Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Margrétar Gauju

Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur ferðast víða með mömmu sinni og lætur sig dreyma um Októberfest með manninum sínum. Margrét Gauja Magnúsdóttir skipar fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ég eyddi víst heilu sumri með foreldrum mínum á Spáni þar sem pabbi var farastjóri. Man nú lítið eftir því, hef bara séð myndir af spikfeitu barni í bleikum sundbol og í regnhlífakerru. Fyrstu sterku minningar mínar af ferðalögum erlendis eru þegar ,,Flug og bíll“ var mjög heitt fyrirbæri hjá Íslendingum og eyddum við systkinin ógrynni af klukkutímum í aftursæti bílaleigubíls á meðan Evrópa var keyrð sundur og saman. Annars er ég nú svo lánsöm að vera fædd með stálskeið í munni merkta Icelandair og hef því fengið tækifæri til að fara víða og oft með móður minni flugfreyjunni.

Það sem ég geri til að láta tímann líða hraðar í flugvélinni:

Ég kaupi alltaf Marie Claire og eina kilju í fríhöfninni og les.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Óhætt að segja að það hafi verið ferðin til Kúbu í tilefni þess að mamma mín varð 60 ára, jólin 2011. Við söfnuðum markvisst fyrir þeirri ferð í 3 ár, héldum stífa fundi og fundargerðir og ákváðum áfangastaðinn með kynningum og svo atkvæðagreiðslu. Við vorum átta sem fórum í þessa frábæru ferð sem mun seint gleymast. Kúba er stórkostlegt land mikilla öfga og ég er mjög glöð að hafa kynnst Kúbu frá öllum hliðum og ekki skemmdi félagsskapurinn.

Tek alltaf með í fríið:

Strigaskó

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Eitt skiptið var ég með Svölu Björgvinsdóttur vinkonu minni í Los Angeles og í flugvélinni á leið frá LA til Minneapolis vorum við vinkonurnar með hálfkæring og fórum mikinn, sögðum miður geðslegar sögur af hvor annarri og grenjuðum úr hlátri. Þegar vélin var svo lent í Minneapolis skaut sér eldri kona á milli sætanna skælbrosandi og spurði hvort við værum ekki á leið til Íslands. Við vorum frekar vandræðalegar því það sem þessi kona veit ekki í dag…

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Ég var skiptinemi í Argentínu árið 1994 og það toppar ekkert grillaða argentíska nautasteik og argentískt rauðvín með. Ekkert.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Ég var mjög hrifin af París og þarf nauðsynlega að komast þangað aftur. Annars á Argentína hálft hjarta mitt og elska ég allt við það land.

Það sem er mikilvægast á hótelherberginu:

Rúmið og sturtan.

Draumafríið:

Að komast með eiginmanni mínum á Októberfest í Þýskalandi þar sem við ætlum að vera í Tyrolabúningum að borða snitchel og drekka bjór. Einnig eru ég og Oddur bróður minn að safna fyrir ferð til Perú, við ætlum að ganga Inkaslóðina að Maccu Picchu. En þegar maður á börn, þá dreymir mann oft um sandala, ís, sól og sundlaug, hvar sem er.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …