Samfélagsmiðlar

Ódýrara að nota íslenskan síma í dag en í gær

Evrópusambandið heldur áfram að lækka hámarksverð á símnotkun innan Evrópska efnahagssvæðisins. Smávegis netráp í útlöndum lækkar um hundruði króna.

Íslenskur ferðamaður sem lenti í París í gær og nýtti símann sinn til að finna réttu leiðina á hótelið hefur borgað um 850 krónur fyrir að nota kortaþjónustu Google í 10 mínútur. Í dag kostar samskonar notkun 531 krónu. Verðmunurinn er 38 prósent og ástæðan fyrir lækkuninni er sú að á miðnætti gengu í gildi ný hámarksverð Evrópusambandsins á símnotkun innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Síðustu ár hefur ESB sett stiglækkandi hámark á þau verð sem fjarskiptafyrirtæki geta krafið viðskiptavini sína um fyrir farsímanotkun innan aðildarlandanna. Hámarksverðið gildir ekki í öðrum heimshlutum og nú er svo komið að það er margfalt ódýrara fyrir íslenska símnotendur að nota símtækin í Evrópu en í N-Ameríku. Áttaviltur Íslendingur í Washington borgar því allt að 16 þúsund krónur fyrir að nota Google Maps í 10 mínútur eða um þrjátíu sinnum meira en í Evrópu. Verðskrá íslensku fyrirtækjanna er hins vegar mjög misjöfn þegar kemur að símnotkun í N-Ameríku og til dæmis borga viðskiptavinir Hringdu sama verð í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Líka ódýrara að hringja

Það var ekki aðeins prísinn á gagnanotkun sem lækkaði á miðnætti því nú er fimmtungi ódýrara að hringja heim frá meginlandi Evrópu.
Samkvæmt vef Póst- og fjarskiptastofnunar eru nýju hámarksverðin þessi:

HringjaSvaraSent SMSTaka á móti SMSGagnanotkun
47,63 kr/mín13,89 kr/mín15,87 kr.frítt89.3/MB

Fylgstu með Túrista á Facebook

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …