Samfélagsmiðlar

Minni vélar hentugri til Íslandsflugs

bjornkjos

Á rúmum áratug hefur lággjaldaflugfélagið Norwegian farið frá því að fljúga aðeins innanlands í Noregi yfir í að verða annað stærsta flugfélag Skandinavíu. Bjørn Kjos, framkvæmdastjóri félagsins, var orustuflugmaður og lögmaður áður en hann snéri sér að flugrekstri. Í dag er hann einn umtalaðasti viðskiptamaður Norðurlanda og innan fluggeirans er fylgst grannt með honum því Norwegian er fyrsta evrópska lággjaldaflugfélagið sem hefur áætlunarflug til N-Ameríku og Asíu. Túristi hitti Bjørn Kjos í Stokkhólmi og ræddi meðal annars við hann um íslenska flugmarkaðinn.

„Ísland er spennandi áfangastaður og ég gæti vel hugsað mér flug þangað frá fleiri borgum. Við vitum að margir af þeim farþegum sem fljúga með okkur frá Osló til Keflavíkur nýta sér tengingu Icelandair til Bandaríkjanna. Ég vona því að við eigum eftir að senda fleiri farþega um borð í vélar Icelandair í framtíðinni. Ég flýg til dæmis alltaf með Icelandair til Seattle (innsk: þar sem verksmiðjur Boeing eru)“, segir Bjørn Kjos. Hann segir að minni þotur henti best í flugið til Íslands en ekki stórar eins og Dreamliner þoturnar sem félagið er nú að taka í gagnið og rúma allt að 330 farþega. En þess má geta að Icelandair festi kaup á þremur Dreamliner vélum árið 2006 en seldi réttinn á þeim til Norwegian fyrir tveimur árum síðan.

Munum stækka markaðinn

Eins og kom fram hér á síðunni í gær þá hyggst Norwegian meðal annars hefja flug til Orlando og Ft. Lauderdale á Flórída á næstunni. En Icelandair hefur um langt árabil flogið til fyrrnefndu borgarinnar. „Icelandair er mjög gott fyrirtæki, með færa stjórnendur og ég tel að við munum aðeins stækka markaðinn í Flórída en ekki bola Icelandair burtu“, svarar Kjos þegar hann er spurður hvort hann telji vera pláss fyrir tvö norræn flugfélög á Flórídaskaganum.

Hefur ekki trú á Ameríkufluginu

Norwegian hóf flug til New York í maí og forsvarsmenn Wow Air stefna á að gera slíkt hið sama í vor. Aðspurður um álit sitt á áformum Wow Air viðurkennir Bjørn að hann þekki ekki til félagsins. Hann bætir því við að það krefjist gífurlegs fjármagns að byggja upp það kerfi sem þarf til að halda úti áætlunarflugi til Bandaríkjanna og hann segist því draga í efa að þessi plön íslenska félagsins gangi upp.

Náði danska markaðnum vegna gjaldþrots Sterling

Norwegian hafði náð góðri fótfestu í heimalandinu og Svíþjóð en ekki í Danmörku fyrr en Sterling flugfélagið, sem var í eigu Íslendinga, varð gjaldþrota 28. október 2008. Daginn eftir að rekstur þess stöðvaðist tilkynnti norska félagið áform sín um stóraukna starfsemi í Kaupmannahöfn. Í dag er félagið það annað umsvifamesta á Kastrup á eftir SAS. Þegar Bjørn er spurður hvort hann telji að Norwegian hefði stækkað svona hratt, ef Sterling hefði haldið velli, segir hann það klárt að félagið hafi náð fótfestu í Danmörku vegna gjaldþrots keppinautarins. Hann telji hins vegar að vöxtur Norwegian hefði engu að síður orðið hraður því félagið hefði þá einbeitt sér að öðrum mörkuðum í stað þess danska. Þegar Bjørn er beðinn um að rifja upp samkeppnina við Sterling segir hann að hringl með flugleiðir hafi verið mikið hjá félaginu og hann hafi ekki alltaf skilið hvernig þær voru valdar, nefnir hann sem dæmi nokkrar ferðir á dag milli Kaupmannahafnar og Gautaborgar.

Fylgstu með Túrista á Facebook

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …