelin sem mælt er með í Sankti Pétursborg

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …