Samfélagsmiðlar

Sparnaðarráð fyrir heimsborgara í Kaupmannahöfn

Þú getur verið á bremsunni og drukkið vatn úr krönunum, keypt öl í sjoppunni og eytt deginum í að skoða Litlu hafmeyjuna. En það er ekki víst að sú dagskrá hljómi spennandi þó gjaldeyrinn sé takmarkaður. Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem vilja fá meira úr dvölinni í gömlu höfuðborginni án þess að eyða miklu.

Veitingastaðurinn Vespa er vel staðsettur og vinsæll. Verðlagið er líka flestum að skapi.

Ódýr og góður kvöldmatur

Á veitingastöðunum Vespa og Madklubben í Store Kongensgade hafa gestirnir úr örfáum réttum að velja en í staðinn er verðlagið hagstætt. Fjögurra rétta máltíð kostar um 5000 krónur (250 krónur) og einnig er hægt að panta færri rétti og halda reikningnum í lágmarki. Báðir staðirnar njóta vinsælda meðal Kaupmannahafnarbúa sem vilja fara út að borða á smekklegum stöðum sem servera góðan mat fyrir lítið.

Ókeypis á söfn

Á Ríkislistasafninu, Statens Museum for Kunst, er ekki rukkað fyrir aðgang að föstu sýningunni og því hægt að ganga um þetta fallega safn og skoða brot af því besta sem danskir og norrænir listamenn hafa gert síðustu sjö aldir. Á safninu er einnig nokkur verk eftir þekktustu listamenn Evrópu og svo hanga líka uppi verk eftir drottninguna. Henni er þó lítill greiði gerður með því að vera sett í þennan fína félagsskap. Á sunnudögum kostar ekkert inn á Glyptoteket, við hliðina á Tívolí, sem er sennilega glæsilegasta safn borgarinnar og Þjóðminjasafnið er líka ókeypis.

Gömlu hótelin

Í útjaðri borgarinnar eru nokkur nýleg og ódýr hótel. Gestirnir eyða þó sennilega sparnaðinum í strætómiða og tapa dýrmætum tíma. Í nágrenni við Nýhöfn eru nokkur hótel sem eiga það sammerkt að vera ódýrari en gengur og gerist í þessum hluta borgarinnar og helsta ástæðan fyrir því er sú að herbergin eru orðin soldið slitin. En þau eru snyrtileg og ljómandi kostur fyrir þá sem vilja búa í Frederiksstaden, einu fallegasta hverfi Skandinavíu. Þau helstu eru Christian IV, Maritime og Esplanaden en á því síðastnefnda fá lesendur Túrista ókeypis morgunmat.

Magafylli í hádeginu

Á matarmarkaði Kaupmannahafnarbúa, Torvehallerne við Nörreport, er mikið úrval af góðgæti. Bæði til að borða á staðnum og taka með heim. Ma Poule er einn vinsælasti básinn á markaðnum og þar er fókuserað á franskt hráefni. Í hádeginu fyllist allt við standinn af fólki sem vill fá andasamlokuna víðfrægu. Hún samastendur af vænum skammti af smjörsteiktu andarkjöti, sinnepi og salati í ciabatta brauði. Þó samlokan sé ekki sú ódýrasta í Köben (55 danskar) þá stendur hún með manni allan daginn og sparar fólki millimáltíðirnar.

HÓTEL: Finndu lægsta verðið á gistingu í Köben
TILBOÐ: Frír morgunmatur á ódýru hóteli í Kaupmannahöfn

Mynd: Cofoco

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …