Samfélagsmiðlar

Skyldustoppin í Sankti Pétursborg

Borg Péturs mikla hefur verið sögð stærsta safn heims undir berum himni. Þar er því ómögulegt að gera öllum glæsilegu slottunum, guðshúsunum og sögufrægu stöðunum góð skil. Hér eru fjórir staðir sem allir ættu þó að heimsækja á ferð sinni um borgina.

Miðborg Sankti Pétursborgar er einstaklega fögur og heilleg enda lengi verið óheimilt að byggja hátt eða gera miklar breytingar á útliti húsa. Þetta bann virtu líka æðstu menn Sovétríkjanna og götumyndin er því víða upprunaleg en það var í upphafi átjándu aldar að Pétur mikli skipaði fyrir um byggingu nýrrar höfuðborgar fyrir keisaradæmi sitt. Saga borgarinnar nær því ekki langt aftur.

Með batnandi efnahag Rússa á þessari öld hefur verið ráðist í það viðhald sem borgin þarfnaðist eftir að járntjaldið féll. Sankti Pétursborg skartar því sínu fegursta um þessar mundir.

Túristi heimsótti borgina nýverið og mælir með þessum fjórum skyldustoppum í borginni:

Vetrarhöllin

Fljótlega eftir að Katrín mikla tók við lyklunum að þessari grænu og hvítu höll keisarafjölskyldunnar lét hún stækka hana og breyta. Hún skipaði einnig sendiherrum sínum að kaupa listmuni eins og þeir ættu lífið að leysa. Þessi verk eru uppistaðan í Hermitage safninu sem er nú til húsa í höllinni. Hermitage telst vera meðal stærstu listasafna í heimi og það tekur því nokkra klukkutíma að gera því ágæt skil.

Blóðkirkjan

Fyrir 130 árum hófst vinna við þessa skrautlegu dómkirkju á þeim stað þar sem keisarinn Alexander II var ráðinn af dögum. En sá hafði beitt sér fyrir umbótum í ríkinu sem voru umdeildar meðal aðalsins. Kirkjan stendur við Griboedov síkið sem fer þvert yfir Nevsky Prospekt verslunargötuna. Það er því upplagt að beygja af Nevsky Prospekt við síkið og ganga í rólegheitum upp að kirkjunni og virða fyrir sér öll smáatriðin sem birtast manni eftir því sem nær dregur. Innandyra er kirkja ríkulega skreytt með mósaík og marmara.

Virki Péturs og Páls

Hér varðist Pétur mikli innrásum Svía stuttu eftir að borgin var farin að taka á sig mynd fyrir nærri þremur öldum síðan. Í dómkirkjunni hvíla margir af meðlimum keisarafjölskyldunnar, þar á meðal Pétur sjálfur og Nikúlás annar, síðasti keisari Rússlands. Virkið og byggingarnar sem því tilheyra eru því meðal sögufrægustu staða borgarinnar og viðkomustaður margra ferðamanna.

Peterhof

Það er sannarlega þess virði að skreppa út fyrir borgina og heimsækja hina rússnesku Versali. Við Peterhof slottið sprauta gylltir gosbrunnar vatninu tignarlega upp í loftið og hallargarðurinn og byggingarnar á svæðinu er allar sérlega glæsilegar. Það er hægt að sigla út að Peterhof frá miðborg Skt. Pétursborgar og tekur siglingin um 40 mínútur. Einnig er hægt að fara þangað landleiðina sem er jafnframt ódýrara.

Icelandair hóf að fljúga beint til Sankti Pétursborgar í byrjun sumars.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir veturinn

Myndir: Túristi

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …