Samfélagsmiðlar

Síðustu ódýru sætin á sumaráfangastaðina

Sá sem hefur ekki nú þegar fest kaup á miða til Barcelona, Mílanó eða Zurich kemst ólíklega þangað fyrir minna en sextíu þúsund krónur í sumar. Það eru hins vegar nokkuð eftir af ódýrum miðum til þessara fimm borga.

Yfir aðalferðamannatímann gefst íslenskum túristum meðal annars tækifæri á að fljúga beint til Spánar, Ítalíu, Sviss og Rússlands. Ekkert áætlunarflug er til þessara landa yfir veturinn. Af verðunum að dæma þá er mikil eftirspurn eftir flugi til borga eins og Madrídar, Barcelona, Lyon, Vínar og Mílanó. Þeir eru alla vega vandfundnir farmiðarnir þangað sem kosta undir sextíu þúsund krónum, báðar leiðir.

Hér eru þó fimm sumaráfangastaðir sem ennþá er hægt að fljúga til fyrir um fimmtíu þúsund krónur í júní, júlí og ágúst.

1. Billund

Það búa þúsundir Íslendinga á eina fastalandi Danmerkur og því vafalítið margir sem eiga leið þangað héðan. Jótland hefur líka upp á heilmikið að bjóða fyrir ferðamenn. Þar eru margar af þekktustu baðströndum Dana, sveitirnar liggja vel við höggi fyrir þá sem vilja í hjólaferðalag og svo eru margir af jósku bæjunum mjög fallegir.

Icelandair og Primera Air fljúga til Billund á Jótlandi í sumar og hjá því síðarnefnda eru enn til miðar á um 35 þúsund krónur. Icelandair er enn með nokkrar ferðir rétt undir fimmtíu þúsund krónum.

2. Brussel

Það eru kannski margir orðnir þreyttir á að heyra íslenska pólitíkusa ræða kosti og galla Evrópusambandsins í Brussel. Það er þó óþarfi að láta það slá sig út af laginu. Brussel er nefnilega mjög skemmtileg heim að sækja og þaðan er auðvelt að komast til þekktra ferðamannaborga eins og Bruges og Antwerpen.

Icelandair og Thomas Cook fljúga til Brussel í sumar. Hjá báðum eru ódýrustu miðarnir í ágúst og þá er hægt að komast til þangað fyrir um 45 þúsund krónur.

3. Sankti Pétursborg

Borg Péturs mikla hefur lengi verið talin ein fegursta stórborg Evrópu og er vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Í sumar hefur Icelandair áætlunarflug til Sankti Pétursborgar og er það í fyrsta skipti sem boðið er upp á reglulegt flug héðan til Rússlands. Flogið verður á þriðjudögum og laugardögum og er enn hægt að finna nokkrar dagsetningar þar sem flugin, báðar leiðir, kosta um fimmtíu þúsund krónur.

4. Stuttgart

Tveir af þekktustu knattspyrnumönnum Íslands gerðu garðinn frægan í tækni- og iðnaðarborginni Stuttgart í suðurhluta Þýskalands. Vegakerfi Þjóðverja er rómað og frá Stuttgart tekur aðeins um klukkutíma að keyra til baðbæjarins Baden-Baden og tæpa tvo tíma til Strassbourg.

Dótturfélag Lufthansa, German Wings, flýgur til Stuttgart frá Keflavík í sumar og líkt og undanfarin ár. Í júní, t.d. 7.-20. júní kostar flugið með innrituðum farangri um 36 þúsund krónur.

5. Vilníus

Það búa um tvö þúsund Litháar á Íslandi samkvæmt því sem kom fram í fréttatilkynningu Iceland Express í fyrra þegar félagið hóf flug til höfuðborgar Litháen.

Wow Air tekur upp þráðinn og flýgur til Vilníus einu sinni í viku og í júní er hægt að fá sæti á um 44 þúsund krónur með innrituðum farangri.

NÝJAR GREINAR: Hvað kostar að taka frá flugsæti?

Mynd: Archer10/Creative Commons

Nýtt efni

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …