Samfélagsmiðlar

Minni vélar hentugri til Íslandsflugs

bjornkjos

Á rúmum áratug hefur lággjaldaflugfélagið Norwegian farið frá því að fljúga aðeins innanlands í Noregi yfir í að verða annað stærsta flugfélag Skandinavíu. Bjørn Kjos, framkvæmdastjóri félagsins, var orustuflugmaður og lögmaður áður en hann snéri sér að flugrekstri. Í dag er hann einn umtalaðasti viðskiptamaður Norðurlanda og innan fluggeirans er fylgst grannt með honum því Norwegian er fyrsta evrópska lággjaldaflugfélagið sem hefur áætlunarflug til N-Ameríku og Asíu. Túristi hitti Bjørn Kjos í Stokkhólmi og ræddi meðal annars við hann um íslenska flugmarkaðinn.

„Ísland er spennandi áfangastaður og ég gæti vel hugsað mér flug þangað frá fleiri borgum. Við vitum að margir af þeim farþegum sem fljúga með okkur frá Osló til Keflavíkur nýta sér tengingu Icelandair til Bandaríkjanna. Ég vona því að við eigum eftir að senda fleiri farþega um borð í vélar Icelandair í framtíðinni. Ég flýg til dæmis alltaf með Icelandair til Seattle (innsk: þar sem verksmiðjur Boeing eru)“, segir Bjørn Kjos. Hann segir að minni þotur henti best í flugið til Íslands en ekki stórar eins og Dreamliner þoturnar sem félagið er nú að taka í gagnið og rúma allt að 330 farþega. En þess má geta að Icelandair festi kaup á þremur Dreamliner vélum árið 2006 en seldi réttinn á þeim til Norwegian fyrir tveimur árum síðan.

Munum stækka markaðinn

Eins og kom fram hér á síðunni í gær þá hyggst Norwegian meðal annars hefja flug til Orlando og Ft. Lauderdale á Flórída á næstunni. En Icelandair hefur um langt árabil flogið til fyrrnefndu borgarinnar. „Icelandair er mjög gott fyrirtæki, með færa stjórnendur og ég tel að við munum aðeins stækka markaðinn í Flórída en ekki bola Icelandair burtu“, svarar Kjos þegar hann er spurður hvort hann telji vera pláss fyrir tvö norræn flugfélög á Flórídaskaganum.

Hefur ekki trú á Ameríkufluginu

Norwegian hóf flug til New York í maí og forsvarsmenn Wow Air stefna á að gera slíkt hið sama í vor. Aðspurður um álit sitt á áformum Wow Air viðurkennir Bjørn að hann þekki ekki til félagsins. Hann bætir því við að það krefjist gífurlegs fjármagns að byggja upp það kerfi sem þarf til að halda úti áætlunarflugi til Bandaríkjanna og hann segist því draga í efa að þessi plön íslenska félagsins gangi upp.

Náði danska markaðnum vegna gjaldþrots Sterling

Norwegian hafði náð góðri fótfestu í heimalandinu og Svíþjóð en ekki í Danmörku fyrr en Sterling flugfélagið, sem var í eigu Íslendinga, varð gjaldþrota 28. október 2008. Daginn eftir að rekstur þess stöðvaðist tilkynnti norska félagið áform sín um stóraukna starfsemi í Kaupmannahöfn. Í dag er félagið það annað umsvifamesta á Kastrup á eftir SAS. Þegar Bjørn er spurður hvort hann telji að Norwegian hefði stækkað svona hratt, ef Sterling hefði haldið velli, segir hann það klárt að félagið hafi náð fótfestu í Danmörku vegna gjaldþrots keppinautarins. Hann telji hins vegar að vöxtur Norwegian hefði engu að síður orðið hraður því félagið hefði þá einbeitt sér að öðrum mörkuðum í stað þess danska. Þegar Bjørn er beðinn um að rifja upp samkeppnina við Sterling segir hann að hringl með flugleiðir hafi verið mikið hjá félaginu og hann hafi ekki alltaf skilið hvernig þær voru valdar, nefnir hann sem dæmi nokkrar ferðir á dag milli Kaupmannahafnar og Gautaborgar.

Fylgstu með Túrista á Facebook

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …