Samfélagsmiðlar

Endurunninn vesturbær

zurich hundur

Túristar áttu fyrst nýverið erindi í vesturhluta Zurich og heimamenn fóru þangað bara til að vinna. Í dag er keppst um íbúðirnir á svæðinu og þetta gamla iðnaðarhverfi er að verða einn helsti viðkomustaður ferðamanna í borginni.

Á hálftíma fresti sigla bátar frá kajanum við Zurich-vatn með ferðamenn sem vilja virða fyrir sér hina laglegu miðborg frá nýju sjónarhorni. Fleyin sem ferja fólkið voru smíðuð í vesturhluta Zurich og lengra náði ekki tenging hverfisins við ferðaþjónustu borgarinnar. Í dag hefur skipasmiðjan hins vegar breytt um ham og hýsir nú stórt leikhús, tónleikastað og vinsælt veitingahús. Þessi breyting er svo vel lukkuð að hún er talin ástæða þess að þess að vesturbær Zurich hefur öðlast nýtt líf.

Stjórnleysi í Sviss

Það voru nefnilega ekki aðeins skipasmiðirnir sem létu sig hverfa því nær öll gömlu iðnaðarfyrirtækin yfirgáfu borgina. Eftir stóð mikið af ónýttu svæði og skemmum sem hafa verið endurnýttar á fjölbreyttan og frumlegan hátt síðastliðin áratug. Oft án þess að sótt hafi verið um tilskilin leyfi. Þannig opnaði einn þekktasti tískuvöruframleiðandi landsins búð í gámastæðu og einn vinsælasti matsölustaður borgarinnar, Les Halles, er til húsa í hrörlegri skemmu. Þessi ringulreið fellur ekki að ímyndinni um hina ferköntuðu Svisslendinga og það er kannski hluti af aðdráttarafli vesturbæjarins í Zurich.

Líf undir brúnni

Það er meiri röð og regla við Viadukt lestarbrúnna sem stendur á þurru landi á mörkum gamla og nýja vesturbæjarins. Á götuhæð brúarinnar er um þrjátíu verslanir, vinnustofur og veitingastaðir og við enda hennar er stór matarmarkaður með lífrænum vörum. Þetta samgöngumannvirki er í dag eitt helsta aðdráttarafl svæðisins en var áður aðeins notað til að flytja fólk og vörur í gegnum hverfið.
Hið nýja líf vesturbæjarins er rétt að hefjast og miklar framkvæmdir eru áformaðar á svæðinu næstu ár. Það er því líklegt að hverfið eigi eftir að verða skyldustopp hjá túristum í Zurich í framtíðinni líkt og bátsferðirnar eru í dag.

SJÁ VEGVÍSI FYRIR ZURICH

 

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …