Samfélagsmiðlar

Fargjöldin svipuð hjá flugfélögunum

Í dag er lítill verðmunur á farinu til London og Kaupmannahafnar milli félaga og litlu máli skiptir hvort bókað er flug í janúar eða mars. Öðru máli gegnir um flugið til Oslóar.

Þriðja mánuðinn í röð sýna verðkannanir Túrista að munurinn á farmiðum félaganna sem fljúga héðan til London og Kaupmannahafnar hefur minnkað milli ára. Vegur þar þyngst að ódýrustu fargjöld Easy Jet hafa lækkað mikið frá því í fyrra. Fyrir nákvæmlega ári síðan var til að mynda ekki hægt að fá far með Easy Jet til London, undir lok janúar, fyrir minna en 56 þúsund krónur. Núna kostar ferð á sama tíma um tíu þúsund krónum minna. Icelandair bauð best í fyrra en er nú um 700 krónum dýrari kostur en Wow Air til London. Easy Jet er ennþá nokkru dýrara en íslensku félögin ef bókað er með stuttum fyrirvara en eins og sjá má á næstu síðu er félagið ódýrast ef bókað er þremur mánuðum fram í tímann.

Dregið hefur saman með Icelandair og Wow Air hvað varðar flug til Kaupmannahafnar líkt og kemur fram í töflunni hér fyir neðan. Norwegian hefur hins vegar sérstöðu fyrir þá sem ætla til Oslóar og býður félagið upp á mun lægra far en Icelandair og SAS.

Í mánaðarlegum verðkönnunum Túrista eru fundnir ódýrustu farmiðarnir til London, Kaupmannahafnar og Oslóar hjá hverju félagi fyrir sig. Við fargjaldið er bætt bókunar- og kreditkortagjöldum og kostnaði við að innrita farangur. Skoðuð eru fargjöld fjórum og tólf vikum fram í tímann

Þróun fargjalda í viku 4 (20.-26. janúar) milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara

2014

2013Breyting
London:
Easy Jet45.895 kr.56.107 kr.-17,5%
Icelandair40.630 kr.34.370 kr.+18,2%
Wow Air39.424 kr.39.825 kr.-1%
Kaupmannahöfn:
Icelandair39.350 kr.39.220 kr.+0,3%
Wow Air36.301 kr.32.560 kr.+11,5%
Osló:
Icelandair33.270 kr.Osló var ekki hluti af verðkönnuninn í fyrra
Norwegian19.360 kr.
SAS34.556 kr.


Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér). Verð voru fundin á heimasíðum félaganna 26. nóvember 2013 og 2012.

Á næstu síðu má sjá þróun verðgjalda í viku 12

BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl

 

Nýtt efni

Þann 12. ágúst árið 2022 voru liðin meira en 33 ár frá því að múslímaklerkar í Íran dæmdu Salman Rushdie til dauða fyrir að hafa talað óvarlega um Múhameð spámann. Þennan ágústdag hafði Salman verið fenginn til að tala á ráðstefnu í New York um nauðsyn þess að búa til öruggt athvarf fyrir rithöfunda sem …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …