Samfélagsmiðlar

Sjálfsafgreiðsla í utanlandsferðinni

Flugfarþegar munu kannski ganga í störf enn fleiri flugvallarstarfsmanna í framtíðinni og jafnvel leysa öryggisverðina í vopnaleitinni af hólmi.

Stór hluti flugfarþega sér sjálfur um að tékka sig inn og prenta út brottfararspjöld. Sum flugfélög eru jafnvel hætt að bjóða upp á innritun í flugstöðinni. Þeir sem ferðast með meira en handfarangur komast þó ekki hjá því að fá aðstoð við að skila töskunum af sér. Það gæti þó breyst fljótlega því á flugstöðvunum í Kaupmannahöfn og Osló hefur verið tekin í notkun farangursmóttaka þar sem farþegarnir sjá sjálfir um að skanna töskurnar og setja þær á færiband. Eru bundnar vonir við að þessi nýja sjálfsafgreiðsla muni stytta þann tíma sem farþegar eyða í afgreiðslusalnum fyrir brottför.

Sjálfsskoðun í vopnaleit

Eftir að farþegar hafa skilað af sér farangrinum bíða þeirra einkennisklæddir öryggisverðir sem eiga að ganga úr skugga um að enginn fari vopnaður um borð eða með vökva í of stórum ílátum. Síðastliðinn áratug hefur þessi leit orðið mun ítarlegri en áður og því erfitt að ímynda sér að hér verði einhvern tíma í boði sjálfsafgreiðsla. En það er ekki útilokað því í síðasta mánuði kynnti bandaríska fyrirtækið, Qylur, til sögunnar vopnaleit sem gerir farþegunum sjálfum kleift að sjá um skoðunina. Tækið er til prófunar á flugvelli í Ríó í Brasilíu en ekki fylgir sögunni hvort þessi nýju hlið séu eins næm fyrir skóm og þau sem eru í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Lobbíið í vörn

Það er þó ekki aðeins á flugvöllum sem reynt er að virkja ferðalanga í að bjarga sér sjálfir. Forsvarsmenn einnar stærsta hótelkeðju Norðurlanda, Scandic, bjóða nú gestum sínum að tékka sig út af hótelinu á einfaldan hátt. Daginn fyrir brottför fær fólk tölvupóst eða símaskilaboð sem það svarar með upplýsingum um notkun á míníbar og annarri þjónustu. Í kjölfarið kemur póstur með reikningi og gesturinn er þá laus allra mála. Framkvæmdastjóri Scandic segir að hér með komast ferðalangar hjá þeim hluta hóteldvalarinnar sem mörgum þætti hvað leiðinlegastur.

Fríhafnarpokarnir bíða

Fólk kemur til landsins á nær öllum tímum sólarhringsins og er því misvel upplagt fyrir búðaferð á meðan beðið er eftir töskunum. Þeir sem vilja sneiða hjá þessum hluta ferðalagsins geta nú pantað vörur á heimasíðu Fríhafnarinnar og sótt þær við komuna til Keflavíkur. Þessi þjónusta er einnig í boði þegar flogið er út en panta verður með sólarhrings fyrirvara.

Hvort tollskoðunin verði færð í hendur farþega á næstunni er ekki víst en á nokkrum flugvöllum er boðið upp á sjálfsafgreiðslu við vegabréfaeftirlit. Það gæti því styst í að hægt verði að fara í gegnum flugstöðvar án þess að eiga nokkur samskipti við starfsmann fyrr en gengið er um borð.

NÝJAR GREINAR: Ætla að selja Íslendingum 10 þúsund utanlandsferðir á ári
HÓTEL: Ódýr gisting út um allan heim

Greinin birtist áður í Fréttatímanum
Mynd: Qylur

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …