Samfélagsmiðlar

Minni vélar hentugri til Íslandsflugs

bjornkjos

Á rúmum áratug hefur lággjaldaflugfélagið Norwegian farið frá því að fljúga aðeins innanlands í Noregi yfir í að verða annað stærsta flugfélag Skandinavíu. Bjørn Kjos, framkvæmdastjóri félagsins, var orustuflugmaður og lögmaður áður en hann snéri sér að flugrekstri. Í dag er hann einn umtalaðasti viðskiptamaður Norðurlanda og innan fluggeirans er fylgst grannt með honum því Norwegian er fyrsta evrópska lággjaldaflugfélagið sem hefur áætlunarflug til N-Ameríku og Asíu. Túristi hitti Bjørn Kjos í Stokkhólmi og ræddi meðal annars við hann um íslenska flugmarkaðinn.

„Ísland er spennandi áfangastaður og ég gæti vel hugsað mér flug þangað frá fleiri borgum. Við vitum að margir af þeim farþegum sem fljúga með okkur frá Osló til Keflavíkur nýta sér tengingu Icelandair til Bandaríkjanna. Ég vona því að við eigum eftir að senda fleiri farþega um borð í vélar Icelandair í framtíðinni. Ég flýg til dæmis alltaf með Icelandair til Seattle (innsk: þar sem verksmiðjur Boeing eru)“, segir Bjørn Kjos. Hann segir að minni þotur henti best í flugið til Íslands en ekki stórar eins og Dreamliner þoturnar sem félagið er nú að taka í gagnið og rúma allt að 330 farþega. En þess má geta að Icelandair festi kaup á þremur Dreamliner vélum árið 2006 en seldi réttinn á þeim til Norwegian fyrir tveimur árum síðan.

Munum stækka markaðinn

Eins og kom fram hér á síðunni í gær þá hyggst Norwegian meðal annars hefja flug til Orlando og Ft. Lauderdale á Flórída á næstunni. En Icelandair hefur um langt árabil flogið til fyrrnefndu borgarinnar. „Icelandair er mjög gott fyrirtæki, með færa stjórnendur og ég tel að við munum aðeins stækka markaðinn í Flórída en ekki bola Icelandair burtu“, svarar Kjos þegar hann er spurður hvort hann telji vera pláss fyrir tvö norræn flugfélög á Flórídaskaganum.

Hefur ekki trú á Ameríkufluginu

Norwegian hóf flug til New York í maí og forsvarsmenn Wow Air stefna á að gera slíkt hið sama í vor. Aðspurður um álit sitt á áformum Wow Air viðurkennir Bjørn að hann þekki ekki til félagsins. Hann bætir því við að það krefjist gífurlegs fjármagns að byggja upp það kerfi sem þarf til að halda úti áætlunarflugi til Bandaríkjanna og hann segist því draga í efa að þessi plön íslenska félagsins gangi upp.

Náði danska markaðnum vegna gjaldþrots Sterling

Norwegian hafði náð góðri fótfestu í heimalandinu og Svíþjóð en ekki í Danmörku fyrr en Sterling flugfélagið, sem var í eigu Íslendinga, varð gjaldþrota 28. október 2008. Daginn eftir að rekstur þess stöðvaðist tilkynnti norska félagið áform sín um stóraukna starfsemi í Kaupmannahöfn. Í dag er félagið það annað umsvifamesta á Kastrup á eftir SAS. Þegar Bjørn er spurður hvort hann telji að Norwegian hefði stækkað svona hratt, ef Sterling hefði haldið velli, segir hann það klárt að félagið hafi náð fótfestu í Danmörku vegna gjaldþrots keppinautarins. Hann telji hins vegar að vöxtur Norwegian hefði engu að síður orðið hraður því félagið hefði þá einbeitt sér að öðrum mörkuðum í stað þess danska. Þegar Bjørn er beðinn um að rifja upp samkeppnina við Sterling segir hann að hringl með flugleiðir hafi verið mikið hjá félaginu og hann hafi ekki alltaf skilið hvernig þær voru valdar, nefnir hann sem dæmi nokkrar ferðir á dag milli Kaupmannahafnar og Gautaborgar.

Fylgstu með Túrista á Facebook

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …