Samfélagsmiðlar

Vilja bæta réttindi þeirra sem bóka ferðalög á netinu

Í dag eru farþegar sem kaupa pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum betur settir ef eitthvað út af fer en þeir sem setja ferðina saman sjálfir. Framkvæmdaráð Evrópusambandsins vill auka skyldur ferðasala.

Ef flugfélag verður gjaldþrota er hætta á að mikill meirihluti farþega verði strandaglópar og þurfi að koma sér heim fyrir eigin reikning. Þeir sem eiga ónotaða miða með félaginu fá þá ekki bætta nema gera kröfu í þrotabúið. Hins vegar eru þeir farþegar sem til dæmis hafa keypt flug og hótel saman í einum pakka mun betur staddir. Þeir fá borgaða heimferð ef ferðalagið er hafið og fá ónýtta miða endurgreidda.

Tímabær lagfæring

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að beita sér fyrir því að fleiri farþegar njóti þeirra réttinda sem pakkaferðirnar bjóða upp á í dag. Núverandi reglur voru samþykktar fyrir nærri aldarfjórðungi síðan og með breytingunum verða þær færðar inn í stafrænu öldina líkt og segir fréttatilkynningu sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér í gær. Þar kemur einnig fram að í dag kaupir innan við fjórðungur farþega í Evrópu pakkaðferðir. Réttindi allra hinna séu því engin eða á gráu svæði ef gjaldþrot eða náttúruhamfarir riðla ferðaplönum.

Útvíkka skilgreininguna á pakkaferð

Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar þá munu þeir neytendur sem bóka flugmiða, hótel og jafnvel bílaleigubíl á netsíðu flugfélags eða ferðaskrifstofu njóta sömu réttinda og um pakkaferð væri að ræða. Jafnvel þó hlutirnir séu greiddir í sitthvoru lagi og þar af leiðandi ekki hluti af einum pakka. Verði þessar tillögur að veruleika þá áætlar framkvæmdastjórn ESB að um helmingur farþega muni njóta þeirra réttinda sem aðeins fjórðungur býr við í dag. Viviane Reding, dómsmálastjóri ESB, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að nýju reglurnar myndu veita ferðamönnum öryggisnet og hugarró en búist er við árlega muni 120 milljónir neytenda njóta góðs af breytingunum.

Takmarkar rétt til hækkana

Frumvarp framkvæmdastjórnarinnar mun einnig setja flugfélögum skorður varðandi verðbreytingar eftir að kaup hafa verið gerð og jafnvel gera félögunum það skylt að veita farþegum afslátt ef miklar breytingar verða á kostnaði, t.d. vegna lækkunar á eldsneyti eða lendingargjöldum. Einnig á að auka möguleika neytenda á að hætta við ferðir án þess þó að borga fullt gjald.

Hvenær þetta frumvarp verður tekið til afgreiðslu á Evrópuþinginu liggur ekki fyrir. Eins kemur ekki fram í tilkynningunni hvort flugfélög og ferðaskrifstofur verði að borga hærri tryggingar til að standa straum að hugsanlegum kostnaði við að flytja farþega heim.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Mynd:SAS

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …