Samfélagsmiðlar

Tveir dagar í Edinborg með kræsingum og kennileitum

Í höfuðborg Skotlands er nánast allt í göngufæri. Hér er tillaga að rölti milli þekktustu staða borgarinnar með nokkrum góðum nestisstoppum.

Dagur 1 – Gamli bærinn

Kaffið fyrir kastalaheimsókn
Það úir og grúir af keðjukaffihúsum í Edinborg en eigendur Brew Lab (6 College Street) hafa meiri áhuga á góðu kaffi en útþenslu.

Skyldustoppið
Edinborgarkastali er helsta kennileiti borgarinnar og þeir sem mæta með fyrri skipunum sleppa við hjarðir af ferðamönnum. Hliðin opna klukkan hálftíu.

Royal Mile
Minjagripabúðir standa hlið við hlið á Royal Mile, götunum sem liggja í beinni línu frá kastalanum og niður að þinghúsinu. Það er engu að síður gaman að rölta eftir þessu gamla aðalstræti og þræða verslunargöturnar sem liggja þar fyrir neðan, t.d. Victoria Street og Haymarket.  Þinghúsið er opið almenningi alla daga nema sunnudaga og það kostar ekkert inn. Hollyroodhouse slottið er lokað yfir hásumarið þegar Elísabetar II. flytur inn en annars geta ferðamenn ráfað þar um.

Calton Hill
Þessi hóll við austurenda miðborgarinnar er einn elsti almenningsgarður Breta. Héðan er útsýnið einstakt yfir gamla og nýja bæinn og út til sjávarsíðunnar. Á toppi hæðarinnar er National Monument sem er sennilega þekktasta ókláraða mannvirki borgarinnar.

Kvöldmatur
The Outsider (15 George IV Bridge) er vinsæll því þar er sambandið milli gæða og verðs gott. Matseðillinn er fjölbreyttur og óhætt er að mæla með fiski dagsins. Það borgar sig að panta borð.

Dagur 2 – Nýi bærinn

Egg og skoskur lax
Það er viðeigandi að borða blóðmör með morgunmatnum að hætti Skota. Þeir sem vilja fara fínna í þetta kíkja í kjallarann hjá Urban Angels (Hannover Street 121) og fá sér Egg Benedict með skoskum laxi.

Ríkislistin

Við rætur kastalahæðarinnar er National Gallery of Scotland til húsa í tveimur byggingum. Í þeirri aftari er að finna brot af þekktustu listaverkum þjóðarinnar ásamt nokkrum góðum frá frægustu málurum síðustu alda. Frítt inn.

Verslað
Princes Street blasir við þegar komið er út af safninu. Þar er nóg af búðum og líka á Queen Street og George Street sem liggja samhliða Princes Street.

Fiskur og franskar
Það er ávallt nýr fiskur á boðstólum á Queens Arms (49 Frederick Street) og þar er daglega skipt um djúpsteikingarfeiti. Það er því leit að jafn bragðgóðri útgáfu af þessum þekkta rétti.

Á pöbbinn til Fraser
Hann er með mikið yfirvaraskegg hann Fraser Gillespie á Kay´s Bar (Jamaica Street 39). Og sá hefur gaman að því að segja fólki frá ölinu sínu og viskíinu. Það er leit að huggulegri knæpu í borginni.

Farið í hundana
Á annarri hæð Hannover Street 110 er The Dogs til húsa. Stemningin er heimilisleg og maturinn sömuleiðis. The Dogs eru meðal annars fastur liður í ferðabókum Michelin sem segir sína sögu.

Easy Jet flýgur til Edinborgar frá Keflavík tvisvar í viku allt árið um kring.

HVAR ER BEST AÐ GISTA Í EDINBORG?
VEGVÍSIR: Brot af því besta í Edinborg

Myndir: Kay´s Bar og Scotland on view

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …