Samfélagsmiðlar

Auknar álögur á ferðamenn

Á þeim slóðum sem íslenskir túristar venja komur sínar er algengt að innheimtur sé sérstakur skattur af hótelgestum.

Það borgar sig að vera með reiðufé í vasanum þegar dvölin á ítölsku hóteli er gerð upp. Því gistináttaskatturinn sem standa þarf skil á við brottför er ekki innifalinn í hótelverðinu. Hann þarf að staðgreiða. Skatturinn er lagður á hvern gest og nemur á bilinu einni til þremur evrum (160 til 480 krónur) á hverja nótt. Fjögurra manna fjölskylda sem gistir í viku í Róm getur því þurft að borga nærri fjórtán þúsund krónur í lok dvalar.

Í Austurríki, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi og Sviss eru þess háttar skattar líka útbreiddir og oftast er þeim bætt við hótelreikninginn. Sumstaðar þarf þó að borga gjaldið sérstaklega líkt og á Ítalíu. Til dæmis í Barcelona þar sem gestirnar greiða skattinn við innritun.

Óvinsæl aðgerð

Í París hefur þessi gjaldheimta tíðkast í nærri 20 ár og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ferðamálaráðs borgarinnar þá er hótelstjórum það í sjálfsvald sett að bæta gjaldinu við reikninginn eða rukka það eitt og sér.

Fyrr á þessu ári hófst innheimta á nýjum hótelskatti í Berlín og var sú leið valin að bæta fimm prósentum ofan á reikninginn í stað þess að rukka fasta upphæð. Vonast borgaryfirvöld til að tekjurnar af gjaldheimtunni muni skila um fjórum milljörðum króna í kassann og lofa að helmingur upphæðarinnar verði settur í uppbyggingu ferðaþjónustu Berlínar. Þessari breytingu var þó mótmælt harðlega af hótelstjórum höfuðborgarinnar og kollegar þeirra í Hamborg létu líka í sér heyra þegar tillögur að þessari nýju skattheimtu voru kynntar þar. Samkomulag náðist hins vegar eftir að borgaryfirvöld í Hamborg lofuðu að láta allt skattféið renna til ferðamála. Samkvæmt frétt Reuters reyndist það þýsku ferðaþjónustunni erfitt að sýna fram á ókosti gjaldsins eftir að í ljós kom að gistinóttum í Köln fjölgaði um 17 prósent árið eftir að gistináttagjald var sett á í borginni.

Hugmyndir um ferðamannaskatt verið viðraðar í Bretlandi, þar á meðal í Edinborg. Átti meðal annars að nýta fjármagnið til að standa undir kostnaði fyrir festivöl borgarinnar en eftir kröftug mótmæli frá ferðaþjónustunni var tillagan sett á ís.

Ferðamenn greiða fyrir markaðssetningu

Það tíðkast einnig í nokkrum borgum vestanhafs að bæta meiru en söluskatti við hótelverðið. Í New York er til að mynda fastri upphæð og tæplega sex prósenta álagi bætt ofan á skattinn sem er eyrnamerktur borgaryfirvöldum. Í kanadísku borginni Vancouver er einnig bætt við sérstöku markaðsgjaldi upp á 1,3 prósent við alla hótelreikninga.

Það finnast því margskonar útfærslur á gistináttaskattinum og hann virðist vera að ná töluverðri útbreiðslu í löndunum í kringum okkur. Hótelgestir sjá því fram á hærri reikninga í framtiðinni.

NÝJAR GREINAR: Ódýrari hótel með símapöntun á síðustu stundu
FERÐAMINNINGAR: Árni ÞórarinssonJónína Leósdóttir

Mynd:Visit Berlin

Nýtt efni

Sauðfjársetrið var stofnað árið 2002 af heimamönnum og hefur vaxið og dafnað í þeirra umsjá allar götur síðan. Nýverið hlaut það tilnefningu til Íslensku safnaverðlaunanna fyrir samfélagslegra nálgun í safnastarfi. Í umsögn með tilnefningunni segir meðal annars að hér sé um að ræða mikilvæga og öfluga menningarstofnun sem hafi gríðarmikið gildi fyrir samfélagið á Ströndum. …

Unnið er að því á flugvellinum í Nice á Côte d´Azur að rafvæða alla starfsemi hans með 4 milljóna evra fjárstuðningi frá Evrópusambandinu. Er verkefnið liður í loftslagsstefnu sambandsins. Allar flugvélar í stæði eiga að fá aðgang að raforku sem unnin er með endurnýjanlegum hætti. Settar verða upp um 70 tengistöðvar í þessu skyni. Á …

Nýja-Sjáland var á meðal þeirra ríkja sem fylgdu hörðustu lokunarstefnunni á meðan Covid-19 geisaði. Nú vilja stjórnvöld þar blása meira lífi í ferðaþjónustu á landinu og helst utan vinsælasta tímans sem er nýsjálenska sumarið - frá desemberbyrjun til febrúarloka, þegar dagarnir eru langir og sólríkir og nætur mildar.  Ferðaþjónusta er einn helsti atvinnuvegur Nýja Sjálands …

Talsmenn þýsku sambandsstjórnarinnar staðfestu í dag að hún væri að leita lausnar á viðskiptadeilu Evrópusambandsins og Kína. Það fæli væntanlega í sér að boðuð hækkun verndartolla um allt að 38,1 prósent nái fram að ganga. Það er ekki umhyggja fyrir kínverskum hagsmunum sem ræður afstöðu þýskra stjórnvalda heldur vilja þau vernda hagsmuni stórfyrirtækja í eigin …

Schiphol-flugvöllur við Amsterdam er meðal fjölförnustu flugvalla Evrópu og hefur umferðin um hann lengi verið umdeild meðal íbúa. Umfangi flugvallarins, hávaða frá honum og mengun, hefur ítrekað verið mótmælt og brugðist hefur verið við með því að setja takmarkanir á þjónustutíma og fjölda véla sem um hann fara. Schiphol er þó og verður áfram ein …

Verulega hefur dregið úr magni ósoneyðandi gastegunda í andrúmsloftinu og þykir núna nokkuð ljóst, samkvæmt nýrri rannsókn, að hið alþjóðlega átak um að bjarga ósonlaginu hafi tekist framar vonum.  Margir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir brúnaþungum sjónvarpsfréttamönnum segja frá válegum tíðindum af ósonlaginu á níunda og tíunda áratugnum, inni á milli lagstúfa …

Á meðan franskir og spænskir bílaframleiðendur þrýstu á um að Evrópusambandið brygðist hart við meintum óðeðlilega miklum ríkisstuðningi Kínverja við rafbílaframleiðslu sína og hækkuðu verndartolla vöruðu þýskir keppinautar þeirra við því að slegið gæti í bakseglin: Gríðarlega mikilvægur markaður í Kína gæti lokast að verulegu leyti. Um þriðjungur af sölutekjum Mercedes Benz, BMW og Volkswagen …

Óhætt er að segja að það kosti Hlyn Guðjónsson, sendiherra Íslands í Ottawa, mikil ferðalög að sinna íslenskum hagsmunum í Kanada, sem er næst víðfeðmasta land heimsins. Sendiráð Íslands er hinsvegar lítið, starfsmenn aðeins þrír - Hlynur og tveir staðarráðnir. Nýlega var Hlynur staddur í Halifax, höfuðborg Nova Scotia. Það tekur um tvo tíma að …