Samfélagsmiðlar

Næstum því allt fyrir útlitið í Stokkhólmi

Það hefur engu verið til sparað til að láta partíveitingastaðinn Nosh and Chow líta vel út.

Einn umtalaðasti veitingastaðurinn í Stokkhólmi um þessar mundir ber heitið Nosh&Chow og er að finna í reisulegu húsi í fínni hluta miðborgarinnar. Kastljósið beinist þó ekki að matnum heldur útliti staðarins því einn þekktasti innanhúsarkitekt í heimi var fenginn til að hanna herlegheitin.

Nosh&Chow er ekki aðeins veitingastaður því í húsinu eru líka barir og einnig stendur til að opna þar nokkur hótelherbergi.

Þegar útsendari Túrista leit við á staðnum þá var matseðillinn prentaður á landakort og hægt að velja nokkuð óvenjulega rétti frá ólíkum heimshlutum. Núna hefur hins vegar verið horfið frá þessum frumlegheitum og í staðinn siglt á öruggari mið með steikum, humri og jafnvel hamborgurum. Aðalréttirnir kosta á bilinu 225 til 325 sænskar (frá 4100 til 6300 krónur) en í hádeginu er réttur dagsins á 139 krónur (um 2700 krónur).

Nosh&Chow kjörinn staður fyrir þá sem eru að leita eftir nýmóðins veitingastað í Stokkhólmi þar sem hægt er að dvelja löngu eftir að maturinn er búinn. Kokteilbarir hússins njóta vinsælda og það er leit að flottari stað í Stokkhólmi akkúrat núna.

TILBOÐ Í STOKKHÓLMI: Frír drykkur og afsláttur á veitingastað hótelsins
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð og bókaðu hagstæðasta kostinn

Myndir: Nosh&Chow

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …