Samfélagsmiðlar

Hvað kostar að taka frá flugsæti?

Hjá meirihluta flugfélaganna sem fljúga héðan í sumar þarf að borga fyrir að taka frá ákveðið sæti.

Gluggasæti í fyrstu röð eru vinsælust og fæstir flugfarþegar vilja sitja í miðjunni. Þetta er meðal þess kom fram í könnun sem Easy Jet lét gera áður en félagið tók upp sérstakt sætisgjald í lok síðasta árs. Sá sem vill vera viss um að hann fái sæti á uppáhaldsstaðnum sínum og við hlið ferðafélaganna getur tekið frá sæti sér að kostnaðarlausu þegar farmiði er bókaður hjá félögum eins Delta, Icelandair, SAS og Lufthansa. Tíu af þeim fimmtán flugfélögum sem halda uppi millilandaflugi frá Keflavík taka hins vegar greiðslu fyrir þessa þjónustu og það getur verið erfitt fyrir þá sem ferðast með börn að komast hjá þessum aukagjöldum. Því fáir vilja taka áhættu á því að fjölskyldan sitji dreifð um flugvélina.

Rúmlega þrjú þúsund krónur, aðra leið

Hjá flestum félögunum eru sætin misdýr, þar sem fótaplássið er mest er verðið hæst. Þannig kosta dýrustu sætin hjá Airberlin 3.040 krónur (20 evrur) sem er hæsta gjaldið hér á landi samkvæmt athugun Túrista. Wow Air kemur þar á eftir með aukagjald upp á 2.990 krónur fyrir sætin með mesta plássið. Þau kostuðu hins vegar 1.490 krónur síðasta sumar og hafa því tvöfaldast í verði. Lægsta gjaldið er hjá Easy Jet eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Mismunandi mikið rými

Þegar Wow Air hóf að selja farmiða í nóvember árið 2011 voru 168 sæti í Airbus A320 leiguvélum fyrirtækins, „rýmra verður um farþega en tíðkast hefur hjá lággjaldaflugfélögum“, stóð í tilkynningu félagsins að því tilefni. Fyrir tveimur vikum lét forstjóri félagsins hins vegar hafa það eftir sér á Vísi að með tilkomu nýrra Airbus A320 véla yrði sætisbilið aukið því sætunum yrði fækkað úr 180 í 174. Aðspurð um þetta ósamræmi segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, að félagið hafi fjölgað sætunum upp í 180 fyrir um tveimur mánuðum síðan en þeim hafi nú verið fækkað um sex.

Samkvæmt könnun sem Túristi gerði, í lok síðasta árs, á bilinu á milli sætaraða hjá flugfélögunum þá er þrengst hjá Transavia eða 71 cm. Farþegar Icelandair ganga að breiðasta bilinu vísu, 81 cm, en fótaplássið um borð í vélum Delta, SAS og WOW Air getur einnig verið svo langt (sjá nánar hér).

Verð á sætum þegar bókaður er flugmiði í ódýrasta verðflokki:

FélagSætisval
Airberlin1520 – 3040 kr.
Air GreenlandInnifalið
DeltaInnifalið
EasyJet608-2280 kr.
German Wings1216-2280 kr.
IcelandairInnifalið
LufthansaInnifalið
Fly Niki1520 – 3040 kr.
Norwegian1165 kr.
Primera Air1000-2500 kr.
SASInnifalið
Thomas Cook1520 kr.
Transavia1140-2280 kr.
Vueling760-2280 kr.
Wow Air990-2990 kr.

Verð erlendu félaganna eru umreiknuð í krónur m.v. gengið 25.apríl.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum
TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingu í París

Mynd: Kristin S.Lillerud/Norwegian

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …