Samfélagsmiðlar

Auðveldar fólki að finna ódýra bílaleigubíla út um allan heim

Fyrir ári síðan fór í loftið íslensk heimasíða sem aðstoðar ferðamenn að finna hagstætt verð á bílaleigubílum út um víða veröld. Viðtökurnar hafa verið það góðar að síðan er nú aðgengileg á ellefu tungumálum. Það er Georg Haraldsson sem stendur að baki Bílaleigur.com.

Hver er hugmyndin að baki síðunni og hvernig hafa viðtökurnar verið?

Þegar við fjölskyldan bjuggum á Spáni leigðum við oft bíla fyrir okkur sjálf og gesti sem komu í heimsókn. Eftir að hafa leitað lengi á netinu að bókunarvél sem finnur bestu verðin hjá öllum þeim sem eru að leigja út bíla á viðkomandi stað, fundum við loks eina góða frá Írlandi. Eftir að hafa prófað og sannreynt gæði hennar og verð, ákváðum við að hafa samband við fyrirtækið sem rekur hana og sömdum um að þeir myndu sjá um bókunarvélina á nýrri íslenskri bílaleiguvefsíðu, Bílaleigur.com. Það var svo í mars á síðasta ári sem við opnuðum og þrátt fyrir að hafa ekkert auglýst í fjölmiðlum hafa viðtökur verið hreint út sagt ótrúlegar. Höfum við þar með fengið staðfestingu á því að góð vara og þjónusta auglýsi sig best sjálf með góðu umtali og ánægðum viðskiptavinum.

Hver er munurinn að bóka bílaleigubíl í gegnum síðuna þína en t.d. beint á heimasíðum Hertz og Avis?

Það sem okkar viðskiptavinir græða á því að bóka bílinn beint á Bílaleigur.com er fyrst og fremst betra verð, einfaldleiki og tímasparnaður. Þegar leitað er að bíl í leitarvélinni okkar finnum við bestu verðin hjá meira en 550 bílaleigufyrirtækjum á meira en 28 þúsund stöðum um allan heim. Þetta þýðir að staðbundnar bílaleigur, sem vegna smæðar sinnar eru ferðamönnum ekki kunnar, eiga jafna möguleika á að kynna sína bíla og verð eins og stóru leigurnar. Það er óneitanlega mikill tímasparnaður fólginn í því að geta farið á einn stað, fengið niðurstöður frá öllum bílaleigum á svæðinu og borið svo saman verðin.

Bílaleigur.com er hluti af alþjóðlegri bílabókunarvél sem semur beint við bílaleigurnar um kaup á tugmilljónum leigudaga á hverju ári. Slík magnkaup skila viðskiptavinum okkar hagstæðari verðum og oft á tíðum er meiri búnaði innifalinn í verðinu eða á betra verði, t.d. GPS leiðsögutæki, viðbótartryggingar o.fl.

Borgar sig að bóka bíl með löngum fyrirvara eða er nóg að ganga frá þessu hálfum mánuði fyrir fríið?

Þumalputtareglan er sú að best er að bóka bílaleigubílinn með löngum fyrirvara þegar framboðið er mest, enda verðlauna bílaleigurnar þá sem sýna forsjá með góðum verðum og fjölbreyttu úrvali til að tryggja bókunarstöðu sína fram í tímann. Á hinn bóginn lækka bílaleigurnar líka oft verðin á síðustu stundu til að forðast það að sitja uppi með óleigða bíla, en fjölbreytni bíla í boði gæti verið minni.

Áttu góð ráð til lækka leiguverðið? Borgar sig t.d. að leigja bíl í miðri viku frekar en um helgi?

Almennt er ódýrast að leigja bíla í miðri viku, sérstaklega á þriðjudegi til fimmtudags, með sem lengstum fyrirvara og yfir vetrartímann. Hafa skal í huga að það er oft dýrara að skila bílnum á öðrum stað en hann var sóttur á. Sérstaklega ef það er í öðru landi og best er að fara eftir fyrirmælum leigunnar hvort skila eigi bílnum með fullum tanki eða tómum. Athugaðu líka tryggingarnar sem fylgja kreditkortinu þínu. Þeir sem eru með platínukort þurfa t.d. ekki að bæta við neinum viðbótartryggingum, því allar líkur eru á að þær séu innifaldar í kortinu. Og að lokum, ef þú lendir í því að fá smávægilegar rispur á lakk bílsins er ágætis ráð að nudda þær með puttanum ásamt smá tannkremi og vatni.

Sjá heimasíðuna Bílaleigur.com

NÝJAR GREINAR: Endurunnin vesturbær

Nýtt efni

Það er mat Standard & Poor's að Grikkland hafi loks bundið enda á skulda- og bankakreppuna sem reið yfir landið fyrir 15 árum síðan. Hin gríska skuldakreppa gekk nærri evrusamstarfinu á sínum tíma en úr var að Grikkland fékk 50 milljarða króna lán úr stöðugleikasjóði Evrópusambandsins. Sú upphæð fór í einskonar gríska bankasýslu sem lagði …

Umtalsverður samdráttur hefur orðið í vínútflutningi Nýsjálendinga að undanförnu. Verð hefur lækkað og minna selst á mikilvægustu markaðssvæðum. Áhugi á nýsjálenskum vínum náði hámarki um mitt árið 2023 en leiðin hefur legið niður á við síðustu mánuði, eins og tölur frá uppgjörsárinu sem lauk í júní sýna glögglega. Verðmæti nýsjálenskra vína minnkaði um 12,2% frá …

Stjórnendur Play gera ekki ráð fyrir að fjölga þotunum í flotanum á næsta ári en það er engu að síður þörf á nýjum flugmönnum. Play hefur því auglýst til umsóknar lausar stöður flugmanna og rennur fresturinn til að sækja um út í byrjun desember. Ekki liggur fyrir hversu margir verða ráðnir samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. …

Nýr forsætisráðherra Frakklands, Michel Barnier, er ekki sáttur við stöðu innflytjendamála í landinu og vill herða tökin. Endurspeglar hann þar stöðugt háværari umræðu í landinu um fjölda innflytjenda. Meginþunginn í stefnuræðu Barnier á þinginu fyrr í vikunni var á stöðu efnahagsmála, hvernig stöðva þyrfti skuldasöfnun, skera niður útgjöld og hækka skatta. En hann ræddi líka …

Í lok október þyngist flugumferðin milli Íslands og Bretlands enda fjölmenna Bretar hingað til lands yfir vetrarmánuðina. Breska flugfélagið Easyjet hefur verið stórtækast í flugi milli landanna tveggja á þessum árstíma en félagið hefur nú skorið niður áætlunina þónokkuð frá síðasta vetri. Til viðbótar við þennan niðurskurð á Keflavíkurflugvelli þá hefur Wizz Air fellt niður …

Toyota Motor hefur ákveðið að fresta framleiðslu rafbíla í Bandaríkjunum vegna þess að dregið hefur úr eftirspurn. Viðskiptavefur Nikkei greinir frá því að framleiðslan hefjist ekki fyrr en á fyrri hluta árs 2026. Framleiðandinn á að hafa greint birgjum nýverið frá því að það drægist að hefja smíði fyrsta rafbílsins, þriggja sætaraða sportjeppa, í verksmiðju …

Hið konunglega hollenska flugfélag, KLM, boðar aðgerðir til að ná niður kostnaði til að vega upp á móti almennum verðlagshækkunum. Í tilkynningu segir að þetta hafi í för með sér samdrátt í fjárfestingum, einfaldara skipulag, aukna kröfu um framleiðni og almennar sparnaðaraðgerðir. „Flugvélarnar okkar eru fullar en framboðið er enn þá minna en það var …

Á miklum óvissutímum fyrir botni Miðjarðarhafs vegna stríðsátaka, sem hafa mikil áhrif á flugsamgöngur, tilkynnir bandaríska flugfélagið Delta Air Lines um samstarf við Saudia Airlines, þjóðarflugfélag Sádi-Arabíu. Markmiðið er að fjölga ferðamöguleikum á milli Bandaríkjanna og Miðausturlanda. Um er að ræða samkomulag (codeshare agreement) um að deila áætlunum og útgefnum flugmiðum. Viðskiptavinir geta þá framvegis …