Samfélagsmiðlar

Skyldustoppin í Sankti Pétursborg

Borg Péturs mikla hefur verið sögð stærsta safn heims undir berum himni. Þar er því ómögulegt að gera öllum glæsilegu slottunum, guðshúsunum og sögufrægu stöðunum góð skil. Hér eru fjórir staðir sem allir ættu þó að heimsækja á ferð sinni um borgina.

Miðborg Sankti Pétursborgar er einstaklega fögur og heilleg enda lengi verið óheimilt að byggja hátt eða gera miklar breytingar á útliti húsa. Þetta bann virtu líka æðstu menn Sovétríkjanna og götumyndin er því víða upprunaleg en það var í upphafi átjándu aldar að Pétur mikli skipaði fyrir um byggingu nýrrar höfuðborgar fyrir keisaradæmi sitt. Saga borgarinnar nær því ekki langt aftur.

Með batnandi efnahag Rússa á þessari öld hefur verið ráðist í það viðhald sem borgin þarfnaðist eftir að járntjaldið féll. Sankti Pétursborg skartar því sínu fegursta um þessar mundir.

Túristi heimsótti borgina nýverið og mælir með þessum fjórum skyldustoppum í borginni:

Vetrarhöllin

Fljótlega eftir að Katrín mikla tók við lyklunum að þessari grænu og hvítu höll keisarafjölskyldunnar lét hún stækka hana og breyta. Hún skipaði einnig sendiherrum sínum að kaupa listmuni eins og þeir ættu lífið að leysa. Þessi verk eru uppistaðan í Hermitage safninu sem er nú til húsa í höllinni. Hermitage telst vera meðal stærstu listasafna í heimi og það tekur því nokkra klukkutíma að gera því ágæt skil.

Blóðkirkjan

Fyrir 130 árum hófst vinna við þessa skrautlegu dómkirkju á þeim stað þar sem keisarinn Alexander II var ráðinn af dögum. En sá hafði beitt sér fyrir umbótum í ríkinu sem voru umdeildar meðal aðalsins. Kirkjan stendur við Griboedov síkið sem fer þvert yfir Nevsky Prospekt verslunargötuna. Það er því upplagt að beygja af Nevsky Prospekt við síkið og ganga í rólegheitum upp að kirkjunni og virða fyrir sér öll smáatriðin sem birtast manni eftir því sem nær dregur. Innandyra er kirkja ríkulega skreytt með mósaík og marmara.

Virki Péturs og Páls

Hér varðist Pétur mikli innrásum Svía stuttu eftir að borgin var farin að taka á sig mynd fyrir nærri þremur öldum síðan. Í dómkirkjunni hvíla margir af meðlimum keisarafjölskyldunnar, þar á meðal Pétur sjálfur og Nikúlás annar, síðasti keisari Rússlands. Virkið og byggingarnar sem því tilheyra eru því meðal sögufrægustu staða borgarinnar og viðkomustaður margra ferðamanna.

Peterhof

Það er sannarlega þess virði að skreppa út fyrir borgina og heimsækja hina rússnesku Versali. Við Peterhof slottið sprauta gylltir gosbrunnar vatninu tignarlega upp í loftið og hallargarðurinn og byggingarnar á svæðinu er allar sérlega glæsilegar. Það er hægt að sigla út að Peterhof frá miðborg Skt. Pétursborgar og tekur siglingin um 40 mínútur. Einnig er hægt að fara þangað landleiðina sem er jafnframt ódýrara.

Icelandair hóf að fljúga beint til Sankti Pétursborgar í byrjun sumars.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir veturinn

Myndir: Túristi

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …